Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2004, Qupperneq 36

Freyr - 01.12.2004, Qupperneq 36
Tafla 1. Fasteignamat, bókfært verð og söluverð eigna í árslok 2002, í þús. kr. Tegund eignar Fasteiqnamat Bókfært verð Söluverð Land 235 235 441 Laxá 2.021 2.021 3.796 Ræktað land 1.973 939 3.706 Byggingar 8.017 2.141 15.057 5.336 23.000 Bústofn - 2.902 2.902 Vélar og tæki - 1.629 3.673 Mjólkurkvóti (141 þús Itr.) - 0 35.250 Mjólkurkvóti (9 þús Itr.) - 1.508 2.250 Heildarsöluverð 11.376 67.075 um er hlutafélagi óheimilt að veita lán til að ijármagna kaup á hlutum í félaginu og því verður lánum ekki komið inn í hið keypta félag nema með öðrum leiðum. í skattalögum er sérákvæði um frestun skattlagningar á söluhagn- að af landi bújarða og ófyrnanleg- um náttúruauðæfum. Akvæðið gerir bændum, er selja jarðir sínar ásamt ófyrnanlegum eignum, þ.m.t. mjólkurkvóta og greiðslu- marki, kleift að fresta skattlagn- ingu á umtalsverðan hluta sölu- hagnaðarins. Umrætt ákvæði gerir það sérstaklega áhugavert að skoða hvort og þá hvaða munur getur verið fólginn í þvi að selja búrekstur sem rekinn er í einstak- lingsrekstri og hins vegar í einka- hlutafélagi. I þessum þætti verður fjallað um sölu búrekstrar í rekstr- arformunum tveimur og skoðað hvaða þýðingu hún hefúr í skatta- legu tilliti. Möguleikar til frestun- ar skattlagningar á söluhagnað eru mismunandi eftir þvi hvemig sal- an fer fram og verður ijallað um það samhliða. Síðar verður vikið að því hvemig kaupin koma þeim fyrir sjónir sem hyggjast fjárfesta í búrekstri. 1. Forsendur Til að gera sér betur grein fyrir hvaða þýðingu það hefur fyrir bændur að selja búreksturinn í mismunandi rekstrarformi er gott að hafa tölulegt dæmi til skýring- ar. Upplýsingar um rekstur og efnahag kúabús, sem rekið er í einkahlutafélagi, em fengnar úr skattframtali vegna rekstrarársins 2002. í lok árs 2002 voru í eigu félagsins 30 mjólkurkýr ásamt 24 geldneytum, kvígum og kálfum. Mjólkurkvóti nemur 150 þúsund lítrum sem að mestu leyti er frá því úthlutun mjólkurkvótans átti í skattalögum er sér- ákvæði um frestun skatt- lagningar á söluhagnað af landi bújarða og ófyrn- anlegum náttúruauðæf- um. Akvæðið gerir bænd- um, er selja jarðir sínar ásamt ófyrnanlegum eignum, þ.m.t. mjólkur- kvóta og greiðslumarki, kleift að fresta skattlagn- ingu á umtalsverðan hluta söluhagnaðarins sér stað. Úthlutaður kvóti kemur ekki fram í efnahagsreikningi enda er stofnverð hans núll. Um 9 þúsund lítra viðbótarkvóti var keyptur árið 2002. Á jörðinni eru fjósbyggingar, hlöður og véla- geymsla sem nokkuð eru komnar til ára sinna en vel við haldið. Ræktað land er um 53 ha. Vélar og tæki til heyskapar eru fyrir hendi. Jörðinni fylgja laxveiði- hlunnindi og er fasteignamat ár- innar ríflega kr. 2 millj. Engar skuldir eru áhvílandi. Nú hyggjast eigendur félagsins bregða búi og vilja því selja félagið eða eignir þess. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasölunni Fasteignamið- stöðinni er algengt verð bújarða án lausafjár, bústofns og hlunn- inda á bilinu 20 - 30 millj. kr. allt eftir stærð, staðsetningu og land- gæðum. Þegar söluverðmæti hlunninda er fundið er regla að reiknað með tíföldum árstekjum hlunnindanna. Tekjur af laxveið- inni eru um 230 þús. á ári og því má ætla að söluverðmæti árinnar sé um 2,3 millj. Söluverð bújarð- ar, ásamt byggingum og hlunnind- um, er áætlað um kr. 23 millj. Verðmæti véla og tækja er áætl- að út frá upplýsingum í fyminga- skýrslu einkahlutafélagsins. Sölu- verðmæti véla og tækja er áætlað um kr. 3,7 millj. en tekið skal fram að hér er aðeins um nálgun að ræða þar sem ekki er vitað um ástand og útlit tækjanna. í upphafi árs 2004 var lítraverð- ið á mjólkurkvótanum á bilinu 250 - 270 kr. Þar sem um veruleg magnkaup er að ræða er eðlilegt að áætla söluverðið um 250 kr. á lítrann. Heildarverðmæti 150 þús. lítra mjólkurkvóta er því um kr. 37,5 millj. Áætlað heildarsöluverð félags- ins ásamt eignum, bústofni og hlunnindum er því um 67 millj. kr. Tafla 1 sýnir hvert fasteignamat og bókfært verð eignanna var i lok árs 2002 og hvemig söluverð ein- stakra eigna skiptist. Söluverði lands ásamt byggingum, ræktuðu landi og hlunnindum er skipt nið- ur á þessar eignir í hlutfalli við gildandi fasteignamat. | 36 -Freyr 10/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.