Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 7
Hvernig er heilbrigðisástand
þessa fjár?
Grænland má heita sauðfjár-
sjúkdómafrítt land. Þar finnst
hvorki riða, gamaveiki né bráða-
pest, tannlos og kláði, sjúkdómar
sem herjað hafa hér á landi og
valdið ómældu tjóni. Charles
Rose, fyrrverandi dýralæknir í
Suður-Grænlandi, kannaði sníkju-
ormategundir í grænlensku fé og i
samantekt Sigurðar Richter, sér-
fræðings á Keldum, um sníkju-
ormategundir á Norðurlöndum og
Englandi má sjá að af 32 tegund-
um finnast 7 á Grænlandi, 13 á Is-
landi en yfir 20 á Norðurlöndun-
um og í Englandi. Eg held að
Grænlendingar hafi gert sér ljóst á
síðustu ámm hve dýrmætt það er
að vera sauðfjársjúkdómalausir og
það er ástæða þess að Grænlend-
ingar hafa ekki lagt í það að flytja
inn fé til kynbóta enda þótt slíkt
hafi oft komið til tals.
Þú hefur stundað mœlingar á
leggjalengd á grœnlensku fé?
Já, ég nota legglengdin iðulega
við val á kynbótagripum en einn-
ig ómsjármælingar, en ómsjána
keyptu þeir fyrir fjómm ámm.
Það ganga sögur af miklum
fallþunga og góðum sumarhögum
á Grœnlandi?
Já, sumarhagamir em ágætir
víðast hvar og þar sem mestur
fjárfjöldi er og best er undir bú,
t.d. í Brattahlíð, Görðum og
Vatnahverfi, hefur vetrarbeitin
verið niðurlögð og bætir það sum-
arhagana til muna. Það er aðeins
eitt sláturhús á Grænlandi, í bæn-
um Narsaq í mynni Eiríksfjarðar
og er allt fé flutt þangað í stómm
innrásarpramma sem tekur á
fimmtahundrað fjár, en slátrað er
rúmlega 20 þúsund lömbum á ári.
Heimaslátrun er allnokkur og
selja á bændur kjötið beint til
kaupenda, sem oft em vinaQöl-
Grænlenskt fé.
skyldur, en þetta er óðum að
leggjast niður.
Meðalfallþungi í sláturhúsinu
er nokkuð stöðugur frá ári til árs
en þó með nokkmm undantekn-
ingum. Undanfarin 3-4 ár hefur
hann verið um 16 kíló. Fyrir um
það bil 10 árum var byrjað að
borga bændum eftir fallþunga en
áður var innleggið borgað eftir
þunga á fæti. í kjölfarið var byrj-
að á kjötmati en það hefur gengið
hálf brösuglega þar sem þjálfun
kjötmatsmanna er mjög ábótavant
og mannaskipti tíð. Núna síðustu
Qögur ár eða svo hefur vaxtarlag-
ið verið metið eftir EUROP-kerf-
inu en fitumatið er mjög á reiki
enda kröfúr um fitustig kjötsins
allt aðrar í Grænlandi en þeir
stefna þó að því að koma upp
fullkomnu kjötmati fyrir framtíð-
ina.
Hvernig er kjötið svo nýtt
þarna?
Það er gert á hliðstæðan hátt og
hér, kjötið fer í verslanir og er selt
sem læri, hryggir og súpukjöt, það
er afar lítið um saltkjöt og þó að
þeir hafi reynt að verka hangikjöt
þá hafa þeir ekki náð þar sama ár-
angri og við enda hefðin þar ekki
fyrir hendi.
Eru sviðin notuð?
Já, þeir borða svið, en aðeins
sárafáir svíða hausana. Húðin er
flegin af hausunum og þeir soðnir
þannig og þykja lostæti. Græn-
lenskur almenningur gengur ein-
staklega vel frá mat sínum, hvort
sem um fisk, fugl eða kjöt af fé er
að ræða. Að lokinni máltíð má
heita að beinin séu gljáfægð, þeir
vinna svo vel af þeim og hef ég
haft lúmskt gaman af að fylgjast
með þeirri athöfn.
Grœnlendingar eru miklir
veiðimenn?
Já, veiðimennska er þeim í blóð
borin og fjöldi manna hefur at-
vinnu af henni. Þeir veiða mikið
af sel til matar og skinnið er þeim
nú allgóð tekjulind. Hvalkjöt er
líka afar vinsælt hjá almenningi
og sömuleiðis hreindýra-, héra-
og sauðnautakjöt. Sjófúglar, t.d.
álka og æðarkolla, þykja lostæti
og einnig rjúpan. Þessar afúrðir
veiðimannanna eru seldar á úti-
markaði sem kallaður er “Brættet”
og er í flestum bæjum Grænlands.
~Freyr 9/2004 - 71