Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 17

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 17
5,85% á samningstímanum. Hins vegar eru framlög ríkisins verð- tryggð og taka mánaðarlegri hækkun skv. vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2004. Þetta vegur nokkuð á móti áðumefhdri skerð- ingu og er sérstaklega mikilvægt fari verðbólguskriða af stað. Frá og með 1. september 2007 verður hluta stuðningsins varið til annarra þátta og verður gerður um það sérstakur samningur sem skal lokið fyrir 1. 9. 2006. Þessi hluti stuðningsins verður útfærður með þeim hætti að hann uppfylli skil- yrði WTO um svonefndan ófram- leiðslutengdan og/eða minna markaðstmflandi stuðning, m.a. til eflingar jarðræktar. (Tafla 1). Kynbóta- og þróunarfé A 1. ári samningsins verða 100 milljónir króna teknar af bein- greiðslum og greiddar beint úr rík- issjóði til kynbótastarfs. A móti fellur niður sk. “auragjald” af mjólk sem samlögin innheimta í dag og skila til búnaðarsambanda, en það em nú um 76 m.kr. Til við- bótar fara 24 m.kr. til niðurgreiðslu á sæðingarkostnaði, þannig að út- gjöld bænda vegna sæðinga lækka um u.þ.b. 100 m.kr. Árið 2003 vom fyrstu sæðingar kúa hérlendis 23.326, þannig að ffamlagið nem- ur um 1.000 kr. á hveija fyrstu sæðingu. Árið 2003 kostaði rekstur Nautastöðvar BÍ 35 m.kr. Framlag af búnaðarlagasamningi var 6,3 m.kr. en mismunurinn innheimtur á grundvelli fjölda kúa á forða- gæsluskýrslu hjá hveiju búnaðar- sambandi. Nánari útfærsla Á GRIPAGREIÐSLUM Á öðm ári verða greiddir út styrkir á kýr sem hafa átt kálf samkvæmt “MARK”. Að hámarki verður greiddur styrkur út á 27.400 kýr, að holdakúm með- töldum. Greiðsla á kú hækkar eft- Tafla 2. Heildar - gripa- Fjöldi kúa greiðslur, kr. 20 kýr 305.660 40 kýr 611.320 60 kýr 869.240 80 kýr 1.022.080 100 kýr 1.098.500 ir því sem heildarfjöldi kúa á landinu dregst saman. Greiðslum- ar em þrepaskiptar og óskertar á fyrstu fjörtíu kýmar, en lækka svo stig af stigi þannig að ekkert er greitt út á kú nr. 101. Réttur lög- býlis til gripagreiðslna fer síðan lækkandi efkúafjöldi fer yfir 170, og fellur niður ef kýr verða fleiri en 200. Ef miðað er við fjölda kúa hér- lendis árið 2002 væm greiddar kr. 15.283 á hverja kú frá 1-40, kr. 11.462 á hverja kú frá 41-60, kr. 7.642, á hverja kú frá 61-80 og kr. 3.821 á hverja kú frá 81-100 en ekkert á kýr þar fram yfír. Samtals myndu gripagreiðslur skiptast þannig niður miðað við eftirfar- andi bústærðir: (Tafla 2). Fyrirvari vegna ALÞJÓÐASAMNINGA Meðal ákvæða samningsins er að gerður er fyrirvari um hugsan- legar breytingar á alþjóðlegum skuldbindingum íslands sem kunna að leiða af niðurstöðu samn- ingaviðræðna á vettvangi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO). Þegar yfirstandandi samningavið- ræðum innan WTO lýkur skal samningur þessi endurskoðaður þannig að stuðningsfyrirkomulag ríkisvaldsins við íslenskan land- búnað rúmist hverju sinni innan þeirra heimilda sem skuldbinding- ar Islands á vettvangi WTO kveða á um. Þá er ekki að fmna sambæri- legt ákvæði og í núgildandi mjólk- ursamningi, (sbr. 8. gr.) um toll- vemd innlendra mjólkurafurða sem var krafa ríkisins. Lokaorð Áhrif þessa samnings á forsend- ur ákvarðanatöku í rekstri kúabús lýsa sér í því að tekjur af hverjum viðbótarlítra greiðslumarks lækka á samningstímanum. I staðinn koma inn tekjur eftir öðrum leið- um, fyrst gripagreiðslur sem draga úr framleiðslutengingu stuðnings- ins. Á móti kemur mánaðarleg verðtrygging innan ársins. Einnig þarf að íhuga áhrif þess að gripa- stuðningur lækkar eftir að tiltek- inni bústærð er náð og fellur alveg niður hjá búum með yfir 200 kýr. Með samningnum hefur mjólkur- framleiðslunni verið tryggður svo skýr starfsgrundvöllur sem unnt er, innan þeirra marka sem yfirstand- andi WTO viðræður leyfa, sjá áð- urnefndan fyrirvara. Búgreinin mun því fá tækifæri til að þróast á hratt breytilegum tímum um leið og kúabændum er nauðsyn að fylgjast grannt með framvindu mála á alþjóðavettvangi. Leiðréttingar Stefán Halldórsson á Hlöð- um í Eyjafirði hefur vakið at- hygli blaðsins á tveimur villum í 100 ára afmælisblaði Freys, 7.-8. tbl. 2004. Hin fyrri er á bls. 70 þar sem sagt er ffá fyrstu búffæðikandid- ötunum sem útskrifuðust frá Hvanneyri, vorið 1949. Þar vant- ar nafn Þorsteins Valgeirssonar ffá Auðbrekku í Hörgárdal. Hin er á bls. 73 í “Altöluðum á kafFistofunni” en þar er Aðal- steinn bóndi í Flögu sagður Davíðsson, en hann var Guð- mundsson. Blaðið biðst velvirðingar á þessum villum og þakkar Stef- áni ábendinguna. Ritstj. Freyr 10/2004 - 17 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.