Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Side 11

Skátablaðið - 01.12.1967, Side 11
S L EÐAAKSTU R Hérna birtast nokkur holl ráð. varðandi akstur á sleða: Þegar þú vilt hægja ferðina lætur Til þess að stanza rólega er bezt þú fæturna dragast við yfirborðið. að taka inn í næsta skafl. Þegar þú snögg-beygir til hægri, setur þú niður vinstri fót, og ef þú beygir til vinstri, þá seturðu niður hægri íót. Ef þú þarft að stanza í neyðartil- felli, þá kastar þú þér af sleðan- um og þrýstir honum á hlið niður í snjóinn. fór út í hríðina og kom til baka með handfylli af kvistum af íurutrénu, sem var rétt íyrir utan. Svo fór Cesare aftur út og gaf hús- dýrunum. Á meðan dúkuðu þau þrjú borð. Carlo hló mikið og sagði, að óúkurinn væri nú rúmteppið hans Cesare. „Mér er sama, sagði Mika- ela, því þetta er fallegt ieppi.“ Cesare kom nú inn aftur, og iók pottinn af hlóðum. Þetta var venju- legur ítalskur matur. Enginn sérstak- ur jólamatur, en ítalskur matur er nú yfirleitt góður. í þetta sinn var hann Það líka. Þau drukku ávaxtavín með °g Cesare þynnti það með snjó. Á bekknum stóð líka karfa full af appelsínum. Þegar þau voru sezt við borðið, spennti Cesare greipar og sagði eitt- hvað á latínu. Jakob og Mikaela spenntu líka greipar og litu upp, þeg- Cecare sagði amen. En þá sáu þau, að hann beið eftir einhverju. ,,Þú verður að biðja faðirvor," segði Mika- ela, annars heldur Cesare, að við séum heiðingjar. Um leið og Jakob hafði sagt amen, sagði Cesare: ,,Ég hélt næstum, að þið tryðuð bara á jólatré í Danmörku.“ Svo varð Mikaela að skýra íyrir þeim, að tréð væri nú ekki höfuðatriðið. Jakob reyndi síðan að þýða eitthvað að jólaguðspjallinu á ítölsku, því það kunni Cesare ekki, því prestarnir á ítaliu flytja alla messu sína á latínu. „Við skulum muna, að öll trúum við á sama guð, þótt við biðjum til hans á mismunandi tungum,“ sagði Cesare. „Heldurðu, að pabbi og mamma sakni okkar?" sagði Mikaela. „Það held ég ekki,“ sagði Jakob, „því ég hef verið svo leiðinlegur og heimtufrekur lengi, að það hlýtur að vera léttir fyrir þau að losna við okk- ur. En veiztu hvað? Þegar ég varð vonur áðan, komst ég að því, að ég gat komið mér aftur í gott skap, með því að ielja upp að íimmtíu.“ Mikaela fór að hlægja. Caro hló líka, þótt hann skildi ekki orð í dönsku. Cesare hafði nú dregið íram munnhörpu sína og spilaði jólasálma. Jakob og Mikaela kunnu þá ekki, en hrifust af þeim. Þegar Ijósin voru útbrunnin og þau höfðu öll lagt sig iil svefns, sagði Cesare. „Ég vil gjarnan iaka það aftur, sem ég sagði áðan. Mér finnst danskir jólagestir vera góðir gestir. Ekki satt Carlo?“ „Jú,“ svaraði Carlo ánægður. Þau áttu ekki að vera gestir, þau ætluðu að bjóða til sín öðrum. Ef allt hefði farið, eins og menn bjugg- ust við, hefði heldur ekki snjóað allan aðfangadag jóla. Samt, samt hafði þetta verið reglu- legt jólakvöld. „Gleðileg jól, Mikaela,“ sagði Jakob. „Gleðileg jól, Jakob,“ hvísl- aði hún. SKATABLAÐIÐ 107

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.