Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Page 33

Skátablaðið - 01.12.1967, Page 33
MINNIIMG LÁRUS GUÐMUNDSSON F. 17. 9. 1946. D. 3. 10. 1967. Það kom yfir mig eins og reiðarslag, þeg- ar ég frétti, að Lalli, en svo nefndum við hann jafnan, kunningjar hans, væri flugmaður hinnar týndu flugvélar, sem verið var að leita að. En hve heimurinn virðist miskunnarlaus, því að lífið virtist aðeins vera að byrja hjá honum, en ekki að enda. Framtíðin virtist blasa við þessum unga og síkáta manni, en svo er hann kallaður brott á svona sviþlegan hátt. Kynni mín af Lalla hófust, þegar hann 14 ára gerðist meðlimur Birkibeinadeildar S. F. R. Hann varð brátt flokksforingi og síðar sveitarforingi og jafnframt hinu almenna skátastarfi gegndi hann trúnaðarstörfum í hjálparsveit skáta í Reykjavík, og þann tíma, sem hann starfaði, fór hann í hverja leit, sem sveitin tók þátt í, væri hann ekki í vinnu utanbæjar, og hann lét sig ekki muna um að fylgja félögum sínum í aðra landshluta, til þess að leita að týndu fólki. Slík fórnfýsi má heita næg lýsing á einum manni, að vilja leggja sig í slíkar ferðir, oft í vondum veðr- um og dimmviðri, til þess að freista þess að verða öðrum til hjálpar, sem einhverra hluta vegna hafa orðið vegvilltir. Hann vann að mörgum verkefnum fyrir deild sína, svo sem við undirbúning móta og annarra slíkra stórræða, sem deildin tók sér fyrir hendur. Hann var einn af þeim mönnum, sem fengu alltaf einhverjar stór- kostlegar hugmyndir um hin margvíslegustu verkefni. Lárus stundaði um tíma nám í Kennaraskól- anum og hugðist verða íþróttakennari, en brátt tók hugur hans aðra stefnu og hann fór ásamt vini sínum og skátabróður að læra flug og hafði hann lokið einkaflugmannsprófi, en snemma á næsta ári hugðust þeir félagar leggja land undir fót til frekara náms er- lendis. Lárus Guðmundsson var sonur hjónanna Regínu Rist og Guðmundar Jóhannssonar, hann var einn af fjórum börnum þeirra. En þetta var ekki fyrsta áfall þeirra hjóna, því að fyrir nokkrum árum misstu þau ungu dótt- ur sína af slysförum. Ég votta þeim samúð mína og vona, að Guð gefi þeim, sem svo mikið hafa misst, þrek til þess að bera þenn- an mikla harm og að þau finni frið í bæn til hans. G. K. Jólaskraut SKÁTABLAÐIÐ 129

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.