Skátablaðið - 01.12.1967, Síða 8
Varla
jólasaga
Tvö dönsk börn búa um tíma í ítölsku Ölpunum,
þar sem móöir þeirra er að ná sér eftir alvar-
legan sjúkdóm. Faðir þeirra hefur mikið að gera,
og þarf að hafa næði. Á aðfangadag jóla fara
börnin til næsta þorps til að kaupa skraut á
jólatréð, en þau lenda í stórhríð og leita skjóls hjá
fjárhirði nokkrum og sagan tekur óvænta stefnu.
eftir HNNE HOLM
"■■akob sneri baki við hinum. Hann
** stóS við gluggann og horfði út.
Gluggi, það var nú varla hægt að
kalla þessa holu í múrvegginn, með
glerrúðu íyrir öðrum endanum,
glugga. Glerið passaði ekki einu
sinni í gatið. Hvorki að ofan né til
hliðanna. í vinstra horninu að neðan
var gat, þar tróð maður bara tusku.
Hann stóð og horfði út í myrkrið.
Snjómuggan gerði sitt til að úti væri
dimmara en allt, sem dimmt var.
Hann beit á vörina, beit fast á
vörina.......hann var of gamall :il
að skæla, að minnsta kosti ekki í
annarra augsýn.
Það var þá ekki einu sinni hættu-
legt að vera hérna; ef það hefði bara
verið hættulegt, rétt eins og í venju-
legum jólasögum, þar sem menn eru
nærri komnir að dauða, en er svo
bjargað á síðustu stundu.
En staðurinn bauð alls ekki uppá
neitt hættulegt, eða hetjulegt, bara
alls ekkert. Allt var satt að segja
ónýtt og hann hafði hlakkað svo mik-
ið til. Það hafði aldeilis verið gaman
að fá pabba og mömmu með i
svona ævintýri, en svo var þetta bara
ekkert.
„Við fáum eitthvað gott að borða,
svo förum við í miðnæturmessu
Þið eruð nú orðin svo stór, að þið
getið glaðst yfir öðru um jólin, held-
ur en bara jólapappír og gjöfum
.. . .“ Þetta hafði mamma sagt. Þau
höfðu valið réttu stundirnar til þess
að suða í foreldrum sínum og beðið
um lítið í einu. Pabbi sagði, að
mamma væri þreytt og þyrfti hvíldar
við, þar sem aðeins réttir íveir mán-
uðir voru liðnir írá því, að hún var
dauðveik.
Maður átti ekki rétt á að eiga börn,
úr því að maður gat ekki haldið þeim
jól ...
Því höfðu þau smám saman feng-
ið loforð eitt og síðan annað . . . . jú,
það var sannarlega mikilvægt að
ná í jólatré. Og það var nú varla
hægt að finna, að það væru jól, ef
jólagjafir vantaði, svo þau áttu að
fá tvær hvort.
Hann og Mikaela höfðu veðjað
um, að það yrðu minnst fjórar jóla-
gjafir handa hvoru þeirra, því eng-
104
SKATABLAÐIÐ