Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 27
Mynd 2. Dæmi um mjólkurlínurit hjá þremur kúm á sama búi.
Mjólkurlínurit einstakra gripa
geta gefið verðmætar upplýsingar
um það hvemig gripimir standa
sig og ekki síður hvað þurfi að
varast í fóðrinu á næsta mjólkur-
skeiði. Þau geta einnig afhjúpað
veikleika í fóðmn kúnna á tiltekn-
um tímum mjaltaskeiðins.
Allt eftir þróun afurða og gróf-
fóðurforða getum við nú farið að
huga að breytingum í gróffóður-
vali, gerist þess þörf. Ut frá fóðr-
unarhagkvæmni er mikilvægt að
enduruppbygging líkamsforða
kýrinnar verði af gróffóðri á með-
an kýrin mjólkar.
FÓÐRUN Á SÍÐMJÓLKURSKEIÐI
(201.- 305. dagur)
Á þessu skeiði er framleiðsla
tímabilsins komin það langt að
litlu verður um breytt.
Hvernig tókst til á fram-
leiðsluárinu?
Nú er mikilvægt að horfa fram
og huga að undirbúningi næsta
burðar og eins og gjaman er regla
í allri gæðastýringu að horfa til
baka, meta árangur liðins fram-
leiðslutíma og breyta á annan hátt
ef okkur sýnist að gera þurfi
breytingar.
Samantekt og nokkur
ÁHERSLUATRIÐI
1. Réttur undirbúningur kúnna
síðustu vikumar fýrir burð og
markviss aðlögun fóðmnar að
breytingum í næringarþörfúm
og þurrefnisáti em lykilatriði í
því að ná miklum afurðum út úr
hverjum grip og minnka líkur á
efnaskiptaröskun og áföllum.
2. Á miðju mjólkurskeiðinu,
u.þ.b. 150 dögum eftir burð, er
skynsamlegt að meta hold kúnna
og hefja þá ef þarf aðlögun að
réttu holdafari í upphafi geld-
stöðunnar. Sé kýrin of feit í byij-
un geldstöðu er skaðinn skeður
og of seint að bregðast við.
3. Flestar rannsóknir benda til
þess að heppilegast sé að fóðra
kýmar þannig í geldstöðunni
að þær haldi jöfnum holdum
fram að burði. Fóðurþörfm á
því að miða við að mæta við-
haldsþörföm og fósturþroska.
4. Kringum burðinn er kýrin við-
kvæm og þarfnast eftirlits, at-
hygli og nákæmrar ummönn-
unar. Hún fetar efnaskiptalegt
einstigi þar sem áhrif hugsan-
legs misgengis koma ekki allt-
af strax í ljós. Til forvama er
rétt að skoða; - Hvemig hefur
henni vegnað við fýrir burði? -
Er liklegt að eitthvað kunni nú
að fara úrskeiðis?
5. Eitt mikilvægasta atriðið er; - að
líta eftir því hvemig og hve mik-
ið kýrin étur. Það er ekki nóg að
hafa tilfinningu fyrir því, - það
þarf einfaldlega að mæla það.
6. Margvísleg hjálparefni em á
markaði og önnur sem auðvelt er
að nálgast sem geta komió að
gagni við að hjálpa kúnni yfir erf-
iðasta hjallann fyrst eftir burð
þegar henni reynist torvelt að
fullnægja næringarþörf í gegnum
fóðumpptökuna (s. s. súrdoða-
skammtar, própýlen glykól
(glyseról), hunang o.fl.) Þessi
efhi hafa öll þann tilgang að örva
starfsemi vambarörveranna.
7. Kjamfóðurgjöfin og hve hratt
hún er aukin fyrst eftir burðinn
skiptir miklu máli. Eðlileg við-
miðun er að um burð fái kýrin
nálægt þriðjung þess magns á
dag sem ætla má að hún fái af
kjarnfóðri þegar nytin er í
toppi. Vel undirbúin kýr þolir
hraðari aukningu kjamfóðurs
eftir burð en sú sem ekki hefur
fengið góðan undirbúning. Ef
það er ætlunin að nýta eðlis-
læga afurðagetu kúnna er æski-
legt að miða dagsgjöfina af
kjamfóðri við gróffóðurgæði,
gróffóðurát og dagsnyt.
8. Það em meiri líkur á því að út-
gjöld vegna kjarnfóðursins,
sem gefið er fýrstu mánuðina
eftir burðinn, skili sér til baka í
auknu afurðaverðmæti heldur
en þegar því er kastað fyrir
gripi í lágri dagsnyt (10-14 kg)
á síðari hluta mjólkurskeiðsins.
Heildaráhrif kjarnfóðursins á
mjaltaskeiðsafurðirnar verða
einnig meiri.
Freyr 10/2004-27 |