Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 26

Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 26
þroskaþarfir tvær til þrjár síðustu vikumar fyrir burð er talið hæfi- legt. Mögur kýr hefur nánast eng- an næringarforða til að mjólka af sér eftir burð og of feit kýr étur að jafnaði minna fóður vegna hærra fítusýrumagns í blóðinu. Því feit- ari sem kýmar em um burð því meiri hætta er á efnaskiptaröskun- um og sjúkdómum. Að því til- skildu að ástand kýrinnar sé eðli- legt er oft miðað við þá gmnn- reglu að um burðinn fái kýrin um 1/3 þess kjamfóðurmagns á dag sem henni er ætlað að fá í hæstri dagsnyt. Því er eðlilegt að flokka kýrnar í afurðahópa eftir því hvert við stefnum með afurðirn- ar Á geldstöðutímanum dregur smám saman úr áti (aukið rými fósturs, iðrafita) á sama tíma og næringarþörfin fer vaxandi. Með stigvaxandi orkustyrk fóðursins fyrir burð, jafnhliða minnkandi áti, má koma í veg fyrir óæskileg áhrif þess á meltingu og efnaskipti kringum burð. Kjarnfóðurgjöf eftir burð Eftir burðinn eykst gróffóðurát kúnna að jafnaði hægar en dags- nytin. Það veldur því að kýrin verður að fá stígandi hlut kjam- fóðurs til þess að mæta orku- og efnaþörfum. Aukningin í kjam- fóðri verður að vera jöfn og ekki of ör til þess að aðstæður í vömb- inni, einkum að því er varðar sýmstig (pH), þoli breytinguna og nái að aðlagast henni. Aukning Skiptir efnasamsetning kjarnfóðursins máli? sem nemur 200 til 300 g á dag ætti í flestum tilvikum að vera innan þeirra marka sem flestar kýr þola. Þessi þolmörk em þó vissulega einstaklingsbundin. Stórstíg aukn- ing kjamfóðurgjafar eftir burð leiðir óhjákvæmilega til þess að það dregur úr gróffóðuráti og þvi meira dregur úr gróffóðurátinu fyrir hvert kg kjamfóðurs því auð- meltara og orkuríkara sem gróf- fóðrið er. Sterkjuríkt, auðmeltan- legt kjamfóður, sem brotnar hratt niður í vömbinni, eins og t. a. m. bygg, getur ef mikið er gefíð af því haft neikvæð áhrif á aðstæð- urnar, - sýmstigið (pH) í vömb- inni og þar með á afköst melting- arinnar. Við þetta verður kjamfóð- urgjöfín eða val kjamfóðurs að miðast. Hafa skal einnig í huga að einstakar kýr þola kjarnfóður- aukninguna misvel. Það er alltaf til bóta að gefa kjarnfóður- skammtinn oftar og þá minna i einu á þessum tíma. Samkeppni gróffóðurs OG KJARNFÓÐURS Þennan tíma er mikilvægt að fylgjast náið með gróffóðurátinu. Sem viðmiðunarreglu um sam- keppnisáhrif kjamfóðurs og gróf- fóðurs getum við sagt að fýrir hvert kg þurrefnis í kjamfóðri um- fram t. a. m. 4 kg á dag minnkar þurrefnisát í gróffóðri um 0,2-0,4 kg. Minnkun gróffóðurátsins fyr- ir hvert kjarnfóðurkiló er því meiri sem meltanleiki gróffóðurs- ins er hærri. Mjólkurkúm er eðlilegt að mjólka af holdum og léttast fyrst eftir burðinn. Þvi meiri hæfni sem kýrin hefur til að ummynda líkamsforða yfír í afurðir því betra. Ef létting kúnna eftir burðinnn er umtalsverð er ástæða til að auka prótein í fóðrinu til þess að ekki myndist ójafnvægi á milli orku og próteins sem skepn- unni standa til boða í efnaskipt- unum. Æskilegt er að aukningin sé í formi hágæðapróteins sem er frekar torleysanlegt í vömb (fískimjöl). Því fylgir umtals- verð fóðrunarhagkvænmi að kýmar byggi upp líkamsforða á síðari hluta mjólkurskeiðsins sem þær síðan nýta til afurðamyndun- ar eftir burðinn vegna þess að heildarnýting forðaorkunnar er hærri en sé orkan fengin beint úr fóðrinu. Aðbúnaður kúnna Fyrir burðinn þarf kýrin að hafa það náðugt og henni þarf að líða vel. Þetta felur í sér að eftirtaldir þættir þurfa að vera í lagi: a. rými, birta, næði ( ekki hávaði) b. loftræsting (hiti og raki) c. félagsleg aðlögun ef um hópa er að ræða. Rannsóknir hafa sýnt að kýr, sem fá að vera einar í burðarstíum í fáeina daga um og eftir burð með kálfínn hjá sér, eru rólegri og minna strekktar og hafa mælst með lægra fítusýminnihald í blóð- inu. Þess konar aðstæður eru ekki alls staðar fyrir hendi. FÓÐRUN Á MIÐMJÓLKURSKEIÐI (110. - 200. DAG) Eins og áður hefúr verið nefnt er heppilegt á miðju þessu skeiði, - u.þ.b. 150 dögum eftir burð, að huga að holdstigun kúnna. Um það bil ætti léttingu kúnna vegna ummyndunar á fituforða að mestu að vera lokið og þær að byrja að byggja upp forða á nýjan leik. Hvenær þetta gerist getur verið breytilegt milli gripa. Á þessu skeiði er mikilvægt að fylgjast með nytinni, þ. e. hve hratt hún fellur og hvort eðlilega stefni um afurðir mjaltaskeiðs- ins. Að skoða mjólkurlínurit grip- anna er afar heppileg leið til þess að fylgjast með því og frammi- stöðu hvers grips. I mörgum til- vikum virðist nyt íslenskra kúa falla óþarflega hratt og fallið byrj- ar í fyrra lagi. Mynd 2 sýnir dæmi um mjólkur- linurit hjá þremur kúm á sama búi. 126 - Freyr 10/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.