Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 28
Nautgriparækt á Irlandi
byrjun september sl. fór
hópur íslenskra ráðunauta,
rannsóknamanna og bænda
í ferð til írlands og kynnti sér
írskan Iandbúnað. Ferðin var
farin fyrir tilstilli Hagsmunafé-
lags héraðsráðunauta og með
styrk frá Framleiðnisjóði Iand-
búnaðarins sem á heiður og
þakkir skildar fyrir. Hér á eftir
er ætlunin að gera nokkra
grein fyrir nautgriparækt á ír-
landi eins og hún kom fyrir
sjónir þeirra sem ferðina fóru.
Irland er ekki stórt land eða um
69 þúsund ferkílómetrar og býr
við ákaflega breytilegt veðurfar
þar sem úrkoman og útsynningur-
inn geta ráðið miklu um framgang
landbúnaðarins ár hvert, rétt eins
og hérlendis. A Irlandi eru um 6,2
milljónir nautgripa, þar af 1,2
millj. mjólkurkúa og 1,1 millj.
holdakúa. Fjöldi búa er mikill og
býlin frekar smá samanborið við
annars staðar í Evrópu. K.úabúin
er um 26 þúsund og meðalstærð
kringum 40 kýr en meðalholda-
gripabúið telur aðeins 15 kýr.
Framleiðslan er að verulegu leyti
árstíðabundin og höfuðáhersla er
lögð á nýta beitina sem allra best
og halda kostnaði í lágmarki.
Mikill meirihluti landbúnaðaraf-
urða Ira fer til útflutnings, eða 80-
90%, og skilar landbúnaðurinn 6-
7% af heildarútflutningstekjum Ir-
lands. Heildarútflutningur frum-
greina írsks landbúnaðar er yfír
600 milljarðar íslenskra króna
(ISK). Irskur landbúnaður lifír því
í hörðu samkeppnisumhverfi þar
sem hart er sótt að frá löndum
Suður-Ameríku, Astralíu og
Nýja-Sjálandi. Þá munu miklar
breytingar á stuðningsgreiðslum
ESB eiga sér stað á komandi ári
þar sem teknar verða upp ein-
greiðslur á býli í stað fjölbreyttra
framleiðslustyrkja. Eingreiðslan
mun taka mið af greiðslum á
ákveðnum viðmiðunarárum.
Hér á eftir verður reynt að gera
nokkra grein fyrir nautgriparækt á
Irlandi og varpa Ijósi á fram-
leiðsluaðstæður þeirrar búgreinar
Charolais holdakýr á tilraunastöðinni i Grange. (Ljósm. Þóroddur Sveinsson).
eftir
Guðmund Jóhannesson,
ráðunaut,
Bsb.
Suðurlands
og
Jón Viðar Jónmundsson,
ráðunaut,
Bænda-
samtökum
íslands
þar. Einkum og sér í lagi verður
fjallað um mjólkurframleiðslu þó
að gerð verði örlítil grein fýrir
nautakjötsframleiðslunni sem er
nokkuð umfangsmikil á írlandi.
Umfang og skipting írskrar
MJÓLKURFRAMLEIÐSLU
írar búa, eins og aðrar þjóðir
innan ESB, við mjólkurkvóta frá
árinu 1984 og á þessu ári hafa þeir
5.113 milljón lítra kvóta. Nærri
lætur að það séu 4.250 lítrar á
mjólkurkú sem fellur vel að með-
alnytinni sem er um 4.550 lítrar
eftir kú. Mest er mjólkurfram-
leiðslan á Mið- og Suður-írlandi
en þar er landið frjósamast og
hentar best til mjólkurframleiðslu.
Sauðfjárræktin er stunduð í meira
mæli á ófrjósamara og ódýrara
landi eins og á Vestur-írlandi.
Flest kúabúanna, eða 55%, eru
með innan við 180 þús. lítra kvóta
og aðeins 4% eða rúmlega 1.000
bú hafa meira en 455 þús. lítra
kvóta. Meðalbúið er því fremur
smátt ef miðað er við flest önnur
lönd Vestur-Evrópu.
Öll mjólk fer til mjólkursam-
laga sem rekin eru sem samvinnu-
128-Freyr 10/2004