Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 34
stein og því að uppruna írsk-bresk
Friesian naut. Ljóst er að naut af
þessum ræktunarlínum keppa að
engu leyti við Holstein-blönduðu
nautin um afkastagetu, enda var
kynbótamat flestra reyndu naut-
anna neikvætt fyrir afitrðamagn.
Eins og að fram hefur komið þá
liggja kostir þessarar ræktunarlínu
hins vegar i góðri frjósemi og end-
ingu kúnna og kjöteiginleikar eru
mun betri en hjá Holstein blönd-
uðum gripum, en eins og áður
sagði er stór hluti kálfa, sem fæð-
ist undan mjólkurkúnum, grunnur
að gripum til kjötframleiðslu.
Nautin af mjólkurkúastofni eru
ekki í hraðri endumýjun á stöðinni
vegna þess að árlega em aðeins ör-
fá naut afkvæmaprófúð.
Talsverður hluti sæðisins, sem
stöðin framleiðir, fer á erlendan
markað og er sæði einkum flutt til
Englands, Astralíu og Chile.
Verulegur hluti af nautastofni
stöðvarinnar eru hins vegar holda-
naut. Þar voru naut af um tugi
holdanautakynja og sérstaklega
voru þar voldug naut af Charolais
og Bláum belgískum. Mikið af
þessum holdanautum em fenginn
af uppeldisstöðvum á meginland-
Molar
Arla selur smjör frá
Nýja-Sjálandi í Dan-
MÖRKU
Dansk-sænska mjólkurfyrir-
tækið Arla-Foods, sem er sam-
vinnufélag danskra og sænskra
kúabænda, annast dreifingu og
sölu á nýsjálensku smjöri í Dan-
mörku. Með sölu á því smjöri,
sem ber vörumerkið Green Lea,
vill Arla Fodds ná hluta af mark-
aði fyrir innflutt smjör í Dan-
mörku, en ódýrt erlent smjör
hefur 20% af smjörmarkaðnum í
Danmörku. Þrátt fyrir langan
inu og á þessari sæðingastöð
höfðu staðið sum af toppnautum
síðustu ára í heiminum á meðal
holdanauta, einkum úr hópi Char-
olais-nautanna.
írskar nautgripakynbætur með
mjólkurkýr hafa aldrei verið tald-
ar standa á sterkum grunni í sam-
anburði við önnur lönd í Vestur-
Evrópu. Umfang í skýrsluhaldi
hefur verið litið í samanburði við
flest þessi lönd og þar af leiðandi
hafa afkvæmarannsóknir nauta
lengst af staðið þar á fremur veik-
um grunni. Mikið er byggt á inn-
flutningi kynbótagripa og tölur,
sem þeir hafa birt um ræktunar-
framfarir í mjólkurkúm, sýna að
þær eru minni en í flestum nálæg-
um löndum en hafa að vísu aukist
verulega á síðustu árum. Greini-
legt er að írskir bændur í naut-
gripa- og sauðfjárrækt eru mun
minna uppteknir af hugsun um
ræktunarárangur í búfjárrækt en
stéttarbræður þeirra í nálægum
löndum. Þetta birtist okkur í ótrú-
legu samsafni blendingsgripa í
framleiðslu, hvort sem um var að
ræða holdanaut eða sauðfé, sem
menn höfðu mjög takmarkaðar
upplýsingar um hvemig væri til
flutning er Green Lea ódýrara í
Danmörku heldur en Lurpak
smjör frá Arla-Foods.
Green Lea er framleitt af
stærsta mjólkurfyrirtæki Nýja-
Sjálands, Fonterra, en það og
Arla Foods eiga með sér sam-
starf sem m.a. felst í því að Arla-
Foods pakkar 26 þúsund tonn-
um af smjöri árlega í neytenda-
umbúðir fyrir Fonterra í pökkun-
arfyrirtæki sínu í bænum Varde
á Jótlandi, sem siðan fer á
markað i Bretlandi.
(Bondebladet nr. 34/2004).
orðnir þar sem skipulag virtist
ekki vera í ræktuninni.
I mjólkurkúastofninum voru um
miðja síðustu öld áberandi eldri
þekkt bresk kyn eins og Stutthym-
ingar, sem nú eru nær horfnir. Þá
var írska Kerry-kynið þekkt og
talsvert útbreitt en það mun nú
nánast vera í algerri útrýmingar-
hættu. Svartskjöldóttu kúnum
fjölgaði jafn og þétt og voru þær
lengi af breskum upprana, en þeg-
ar flóðbylgja innflutnings á Hol-
stein-gripum frá Bandaríkjunum
skall á á sjöunda áratugnum náði
hún einnig til Irlands. I dag er
vemleg notkun á innfluttu sæði.
Okkur var sagt á sæðingastöðinni
að hann næmi um 20% sæðisnotk-
unar í landinu og kemur í dag
mest frá Hollandi, Þýskalandi og
Frakklandi.
Að lokum
Irar standa frammi fyrir miklum
breytingum á komandi ámm með
auknu frelsi í viðskipmm landa á
milli með landbúnaðarvörur. í
heimsókninni mátti vel greina
nokkrar áhyggjur bænda yfir
þessu en írskur landbúnaður þarf
enn að auka samkeppnisfæmi sína
eins og staðan er í dag þar sem bú-
in em lítil. Styrkur þeirra liggur í
litlum tilkostnaði við framleiðsl-
una. Það verður spennandi að sjá
hver þróunin verður í kjölfar
breytinga á styrkjakerfinu en í því
má segja að liggi hvati til þess að
auka afurðir kúnna, efla kynbætur
og bæta kjötgæði. Fram til þessa
hafa styrkimir fremur verið tengd-
ir fjölda búíjár sem í raun hefur
dregið úr hagkvæmni framleiðsl-
unnar. Þá em margar tilraunir í
gangi, eins og minnst var á, sem
gætu skilað niðurstöðum sem
leiða til ákveðinna breytinga í
framleiðsluferlinu og þannig ýtt
undir hagræðingu. Það verður því
fróðlegt að sjá hvemig írskum
bændum vegnar á komandi árum.
| 34 - Freyr 10/2004