Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 41

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 41
nemur nettó söluhagnaði ófyman- legu eignanna (kr. 16,8 millj.) auk óskattskylds söluhagnaðar (kr. 17,5 millj.). Sú ljárhæð nemur rúmum 34 millj. kr. Þetta geta þeir bæði gert með því að taka óráðstaf- að eigið fé út úr félaginu í formi arðs og einnig að lækka hlutaféð og endurgreiða til sín. Endurgreitt hlutafé sætir ekki skattlagningu. Hvort lækkun hlutafjárins getur farið fram veltur á því hvert nafn- verð þess er. Nafnverð hlutafjár einkahlutafélags skal vera að lág- marki kr. 500 þús. og má aldrei fara niður fyrr þá fjárhæð. Sé hlutaféð með þeim hætti sem það er í dæminu að framan, þ.e. kr. 1 millj. að nafnverði og kr. 9 millj. að yfirverði, er heimilt að lækka heildarhlutaféð niður í kr. 500 þús. Eigendur félagsins geta því greitt út úr félaginu um 9,5 millj. kr. af hlutafé sem gerir þeim kleift að taka hluta af þessum söluhagnaði út úr félaginu án þess að hann sæti skattlagningu hjá þeim. Vilji þeir greiða út afganginn af hagnaðinum verða þeir að taka af óráðstöfuðu eigin fé og greiða af því 10% skatt. 4. Niðurstaða Skattur á hagnað af sölu búr- ekstrar er mjög breytilegur eftir því hvemig salan fer fram. Sá er selur búrekstur sinn sem einstaklingur sætir mun hærri skattlagningu en ef hann selur einkahlutafélag sem stundar búrekstur. Skattur á sölu- hagnað einkahlutafélagsins er ávallt lægri hvort sem hlutimir í fé- laginu em seldir eða einstakar eignir þess. Hins vegar em mögu- leikar til frestunar á skattlagningu söluhagnaðar mjög ólíkir og er mikilvægt að hafa það í huga þeg- ar rekstrarform er valið. Einstak- lingurinn hefiir skv. tekjuskattslög- um mjög rúma heimild til ffestun- ar og getur jafnvel komið stómm hluta hagnaðarins fyrir í fjárfest- ingum sem verða til þess að skatt- kvöðin fellur alveg niður. Hafí búr- eksturinn verið færður yfir í einka- hlutafélag fyrir sölu verða heimild- ir til frestunar mun minni og jafn- vel engar. Því er óhætt að segja að kostir og gallar fylgi sölu beggja rekstrarformanna. Þegar eignir em seldar vekur at- hygli hve stór hluti söluhagnaðar- ins er undanþeginn tekjuskatti. Gildir þetta bæði um einstakling og félag sem selur eignir. Astæð- an fyrir þessu er sú að skattalög heimila að telja helming söluverðs ófymanlegra eigna til skattskyldra tekna í stað söluhagnaðar. Fram- leiðsluréttur telst til ófymanlegra eigna og því getur verið um tals- vert háar fjárhæðir að ræða. Þegar einkahlutafélag selur eignir og eigendur þess greiða eftirstöðvar alls hagnaðarins út úr félaginu í fonni arðs verður söluhagnaður- inn sem var óskattskyldur i félag- inu skattskyldur hjá eigendum í 10% skattþrepi. Óskattskyldur söluhagnaður einstaklingsrekstr- arins verður hins vegar aldrei skattskyldur. Hafi búreksturinn verið færður yfir í einkahluta- félag fyrir sölu verða heimildir til frestunar skattlagningar á sölu- hagnað mun minni og jafnvel engar Erfitt er að alhæfa nokkuð um hvaða leið hentar best eða skili hag- kvæmustu niðurstöðu fyrir seljend- ur. Það fer í raun allt eftir aðstæðum hveiju sinni, hver samsetning eign- anna er, hver söluhagnaðurinn er og hvemig hann skiptist á milli fymanlegra og ófymanlegra eigna. Einnig skiptir vemlegu máli hvað seljendur hyggjast taka sér fyrir hendur þegar búrekstri hefur verið hætt. Ætla þeir að setjast í helgan stein eða em þeir tilbúnir að stunda atvinnurekstur að einhverju tagi áfram? Ennfremur þarf að hafa í huga hvort þörf er fyrir kaup á íbúðarhúsnæði. Hvar ætlar fólk að búa þegar jörðin hefur verið seld? Sumir eiga þann kost að halda íbúðarhúsnæði fyrir utan söluna og geta því búið áfram á jörðinni. Aðr- ir flytja burt og kaupa nýtt húsnæði. Nauðsynlegt er að velta spuming- um af þessu tagi fyrir sér áður en rekstrinum er breytt yfir í einka- hlutafélag, sérstaklega ef tilgangur- inn er fyrst og fremst að lágmarka skatta við sölu rekstrarins. Heimildaskrá Alþingi. (e.d). Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, lögum nr. 83/1989, um Þjóöarbókhlöðu og end- urbœtur menningarbygginga, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, lög- um nr. 45/1987, um staðgreiðslu opin- berra gjalda, lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, og lögum nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum. Sótt 8. mars 2004 af http://www.alt- hingi.is/altext/127/s/0114.html Ásmundur G. Vilhjálmsson. (2003). Skattur á fyrirtœki. Reykjavík: Skatt- vís slf. Lög um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 Ríkisskattstjóri. (11. janúar 2001). Akvarðandi bréf ríkisskattstjóra: Sala hlutabréfa á árinu 2000. Hagnaður skattleggst allur í 10% skattþrepi. Sótt 4. apríl 2004 af: http://www.rsk.is/birta_sidu.asp7vefs- lod=/akvardandi_bref/akvard- andi_bref_tsk_2001_001 ,asp&val= 11.0 Skattframtal einstaklinga 2004: Leiðbeiningar og dcemi. (2004). Rík- isskattstjóri. Greinin er kafli úr lokaritgerð höfundar til kandídatsprófs í við- skiptafrœði við Háskóla Islands vorið 2004. Freyr 10/2004 - 41 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.