Skátablaðið - 01.12.1967, Side 55
í sætinu, en komst þá að raun um
að ég sá alis ekki út, en jórtrarinn
(ég meina kennarinn) bætti úr því,
með að stinga undir mig nokkrum
púðum og að ég held einni eða
tveimur bókum. Síðan tók hann til
við að útskýra fyrir mér iil hvers all-
ir þessir takkar og stangir væru.
Mátti heyra þar mörg skrítin nöín
svo sem gírar, kúpling o. fl., on mest-
an áhuga fékk ég á vinnukonunum,
sem mér skildist að ættu að sjá um
hreinsun á gluggunum. En hvernig
sem ég leitaði, kom ég hvergi auga
á þær, aftursætið var tómt, og í
framsætinu var aðeins rúm íyrir tvo.
Ég hrökk upp úr þessum djúpu
hugleiðingum við það að jórtrarinn
sagði: „Jæja, góði minn, nú er bíll-
inn kominn í gang og nú ekur þú
af stað.“
Ég, ég varð skelfingu lostinn, en
reyndi þó að bera mig mannalega.
Og til þess að hann sæi ekki hversu
mjög ég skalf, greip ég dauðahaldi
í hjólið fyrir framan mig, þá hafði ég
llka örugga handfestu, ef ófreskjan
færi af stað.
Hún hreyfðist samt sem áður ekkiý
mér til mikils léttis. Þá rumdi í kenn-
aranum: ,,Hvað er þetta, drengur,
ætlarðu að vera hérna í allt kvöld?“
Ég leit undrandi á hann. Hélt hann,
að ég réði yfir duttlungum þessarar
ófreskju. En eftir margsnúnar og
flóknar útskýringar, skyldist mér þó,
að ég yrði að lyfta öðrum íætinum
til þess að ferlíkið hreyfðist úr stað.
Og með hjálp sjötta skilningar-
vitsins kom ég að lokum farartækinu
af stað, þótt það gengi nú hálf
skrykkjótt svona íyrst í stað.
Ég man nú ekki mikið, hvað gerð-
ist næsta hálftímann, sem þið kannski
skiljið. En minnisstæð er mér sú
uppgötvun, sem ég gerði um leið og
ég fann bremsuna. En þá komst ég
að raun um, að það var alls ekki
tyggjó, sem minn skilningsríki kenn-
ari var sífellt að japla á, heldur ein-
hver svört leðja, sem spýttist á fram-
rúðuna og rann niður á hana I
stríðum straumum.
Kom mér þá í hug, að óviturlegt
hefði verið af honum að skilja vinnu-
konuna eftir heima, — þegar ég
minntist á það við hann, hristi hann
aðeins höfuðið og hélt áfram að
nudda ennið, þar sem kúla, sem
minnti einna helzt á Kolviðarhól, var
óðum að stækka. Þetta gekk nú
slyslaust úr þessu. Ég var þó alltaf
reynslunni rikari, þegar ég kom aft-
ur heim, og alveg óslasaður, sem
mér skildist á kennaranum, vera al-
gjört kraftaverk.
En það er núna frá mér að segja,
að ég ætla mér ekki að gefast upp,
þó að ég sé búinn að íaila fimm
sinnum á prófinu. Kennarinn segir
líka, að hann geri sér bara góðar
vonir með mig næst. Og í næsta
mánuði verð ég 20 ára, og ég veit, að
pabbi stendur við loforð sitt, þó það
séu 3 ár síðan hann gaf það.
En kæru vinir, ef þið eruð að
hugsa um að krækia ykkur í græna
spjaldið, ætla ég að ráðleggja ykkur
að hugsa ykkur tvisvar um, áður on
þið dembið ykkur út I þessi ósköp.
Úr villta vestrinu.
Skítugur kúreki með tvær byssur
ruddist inn í veitingastað bæjarins
skaut i allar áttir og öskraði: „Út
með með ykkur, ræflarnir ykkar.“
Allir fóru út nema gamall námu-
karl, sem sat eftir og drakk bjórinn
sinn.
„Fullt af þeim hérna, ræílunum,
finnst þér ekki?“ sagði karlinn við
kúrekann
T
Kansasbúi var að rífast við Texas-
búa: „Heima í Fort Knox er nóg af
gulli til þess að gera af girðingu I
kringum Texasríki.“
Texasbúinn: ,,OK, þið gerið girð-
inguna, og ef okkur lízt á hana, kaup-
um við hana.“
▼
Af hverju eru sköllóttir menn oft
skapgóðir?
Af því, að enginn getur staðið upp
í hárinu á þeim.
Ef Alexander mikli hefði verið
skáti, hefði hann aldrei farið að skera
á Gordíonshnútinn.
hvaða leyti er ferð út í guðs-
náttúruna svipuð því að líta
háaloft?
Af því þú rekst þar á alls konar
M og óþverra.
Púnversku styrjaldirnar.
Já, hver kann ekki mannkynssög-
una sína? Fyrsta styrjöldin var 14 ár-
um lengur en hin þriðja og sú íyrsta
6 árum lengur en önnur. Alls stóðu
þær í 45 ár. Hversu lengi stóð hver
einstök þeirra yfir?
I' -’l
[ _.r_... " 'ií'' ]
:r‘I í ' ^V \\
> : v.«t ■
í þessari bílasmiðju verður maður
að byrja á botninum.
SKÁTABLAÐIÐ
151