Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 29
félög bænda líkt og gengur og
gerist hérlendis og víðast í hinum
vestræna heimi utan Bandaríkj-
anna. Stærst þeirra er Glanbia plc.
með um 30% mjólkurkvótans inn-
an sinna vébanda en síðan koma
Dairygold Coop (17%) og Kerry
Group plc. (16%). Önnur mjólk-
ursamlög eru minni en samtals eru
þau 16 talsins. Að sjálfsögðu reka
þessi mjólkursamlög öll fleiri en
eitt mjólkurbú hvert og eru dæmi
um tvö eða fleiri mjólkurbú í ein-
um og sama bænum.
Um 80% allra mjólkurafurða
eru fluttar út og eru helstu við-
skiptalöndin Bretland (29%), önn-
ur lönd ESB (30%), þriðja heims
lönd (34%) og Bandaríkin (7%).
Alls er framleiðsluverðmæti
mjólkurinnar um 130-140 millj-
arðar ISK en hlutur hennar í heild-
arbúvöruframleiðslu írlands er um
35% miðað við framleiðsluverð-
mæti og þar vega ostar og smjör
þyngst. Þetta er mun hærra hlut-
fall en i öðrum löndum ESB.
Nautakjötsframleiðslan -
UMFANG OG VÆGI
Það er mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að þegar talað er
um nautgriparækt í írlandi er hlut-
ur nautakjötsframleiðslunnar mun
meiri en gerist og gengur annars
staðar í Evrópu. Þannig vegur
nautakjötsframleiðslan um þriðj-
ung af allri búvöruframleiðslu Ira
en í löndum eins og Bretlandi,
Frakklandi og Hollandi nær
nautakjötið ekki nema 17-24%
hlutdeild. Af framansögðu sést
glöggt að nautgriparækt hefur
meira vægi innan írsks landbún-
aðar en hún hefur annars staðar í
ESB.
Alls framleiddu Irar 583 þús.
tonn af nautakjöti árið 2003 og
þar af fóru 499 þús. tonn til út-
flutnings, eða 86% framleiðslunn-
ar, að verðmæti um 101 milljarðar
ISK. Mest er flutt til Bretlands eða
Kýr á beit hjá Tim O 'Leary kúabónda í Cork-héraði. (Ljósm. Sveinn Sigur-
mundsson).
yfír helmingur alls útflutts nauta-
kjöts. Aðrir mikilvægir markaðir
eru önnur ESB lönd og svo Rúss-
land en þangað fara um 15% alls
útflutts nautakjöts.
Eitthvert stærsta vandamál
írskrar nautakjötsframleiðslu ligg-
ur í fremur slöku vaxtarlagi gripa
og þar með kjötmati og tiltölulega
léttum gripum. Þannig fara yfir
80% gripa í R og O og fallþungi
uxa og nauta er ekki nema um 330
kg. Þetta er í lakara lagi þegar haft
er í huga að yfir 70% gripanna eru
Charolais- og Limousin-blending-
ar en aftur eru mæður þeirra í
langflestum tilvikum Holstein-
Friesian holdablcndingar. Vegna
þessa hefur áhugi á hinum gamla
Friesian kústofni vaxið en kýr af
þeim stofni eru holdmeiri en hinar
bandarísk ættuðu Holstein-Friesi-
an mjólkurkýr. Að þessu verður
vikið nánar síðar í greininni.
Áhrif ESB á írska
NAUTGRIPARÆKT
írar gengu í ESB 1973 og hafa á
þeim rúmum þijátíu árum, sem þeir
hafa verið aðilar að ESB, notið
verulegra styrkja og niðurgreiðslna
úr sameiginlegum sjóðum þess.
Aðildin veitti írskum bændum
einnig aðgang að stærri og betri
mörkuðum en heimamarkaði, auk
þess sem þeir hafa notið mikilla út-
flutningsbóta. Fyrir írska naut-
griparækt, eins og reyndar írskan
landbúnað í heild, er engin spum-
ing að ESB aðildin hefúr stækkað
markaðssvæðið verulega, auk þess
sem aíúrðaverð hækkaði frá því
sem áður var. I gegnum tíðna hafa
Irar notið, auk hefðbundinna land-
búnaðarstyrkja, ýmissa dreifbýlis-
styrkja frá ESB en Irland var á sín-
um tíma eitt vanþróaðasta land
Vestur-Evrópu. Þá segja Irar sjálfir
að menntunarstig bænda hafi batn-
að mjög eftir inngöngu í að ESB en
áður fyrr hafi írskir bændur verið
frekar sérsinna og lítt gefúir fyrir
tækninýjungar og nýsköpun. í dag
er öldin önnur og írskir bændur
hafa stækkað búin verulega, tekið
tæknina í sína þjónustu og æ fleiri
sækja sér framhaldsmenntun af ein-
hverju tagi.
Framleiðslan er
ÁRSTÍÐABUNDIN
Mjólkur- og nautakjötsfram-
Freyr 10/2004 - 29 |