Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 32
Tala búfjár, hevfengur og jarðargróði 2003, frh.
Nautgr. alls Kýr Holda- kýr Kvígur Geld- neyti Kálfar Sauðfé alls
Gaulverjabæjarhreppur 1.155 395 56 138 250 316 639
Hraungerðishreppur 1.162 478 140 300 244 1.587
Villingaholtshreppur 1.079 338 4 94 371 272 1.438
Hrunamannahreppur 2.154 978 2 151 534 489 3.857
Hveragerði 7 5 2 28
Ölfus 160 49 1 8 74 28 1.547
Grimsnes- og Grafningshr. 470 146 3 37 168 116 5.807
Skeiða- og Gnúpverjahr. 2.714 1.204 5 297 614 594 3.497
Bláskógabyggð 1.907 747 21 189 492 458 7.250
Árnessýsla 11.800 4.686 173 1.141 3.035 2.765 26.876
SUÐURLAND 24.161 9.039 406 2.156 6.700 5.860 83.941
ALLT LANDIÐ 66.035 24.904 1.423 5.599 17.575 16.534 463.006
ÁLÖGBÝLUM 65.929 24.850 1.423 5.594 17.553 16.509 454.484
UTAN LÖGBÝLA 106 54 5 22 25 8.522
Molar
ÁSÓKN í RÆKTUNARLAND
í Noregi
í upphafi þessa árs, 2004, var
ábyrgð og eftirlit með verndun
ræktunarlands flutt frá ríkinu til
sveitarfélaga í Noregi. Víða um
heim er mikil eftirsókn eftir rækt-
unarlandi til annarra nota, svo
sem undir íbúðarbyggð, ýmsan
atvinnurekstur, samgönguman-
nvirki o.fl. Á það hefur verið bent
að forfeður okkar völdu sér bestu
staðina til búsetu og jafnframt
búskapar. Á þessum svæðum
hafa síðan vaxið upp þéttbýli;
bæir og borgir, og þrengt að
möguleikum til búrekstrar.
Hér á landi hefur þessi þróun
ekki skapað vandamál né kallað
á aðgerðir. Við höfum notið víð-
lendisins og fámennis, en ekki
þarf að fara lengra aftur en hálfa
öld til að rifja það upp að stór
svæði í Reykjavík voru ræktuð
og notuð undir landbúnað þar
sem nú er þétt byggð. Ásókn í
ræktunarland undir aðra starf-
semi er hins vegar það almenn
víða um heim að ástæða er til
fyrir okkur að fylgjast með þeirri
umræðu.
í Noregi hafa um 100 þúsund
hektarar af ræktuðu eða ræktan-
legu landi verið teknir til annarrar
notkunar sl. hálfa öld. Á hverju
ári hverfur í Noregi jarðnæði
undir byggð þar sem unnt er að
framleiða búvörur fyrir 38 þús-
und manns.
Á ráðstefnu sem haldinn var
á nýliðnu hausti í Stafangri í
Noregi undir heitinu: Baráttan
um jarðnæðið, vakti landbúnað-
arráðherrann, Lars Sponheim,
athygli á þvi að með sama
áframhaldi tapist úr ræktun
helmingur af besta ræktunar-
landi Noregs á næstu 50 árum.
Ráðherrann sagði að opinber
stefna hefði verið tekin um að
dregið yrði úr árlegu tapi á
ræktunarlandi um helming á
næstu 10 árum, jafnframt því
sem hann viðurkenndi að verk-
efnið væri erfitt viðfangs.
Lars Sponheim benti á að
hvers kyns vernd á náttúrunni
ætti fylgi að fagna í Noregi um
þessar mundir. Þannig væri nú
búið að vernda með stofnun
þjóðgarða og á annan hátt um
10% af Noregi. Þessi áhugi á
verndun lands hefði hins vegar
hingað til ekki náð til þeirra
þriggja prósenta þess sem er
ræktunarland, tún og akrar.
Landbúnaðarráðuneytið í
Noregi hefur skorað á sveitar-
félögin að láta gera stafræn
myndgögn, þ.e. kort (DVD) yfir
bæði ræktunarlönd og gróið land
í hverju sveitarfélagi til að auð-
velda meðferð mála þar sem
fjallað er um breytingar á land-
notkun.
Sænsk rödd
Ráðstefnuna í Stafangri sat
gestur frá Svíþjóð, Stefan
Edman, sem vinnur að ráðgjafar-
störfum fyrir Göran Persson, for-
sætisráðherra. Hann upplýsti að
frá 1920 væri búið að taka þriðj-
ung af ræktunarlandi í Svíþjóð úr
notkun. Að auki væri í Svíþjóð
vandamál vegna jarðvegseyð-
ingar og ófrjósams jarðvegs.
Gott ræktunarland dregst
saman í Svíþjóð en fólkinu fjölg-
ar. Hann hélt því fram að hver
þjóð verði að geta framleitt mat-
væli handa sjálfri sér, og þá ekki
síst í landi með góð ræktunar-
skilyrði eins og Svíþjóð. Hann
boðaði það að leggja ætti
| 32 - Freyr 9/2004
Ær Hross Varp- hænsni Svín Minkar Refir Þurrhey m3 Vothey m3 Korn tn.
515 566 21 2.095 22.898 242,0
1.247 868 6.432 1.435 23.556 31,5
1.108 757 40 90 26.682 140,0
3.117 1.193 6.006 9.698 45.367 244,3
20 106 268 186
1.228 910 8.026 275 13.046
4.705 687 115 331 1.700 940 25.284 15,0
2.775 1.833 82 415 3.960 2.944 52.475 550,4
5.640 1.426 49 5.081 56.443 74,2
21.297 10.355 20.879 746 6.640 24.479 285.543 1.322,2
68.121 22.989 21.250 779 6.640 38.177 638.047 3.199,5
373.778 71.412 165.242 3.852 26.434 2.388 302.351 1.985.585 7.256,8
367.201 51.287 165.039 3.849 23.522 2.386 291.445 1.952.822 7.256,8
6.577 20.125 203 3 2.912 2 10.906 32.763
áherslu á búgreinar sem þyrftu
ríflegt landrými, svo sem lífræn-
an landbúnað, ræktun lækninga-
jurta og ræktun gróðurs til orku-
vinnslu. Hann lagði áherslu á að
út frá langtíma sjónarmiði væri
mikilvægt að varðveita búsetu-
landslagið.
Þá benti hann á að rannsóknir
hefðu sýnt að það að búa í
óspilltu náttúruumhverfi bætti
heilsuna, drægi úr streitu og
hjartasjúkdómum og styrkti mót-
stöðukerfi líkamans.
(Bondebladet nr. 40/2004).
Matvælaaðstoð til
FÁTÆKRA LANDA
Tvær sænskar stofnanir,
Hagfræðistofnun matvælaiðn-
aðarins, (Livssmedelsekonom-
iska instituttet), og Sænska
stofnunin um Evrópumálefni,
(Svenska instituttet for europa-
politiske studier), hafa tekið
saman skýrslu um matvælaað-
stoð við þróunarlönd. Meðal at-
riða sem þar koma fram eru
eftirfarandi.
Matvælaaðstoð nemur um 3%
af alþjóðlegum viðskiptum með
búvörur.
Matvælaaðstoð nemur árlega
samtals 10 milljón tonnum. Til
samanburðar var hveitifram-
leiðsla í heiminum 110 milljón
tonn árið 2003.
í sumum löndum, sem þiggja
matvælaaðstoð, nemur hún 80%
af fæðuframboði í viðkomandi
landi.
Bandaríkin leggja til mesta
matvælaðstoð eða sem nemur
61% af magninu. ESB leggur til
17% af aðstoðinni.
Um 100 lönd þiggja matvæla-
aðstoð, flest eru það fátæk lönd
sem eru sjálfum sér ónóg um
matvælaframleiðslu. Fyrsta mat-
vælaaðstoð sem vitað er um á
síðari tímum var hjálp, sem
Bandaríkin veittu Venesúela árið
1812, eftir jarðskjálfta sem þá
dundu yfir landið.
Matvælaaðstoð er vanalega
deilt í þrjá flokka:
1. Aðstoð vegna náttúruhamfara,
svo sem jarðskjálfta, þurrka
eða flóða. Dreifingin fer fram
milliliðalaust í hendur hinna
þurfandi án þess að ætlast sé
til endurgjalds.
2. Verkefnatengd hjálp. Þróunar-
aðstoð sem jafnframt tryggir
að fátækustu íbúar landsins
fái mat. Venjulega svokölluð
“matvæli - fyrir - vinnu” verk-
efni þar sem fólk vinnur fyrir
yfirvöld, svo sem við vega-
gerð, en greitt með gjafamat-
vælum til eigin neyslu og fjöl-
skyldunnar.
3. Matvælagjafir sem yfirvöld
þróunarlanda þiggja til sölu á
þorpsmörkuðum en tekjunum
er varið til þróunarverkefna.
í skýrslunni er fjallað um þær
fullyrðingar sem fram hafa komið
að þróunarhjálp í formi matvæla-
gjafa skemmi fyrir eigin framleiðslu
landanna. Ekki er tekið undir þá
skoðun en aftur bent á að mat-
vælaaðstoðin dragi úr kaupum fá-
tækra landa á matvælum.
Innan Alþjóða viðskiptastofn-
unarinnar, WTO, hefur komið
fram sterk krafa um að rík lönd
hætti að niðurgreiða búvöruút-
flutning sinn og þar er spjótum
einkum beint að ESB. ESB og
fleiri útflutningslönd, svo sem
Ástralía, telja að jafnframt þurfi
þá að endurskoða matvælaað-
stoð Bandaríkjanna, þar sem
halda megi því fram að þar sé
niðurgreiðslan 100% af verði
matvælanna.
(Internationella Perspektiv
nr. 27/2004).
Freyr 9/2004 - 33 |