Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Síða 8

Freyr - 01.12.2004, Síða 8
I hluta hlöðunnar var komió fyrir 25 átbásum. Arnar og Ásta eru sammála um aó breytingarnar á fjósinu hafi skilað því sem til var ætlast - og rúmlega það. Mynd: Óskar Þór Halldórsson. ur voru tjögur mjaltatæki í mjalta- básnum, en nú eru þau átta með aftökurum. Þetta er mikil og góð breyting, mjaltirnar taka mun styttri tíma en áöur og eru léttari,“ segir Arnar. VlDAMIKIL EN HAGKVÆM AÐGERÐ „Við hófum breytingar á tjósinu í fyrra, þ.e. við hjónin og vinnu- maðurinn okkar, Þórir Níelsson, og við unnum þetta meira og minna allt sjálf. Reyndar fengum við rafvirkja og múrara í nokkra daga, en annað unnum við að stærstum hluta sjálf með hjálp ættingja og vina. Tæknifræði- menntunin nýttist mér ágætlega við alla útreikninga! Við fórum þá leið að taka helming af hlöðunni við íjósið og einangra þakið og setja á það mænisglugga. 1 þetta rými settum við átbása þar sem 25 kýr komast að í einu. Reglan seg- ir að þessi aðstaða sé fyrir sem svarar 75 kúa fjós. I ijósinu eru nú 65 legubásar. Við erum mjög sátt við útkomuna. Umhirðan er á alla lund mun léttari en áður, t.d. gef- um við kúnum núna tvisvar í viku, sem léttir störfín verulega, og mér fmnst kýmar vera rólegri og skap- betri,“ segir Arnar. Eitt af því sem Amar og Asta veltu mjög fyrir sér var að taka inn svokallaðan róbót við mjalt- imar. Niðurstaðan var þó sú að taka ekki þessa tækni inn í Hrana- staðafjósið að svo komnu máli. „Við höfum hins vegar ekki ýtt ró- bót algjörlega út af borðinu. En fyrst ætlum við að grynnka á skuldunum," segir Arnar og Asta nefnir að æskilegt sé að meiri reynsla fáist af þessari nýju tækni í hérlendri mjólkurframleiðslu. „Við miðuðum breytingamar á fjósinu við að geta á síðari stigum tekið inn róbót ef við teldum það skynsamlegt. En ég get sagt að sem stendur er hann ekki efst á óskalistanum, efst á þeim lista er að auka við kvótann,“ segir Asta. Tölvan og skýrsluhaldið Skýrsluhaldið keyrir Hrana- staðabúið í gegnum tölvuforritið „Iskýr“. „Þetta kerfi heldur vel ut- an um allar okkar kýr, t.d. burð, sæðingar og gangmál. Einnig höf- um við annað kerfi fyrir okkur sem veitir upplýsingar um m.a. ættemi,“ segir Amar. Tölvuvæðingin er sem sagt alls- ráðandi, eins og vera ber á stóm mjólkurframleiðslubúi. „Þar að auki fæmm við sjálf okkar bók- hald, sem ég tel að sé algjört lyk- ilatriði í að hafa góða sýn á fjár- málin frá degi til dags. Við veltum oft ýmsum liðum fyrir okkur í búrekstrinum út frá þeim tölum sem við höfum fyrir framan okkur i bókhaldinu. Við höfum lika tek- ið þátt í rekstrarverkefni á Bú- garði, sem heitir „Ráðhildur“. Þar bemm við okkur saman við með- altöl ýmissa rekstrarstærða hér á svæðinu. Þetta er mjög gagnlegt því að þama getur maður séð hvort einhver frávik em miðað við önnur bú og hvort maður er þá hugsanlega að gera eitthvað vit- laust í sínum rekstri. I þessu verk- efni hefúr t.d. komið í ljós að þau bú, sem kaupa þjónustu af verk- tökum varðandi heyskapinn, em með síst meiri kostnað við fóður- öflun en bú sem gera það ekki,“ segir Amar. Komræktin hefur sótt mjög í sig veðrið i Eyjafirði, eins og raunar um allt land. A Hranastöðum hafa tilraunir með komrækt gefið góða raun. Arið 2003 var komi sáð í um tvo hektara, en rúmlega fimm hektara í suntar. Amar segir að komræktin lofi góðu, komið veiti aukna fjölbreytni í fóðmn kúnna og auki nytina í kúnum. „Við blautverkum komið í sým og fyr- ir vikið verður það mun lystugara en þurrt bygg,“ segir Amar. Hug- myndin er að hafa tvo kjamfóður- bása í fjósinu, annan fyrir komið og hinn fyrir kjamfóðrið. | 8 - Freyr 10/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.