Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 4

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 4
Landbúnaður á Grænlandi Viðtal við Stefán Sch. Thorsteinsson, fyrrv. deildarstjóra við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. r síðasta sérblaði Freys um sauðfjárrækt, 6. tbl. 2004, er viðtal við Stefán Sch. Thorsteinsson um nám hans og störf hér á landi, einkum við fjárræktarbúið á Hesti. Þegar viðtalið var tekið sagði hann einnig frá störfum sínum við grænlenska sauðfjárrækt og kynnum sínum af Grænlend- ingum og Grænlandi. Vegna þrengsla í Sauðfjár-Frey varð að geyma þann hluta viðtalsins og birtist hann því hér. Sauðfjárrækt á Grænlandi Þú hefnr komið við sögu sauð- Jjárrœktar á Grœnlandi? Já, í um það bil 25 ár. Kynni mín af grænlenskum landbúnaði hófúst með því að Rannsókna- stofnun landbúnaðarins fékk ósk frá Landsstjórninni á Grænlandi árið 1977, fyrir milligöngu Jonat- ans Motzfeldt sem oft er nefndur „landsfaðir“ Grænlands, um sam- vinnu við tilraunastöðina í Upem- aviarsuk á vesturströnd Suður- Grænlands um rannsóknir og efl- ingu grænlensks landbúnaðar. Þessi beiðni var í þremur liðum; að rannsaka gróður og beitarþol, áburðarþörf og eflingu túnræktar og svo að koma á kynbótum í sauðljárrækt. Ingva Þorsteinssyni, gróðursér- fræðingi, var falið að rannsaka gróður og beitarþol, Bjöm heitinn Jóhannesson, jarðvegsfræðingur, sá um áburöartilraunirnar og mér var falið að koma af stað af- kvæmarannsóknunum. Þetta var fimm ára samningur og fór ég fyrst til Grænlands vorið 1978 og aftur um haustið til að velja með þeim hrúta til afkvæmaprófunar á frjósemi, afúrðagetu og kjötgæð- um eftir fyrirmynd frá Hestbúinu. Afkvæmarannsóknirnar voru gerðar á tilraunastöðinni í Upem- aviarsuk, en þangað er um 10 mínútna sigling suður frá Júliane- haab sem er stærsti bær í Suður- Grænlandi. Þar var þá nýtekinn við tilraunastjórastarfinu ungur grænlenskur maður, Kaj Egede, en fram til þess höföu danskir landbúnaðarkandídatar verið þar tilraunastjórar. Ráðning græn- lensks manns í svona embætti var þá nýlunda, en þetta er á þeim ár- um þegar Grænlendingar era að berjast fyrir að fá heimastjórn og var stefna þeirra að fá hæfa Græn- lendinga í sem flestar yfirmanna- stöður, sem í flestum tilfellum voru þá einokaðar af Dönum. Eftir að samningnum við RALA lauk 1983 vann ég áfram við afkvæmarannsóknirnar og við ýmiss konar ráðgjafastörf varð- andi sauðíjárræktina, s.s. fræðslu- fúndi og ráðstefnur. Upp úr 1990 var stofnað Landbúnaðarráð Grænlands með fulltrúum sauð- íjárbænda, heimastjórnarinnar í landbúnaðar- og umhverfismál- um, Náttúrustofnunar Grænlands og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins hér heima og var ég full- trúi RALA í ráðinu uns ég lét af störfum 2001. Hvað voru þessar árlegu ferðir þínar langar? Það var afar misjafnt, sjaldan skemmri en tvær til þrjár vikur en stundum lengri og allt upp í tvo mánuði, einkum eftir að ég hætti hjá RALA og gaf mér meiri tíma til að vinna með þeim. Hafa þarna orðið framfarir í sauðfjárrœktinni? Já, það er ekki spurning. Eink- um á þetta við um frjósemina, sem er afgerandi þáttur í afkomu sauð- ljárbúsins. Eg hafði séð úr fengi- eldistilraunum á tilraunastöðinni í Upemaviarsuk að grænlenska féð er eðlisfrjósamt engu að síður en það íslenska, ef það er í bata um fengitímann. Eg lagði því mesta áherslu á að bæta fóðrunina fýrir fengitímann og jafnframt auka frjósemina með því að auðkenna tvílemburnar og setja á tvílemb- inga en hætta að velja stærstu lömbin til ásetnings, eins og margir tíðkuðu enda vom það ein- lembingar í flestum tilfellum. Þetta hefur skilað sér og em flest- Stefán Sch. Thorsteinsson. | 4 - Freyr 9/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.