Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Side 49

Skátablaðið - 01.12.1967, Side 49
YLFINGA OG LJOSALFAMOT í Hafnaríirdi 23. september 1967 JJinn 2379. anno 1967, var haldið sameiginlegt mót Ijósálfa og ylfinga, í Hafnarfirði. Mótið sóttu um það bil 150 Ijós- álfar og ylfingar frá suðvesturlandi. Mótið hófst með guðsþjónustu, sem séra Ásgeir Ingibergsson hélt. Þá voru leiktækin opnuð og kvikmynda- sýning hófst. Leiktækin voru margs- konar að gerð. Einna vinsælast var GOLFBRAUTIN. Þar fengu þátttak- endur krikketkylfu og golfkúlu, eins og sjá má á mynd. Síðan átti að slá kúluna gegnum boga og spjöld og einnig átti að slá kúluna í gegnum dekk. Sýning mikil var í tjaldi einu og mátti þar sjá sterka manninn, sem lyfti 1000 kílóum eins og ekkert væri, feitu konunan, sem er svo feit að hún verður alltaf að sitja og fleira og fleira. Klukkan fimm hófst svo varðeldur. Þar voru sagðar sögur, sungnir söngvar og sýnd leikrit, einnig var farið í leiki. Nokkrir rauðskinnar vígðu eldinn af mikilli list. Sýnt var með leikriti hvernig fíllinn fékk ranann og voru leikmyndir stórkostlegar. Svo kom prófessor Rattítattí og sýndi nýupp- fundna vél, sem hann henti litlum gúmmískó inní og út kom klofstígvél. Að lokum henti hann dúkku inní og út kom strákur. Skömmu seinna kom prófessorinn með aðra uppfinningu, sem nefndist hárskurðarvélin. Bítili nokkur var fenginn til að stinga hausnum inn, og viti menn, hann var sköllóttur þegar hann fór með haus- inn út úr vélinni. Daginn eftir var staðurinn opinn fyrir almenning og kostaði 10 krónur inn. Var þá all hið sama nema messunni og varðeldin- um var sleppt. Veður var sæmilegt báða dagana, en þó frekar kalt íyrri daginn. ívar S. SKATABLAÐIÐ 145

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.