Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 11
Mynd 2. Kornuppskera síðustu ára. komræktaráform sín á hilluna um sinn. Byltingin nær norður Þingeyingar voru ekki einir um að verða íyrir vonbrigðum með ár- angur komræktarinnar á þessum tima. Veðurfar kólnaði svo að komrækt lagðist víðast hvar af en þó var kom ræktað áfram á Sáms- stöðum og á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Upphaf komræktar- byltingarinnar má rekja til félags- ræktunar Austur-Landeyinga undir forystu Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli sem hófst árið 1981 og breiddist út frá Suðurlandi og var komin norður í Skagaíjörð og Eyjaíjörð upp úr 1990. Suður- Þingeyingar tóku við kyndlinum árið 1996 en þá hófst komrækt á fímm hekturum á bæjunum Hálsi í Köldukinn og Hjarðarbóli og Ár- nesi í Aðaldal. A næstu ámm bætt- ust fleiri bæir við. Kombændum fjölgaði mikið eftir sumarið 2000 og em orðnir eitthvað á þriðja tug- inn. Flatarmál akranna hefúr vax- ið jafht og þétt. Sumarið 2003 ræktuðu S-Þingeyingar kom á 141 hektara og í sumar var kom skorið af um 150 hekturum, (mynd 1). Stór hluti kornakra í S-Þingeyj- arsýslu verður að teljast á jaðar- svæði komræktarinnar. Því er nokkurra sveiflna að vænta í upp- skeru og sú hefur verið raunin undanfarin ár. Komræktarfélag Þingeyinga hefur haldið saman uppskeratölum (mynd 2). Síð- ustu ijögur ár hefur uppskeran sveiflast frá því að vera rúmlega tvö tonn á hektara, árið 2002, upp í fímm tonn í sumar, 2004. Mik- ilvægt er að að auka ræktunarör- yggi og jafna áramun í uppskera. Þetta gerist með bættri ræktunar- tækni og betri efnivið en um leið færist jaðar kornræktarinnar út til stranda og inn til sveita. Sumar- ið 2004 var korn t.d. ræktað á Tjömesi, í Bárðardal og i Mý- vatnssveit með ágætum árangri, auk hinna hefðbundnari ræktun- arsvæða, s.s. í Aðaldal, Reykja- dal, Köldukinn, Ljósavatnsskarði og Fnjóskadal. Samvinna í kornræktinni Við upphaf komræktarinnar átt- uðu þingeyskir bændur sig á því að mikilvægt væri að vinna saman að uppbyggingu og fjárfestingu í kornræktinni. Komræktarfélag Þingeyinga var stofnað 1998 og sótti félagið um styrk til kaupa á þreskivél. Styrkurinn rann til kaupa á þreskivél sem rekin er að bændunum á Hálsi í Köldukinn og með góðri skipulagningu hefur þessi vél annað öllum komskurði í S-Þingeyjarsýslu fram á þennan dag. Fljótt myndaðist áhugi á því að koma upp þurrkunaraðstöðu á svæðinu. Akveðið var að stofna félag um kaup og rekstur á færan- legu þurrksílói. Keyptur var 25 rúmmetra færanlegur þurrkari árið Þresking á Hálsi í Köldukinn. (Mynd: Marteinn Gunnarsson). Freyr 9/2004-11 1

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.