Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 38
Tafla 3. Til ráðstöfunar til eigenda einstaklingsrekstrar- ins, þús. kr.
Til ráðstöfunar
Söluverð 67.075
Skattskyldur söluhagnaður:
-ófyrnanlegra eigna 20.398
-fyrnanlegra eigna 17.727
Skattskyldur söluhagnaður alls 38.125
Tekjuskattur (38,54%) -14.693
Hátekjuskattur (5%) -1.497
Skattur alls -16.190
Til ráðstöfunar til eigenda 50.885
1,5 millj. kr. að því gefnu að hagn-
aðurinn skiptist á milli tveggja
einstaklinga. Söluverð að frá-
dregnum sköttum gefa því eigend-
um einstaklingsrekstrarins kr.
50,8 millj. í aðra hönd.
Söluhagnaður af íbúðar-
húsnæði er ekki skatt-
skyldur hafi seljandi átt
það lengur en í tvö ár.
Þetta hefur það í för með
sér að ef seljendur
bújarða festa kaup á
íbúðarhúsnæði og búa
þar í a.m.k. tvö ár eftir
kaupdag fellur skatt-
lagning á söluhagnað af
bújörðinni, ófyrnanlegum
náttúruauðæfum og
framleiðslurétti niður
2.1 Frestunarmöguleikar
Bændur, sem selja bújarðir sín-
ar, hafa umtalsverða möguleika til
frestunar skattlagningar á sölu-
hagnað. I skattalögum er sér-
ákvæði um frestun skattlagningar
á söluhagnað af landi bújarða og
ófyrnanlegum náttúruauðæfum.
Akvæðið gildir einnig um sölu-
hagnað mjólkurkvótans. í lögun-
um segir að skattaaðili geti farið
fram á frestun skattlagningar sölu-
hagnaðar af þessum eignum um
tvenn áramót, enda afli hann sér
sams konar eignar, (þ.e. bújarðar)
eða íbúðarhúsnæðis til eigin nota
innan þess tíma. Söluhagnaður
þessara eigna gengur til lækkunar
á stofnverði hinnar nýju eignar. Sé
kaupverð nýrrar eignar lægra en
söluhagnaðurinn telst mismunur-
inn til skattskyldra tekna.
Tvö skilyrði þarf að uppfylla
svo að meðferð söluhagnaðarins
með þessum hætti verði heimil
skv. lögum. í fyrsta lagi þarf selj-
andinn að hafa stundað búrekstur
á jörðinni sem hann seldi og hafa
haft reksturinn sem aðalstarf í
a.m.k. fímm ár á síðustu átta árum
fyrir söludag. í öðru lagi þarf hann
að stunda búrekstur á nýrri jörð
sem hann kaupir i staðinn í a.m.k.
tvö ár frá kaupdegi eða búa í íbúð-
arhúsnæðinu i sama tíma. í skatta-
lögum kemur fram að söluhagn-
aður af íbúðarhúsnæði er ekki
skattskyldur hafi seljandi átt það
lengur en í tvö ár. Þetta hefúr það
í för með sér að ef seljendur bú-
jarða festa kaup á íbúðarhúsnæði
og búa þar í a.m.k. tvö ár eftir
kaupdag fellur skattlagning á
söluhagnað af bújörðinni, ófym-
anlegum náttúruauðæfum og
framleiðslurétti niður. Þannig hafa
bændur möguleika á að selja eign-
imar án skattlagningar.
Bændur hafa eins og aðrir
rekstraraðilar heimild til að fresta
skattlagningu á söluhagnað af
fyrnanlegum eignum um tvenn
áramót. Skattaðilar eiga þess kost
að festa kaup á eignum sem heim-
ilt er að fyma og færa söluhagnað-
inn til lækkunar á stofnverði hinn-
ar keyptu eignar. Skattlagningin
kemur til framkvæmdar við sölu
nýju eignarinnar nema önnur eign
verði keypt í staðinn. Þá frestast
skattlagningin enn frekar.
Þeir sem selja búrekstur í formi
einstaklingsrekstrar geta hugsan-
lega frestað skattlagningu alls
söluhagnaðarins. í dæminu að
framan nemur söluhagnaður af
ófymanlegum eignum um kr. 20,3
millj. en skattlagningu á þann
hluta geta eigendur frestað með
kaupum á veglegu íbúðarhúsnæði.
Tveimur ámm eftir kaupin geta
þeir selt íbúðarhúsnæðið og þarf
þá aldrei að greiða skatt af sölu-
hagnaðinum. Einnig er unnt að
koma söluhagnaði af fymanlegu
eignunum haganlega fyrir í langan
tíma. Sá hluti söluhagnaðarins
nemur kr. 17,7 millj. Eina skilyrð-
ið er að bændumir kaupi fyman-
lega eign innan þriggja áramóta
frá sölu eignanna. Þeir geta t.d.
keypt atvinnuhúsnæði af ein-
hverju tagi, leigt það út og haft af
þvi tekjur. Þegar upp er staðið
geta bændumir hugsanlega kom-
ist hjá skattlagningu vegna sölu
bújarðarinnar til æviloka.
3. Einkahlutafélagið selt
Tvær leiðir koma til greina við
sölu búrekstrar í einkahlutafélagi.
Annar kosturinn er að selja hlut-
| 38-Freyr 10/2004