Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Page 20

Skátablaðið - 01.12.1967, Page 20
að eru ekki svo ýkja mörg ár síð- an menn fóru almennt að hafa skilning á þvi, að tómstundir (þ.e. frí- tími frá skyldustörfum og námi) bæri að nýta á heilbrigðari hátt og þá gjarnan í góðum félagsskap. Baden Powell var framsýnn maður, og hefur eflaust á margan hátt hugsað öðru- vísi en flestir samtíðarmenn hans. Þegar hann stofnar skátahreyfing- una, leggur hann einmitt mikla á- herzlu á það, að skátarnir noti tóm- stundir sínar til þess að fást við hin margvíslegu verkefni skátastarfs- ins, en þau ættu að hjálpa þeim til að öðlast heilbrigða lífsskoðun, og þjálfa þá í að verða góðir þjóðfélags- þegnar, er væru fúsir til að taka á sig ábyrgð og leysa vandamál hins daglega lífs. Þarna var skátahreyf- ingin vissulega brautryðjandi nýrra sjónarmiða. Venjan var, að „krakk- arnir færu bara út að leika sér“, ef þeir áttu frí, eða að fullorðna fólkið vildi losna við þá af einhverjum á- stæðum. En í hverju leikurinn var fólginn — það var ekki alltaf skoð- að niður í kjölinn. Á fyrstu árum skátahreyfingarinn- ar þótti það því algjör nýlunda, að vera að fást við að leysa verkefni undir alls konar próf, og eyða til þess frítímanum. Var það ekki miklu íyrirhafnarminna að fara í bíó, sitja þar og japla sælgæti og glápa á ein- hverja bíómynd? Sem betur fór náðu áhrif Baden Powells svo skjótri útbreiðslu, að annað eins hefur varla þekkst í sög- unni. Hann lagði nefnilega áherzlu á, að unglingarnir eignuðust leið- toga, menn og konur, sem hefðu HHEFHB TYNES Tómstundir og skátahreyfingin HVAÐ TEKUR VIÐ? áhuga á að leiðbeina og fræða, en þó á þann hátt, að það kæmi út sem skemmtilegur leikur, en það er alvar- an á bak við leikinn, sem mótar mann sem skáta. En tímarnir breytast. Getum við, nútíma skátar, haldið okkar skát- starfi jafn aðlaðandi fyrir æskufólk nútímans, og það var íyrir æskufólk þess tíma, er skáthreyfingin var að ryðja sér braut. Eitt skulum við horfast í augu við. — Fjöldi félaga- samtaka og hópa hafa tekið inn í félagsstarf sitt margt af því, sem áður var séreign eða sérkenni skát- anna, eins og í. d. varðelda, kvöld- vökur, leiki og keppnir og iafnvel skipulag þeirra eins og t. d. ílokka- og sveitakerfi. Það, sem við eigum ein, er auðvitað það, sem gerir okk- ur að SKÁTUM, en þó er skátaheitið og lögin, einkunarorð og skátabún- ingur. En þegar nú margir hafa tekið upp svipaða starfshætti, — hvað ger- um við þá? Einskorðum við okkur við skátaprófin, eða tökum við upp 116 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.