Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 30
leiðslan tekur mjög mið af beitar- tímanum og er því árstíðabundin. Einkum á þetta við í mjólkinni og má best sjá á dreifingu burðar kúnna, sjá töflu 1. Þarna sést glöggt hve mikill meirihluti kúnna ber á vorin og snemmsumars en á fjögurra mán- aða tímabili eiga 70% burða sér stað. Markmiðið er líka að nýta beitartímabilið sem best til fram- leiðslu og þannig er mestöll mjólk á Irlandi sumannjólk og flestum holdagripum er slátrað seinni hluta ársins þó svo að það hafí heldur jafnast hin síðari, vegna m.a. greiðslna frá ESB. Innvigtun mjólkur sveiflast mjög yfír árið og nær hámarki í maí en fellur svo og er í lágmarki í jan/feb (mynd 1). Á myndinni má einnig sjá mikinn breytileika í efnainnihaldi mjólkurinnar eftir mánuðum þar sem t.d. prótein- hlutfallið sveiflast frá 3,15% upp í um 3,75%. Þetta veldur írskum mjólkuriðnaði verulegum vand- kvæðum við vinnslu mjólkurinn- ar og ostagerð sem er eins og áð- ur var nefnt miklvæg fyrir út- flutning ntjólkurvara. Vandamál- in liggja einkum í því að eigin- leikar mjólkurinnar breytast mjög eftir árstímum. Þannig verður mjólkin lakari til ostagerðar er líða fer á mjólkurskeið kúnna sem lýsir sér í að ysting gengur hægar (minna kasein) og osturinn verður ekki eins þéttur (stífur) í sér. Þá eru mjólkurgæðin einnig vanda- mál er nytin minnkar þar sem frumutalan hækkar. Ennfremur veldur þetta mjólkuriðnaðinum kostnaðarauka vegna þess um- frammagns sem framleitt er á sumrin og þurrka þarf í mjólkur- duft til nota síðar. Auk þessa ligg- ur verulegur veikleiki í því fyrir írskan mjólkuriðnað hversu lágt hlutfall af framleiðslunni fer í fersk- eða dagvörur, þ.e. neyslu- mjólk, jógúrt o.þ.h. Beit og vetrarfódrun Á Irlandi er rnikil áhersla lögð á að nýta beitina sem allra best til mjólkurframleiðslu og halda kostnaði í lágmarki, eins og áður sagði. Bændur eru því ágætlega skipulagðir við beitarstjórnun og nota gjaman hólfa- eða skipti- beit. Beitartíminn hefst snemma og er jafnvel byrjað að sýna kún- um út í janúar. Aðalbeitartíminn er þó frá seinnihluta febrúar og fram yfír miðjan nóvember. Að- algrastegund er vallarrýgresi (Lolium perenne) en það er eins og kunnugt er ákaflega uppskeru- mikið og beitarþolið. Eitthvað er um að hvít- eða rauðsmári sé not- aður í tún. Meirihluti heyfengs er verkaður í vothey í flatgryijum eða útistæð- um. Aðaláhersla er lögð á að halda meltanleika sem hæstum og er heyskapur nánast alveg í höndum verktaka. Margir nota heilfóður yfír vetrartimann, bæði fyrir holdagripi og mjólkurkýr. Bygg- ingar eru fremur einfaldar að gerð og myndu fjósin sennilega fremur flokkast undir skýli hérlendis. Oftast er um að ræða óeingraðar byggingar sem eru opnar á einni hliðinni sem snýr þá undan ríkj- andi rigningarátt. Tilraunastöðin í Moorepark Teagasc, stofnun sem rekur rannsókna-, kennslu- og ráðgjaf- arstarfsemi í írskum landbúnaði, rekur feikimikla tilraunastöð í nautgriparækt í Moorepark í Cork-héraði á Suður-írlandi. Þar eru yfír 600 kýr á einum fimm kúabúum sem samtals ná yfír 320 ha. lands. I ferðinni fékk hópurinn góða innsýn í áhersluatriði í til- raununt siðustu ára og verður hér á eftir stiklað á stóru þar um. Samspil beitar, afurða, FRJÓSEMI KÚNNA OG ENDINGAR ÞEIRRA Eins og fram hefur komið þá byggir mjólkurframleiðslan á Ir- landi á því að framleiða mjólk af grasi og þá iyrst og fremst beit. Eitt af þeim rannsóknarsviðum, sem hin síðari ár hafa verið mikið í brennidepli á Moorepark, eru '2 Q. O) o 2 - Innvigtun % - Fitu% - Prót.% Mynd 1. Innvigtun eftir mánuðum og breytingar á fitu- og próteinhlutfalli. | 30-Freyr 10/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.