Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2004, Page 51

Freyr - 01.12.2004, Page 51
5,0 7,5 10,0 12,5 15,0 17,5 20,0 22,5 25,0 Fóöurát kg þe./dag Mynd 2. Dæmi um útreikning á orku (FEm i kg þe.) við mismunandi fóðurát samkvæmt nýju fóðurmatsaðferðinni. inu standa, eiga nú þegar gríðar- legt magn af efnagreininganiður- stöðum fyrir flestar fóðurtegundir sem notaðar eru í dag. Þær verða nýttar sem grunnur að samnor- rænum fóðurtöflum sem verða að- gengilegar á netinu. Aðferðir við fóðurefnagreiningar verða sam- ræmdar milli landanna og komið verður á „hringmælingum” fóður- sýna milli efhagreiningastofa til að bera saman mælinganiðurstöð- ur og leiðrétta aðferðir ef með þarf. Orku- og próteingildi í FÓÐRINU Einingamar fyrir orku (FEm) og prótein (AAT/PBV) verða not- aðar áfram en í nýja NorFor kerf- inu metnar og reiknaðar út á ann- an og nákvæmari hátt. Þetta mun t. d. valda því að tiltekið fóður inniheldur ekki lengur fast orku- og próteingildi, eins og í núver- andi fóðurmatskerfí. A myndum 2. og 3. em sýnd dæmi um út- reikning á orku (FEm) og próteini (AAT) samkvæmt nýju fóður- matsaðferðinni og einnig núver- andi kerfí. Fóðurgildið mun breytast í samræmi við fóðurmagn sem skepnan étur hverju sinni og hvernig fóðurskammturinn er samsettur. Staða á mjólkurskeiði og afurðamagn hefur einnig áhrif á reiknað innihald fóðursins af orku og próteini vegna mismun- andi fóðurumsetningar gegnum gripina og ólíks hlutfalls milli gróffóðurs og kjarnfóðurs. Nýja fóðurmatsaðferðin tekur einnig tillit til minnkandi nýtingar nær- ingarefni samfara aukinni fóur- umsetningu og auknum flæði- hraða fóðursins gegnum melt- ingarveg gripina. Að öllu sam- anlögðu mun nýja fóðurmats- kerfíð geta sagt nákvæmar til um hver áhrifín af tilteknum fóður- skammti verða á framleiðslu- magn, efnasamsetningu mjólkur og holdsöfnun. VERKFÆRI - HUGBÚNAÐUR. Hluti af þróun nýja kerfísins er gerð hugbúnaðar til útreiknings, - fóðuráætlanagerðar skv. nýja kerfínu og til bestunar á fóðri m.t.t. þess að mæta þörfum gripsins fyrir einstök næringar- efni og til lágmörkunar fóður- kostnaðar. Stefnt er að því að hefja hagnýta notkun á NorFor-kerfínu frá og með haustinu 2005. Innleiðing kerfísins hér á landi mun væntanlega geta hafíst þá að einhverju marki. Til þess að svo geti orðið mun umfangsmikið námskeiðahald, kennsla og þjálf- un þurfa að fara fram bæði fyrir ráðunauta, kennara, bændur og sérfræðinga hjá kjarnfóðursölu- fyrirtækjum. Mynd 3. Dæmi um útreikning á proteini (g AAT i kg þe.) við mismunandi fóðurát samkvæmt nýju fóðurmatsaðferðinni. Freyr 10/2004 -51 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.