Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 24

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 24
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Brautskráning kandídata og búfræðinga vorið 2004 Hinn 28. maí sl. fór fram brautskráning nemenda frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri með hátíðlegri at- höfn í Reykholtskirkju. Við það tækifæri voru í fyrsta sinn útskrifaðir nemendur af umhverfisskipulagsbraut, með 90 eininga BS-próf, en þessi deild hefur verið starf- rækt við skólann síðan haust- ið 2001. Að þessu sinni brautskráðust 18 nemendur af háskólastigi. Af þeim voru þrír með kandidatspróf, BS-120 einingar, allir af búvís- indabraut. Með BS-90 eininga próf braut- skráðust 15 nemendur, þar af voru sex af búvísindabraut, fjórir af landnýtingabraut og fimm af um- hverfisskipulagsbraut. Úr bændadeild brautskráðust 29, þar af sjö sem stunduðu tjar- nám við skólann. Hæstu einkunn þeirra sem tóku 120 eininga próf hlaut Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, nreðaleinkunn 8,24. Af þeim sem tóku 90 ein- inga próf var Oddný Steina Vals- dóttir hæst með meðaleinkunnina 8,40. Hæstu einkunn fyrir BS-rit- gerð hlutu þau Lena Jóhanna Reiher og Borgar Páll Bragason, bæði 9,0. Hæstu einkunn á búfræðiprófí hlaut Sigríður Ólafsdóttir, 9,02. Þetta er í annað sinn sem nem- endur útskrifast eftir að hafa stundað allt sitt háskólanám við LBH eftir að skólinn var formlega gerður að háskóla með lögum árið 1999. Við skólann er nú boðið upp á nám á íjórum sviðum, auk al- rnenns búfræðináms, þ.e. í búvís- indum, landnýtingu, umhverfis- skipulagi og skógrækt. Útskriftarnemendur frá Hvanneyri vorið 2004 á tröppum Reykholtskirkju. (Ljósm. Áskell Þórisson). 124 - Freyr 9/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.