Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 70

Skátablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 70
ERIOS! Ðorðið CHEKRIOS heima og heiman. Holl og góð fæða fyrir alla fjölskylduna HEII, DSÖLUBIRGÐIR : ) S í M I : 1-1 2 3 4. ur, iyrst um sinn, orSið Skátajól og kalla merkin Skátamerki. Ástæðuna fyrir þessari breytingu ætla ég að leiða hjá mér að svara nú. En það væri nú hægt að taka uþp heitið Skátajól. Breytingin var gerð með samþykki skátahöfðingjans. Merkin komu svo út I desember og voru send til allra skátafélaga á land- inu. Sala gekk ágætlega hjá sumum félögunum, en hjá öðrum var salan lítil. Það kom í Ijós síðar, að mörg af félögunum höfðu lítið og sum ekkert skipulagt söluna. Og þá varð salan auðvitað eftir því. Öll skátafélögin fengu bréf með merkjunum, þar sem ég benti þeim á ýmsar leiðir, sem ég taldi rétt að reyna I sambandi við söluna. Það er nú svo með allar nýjungar, að ýmislegt gæti verið öðruvísi. Og þau mistök urðu t. d. hjá mér, að ég hafði fyrstu merkin of stór, og þá sérstaklega hvítu röndina I kringum myndina. Ég sá um útgáfu á þessum merkj- um og útsendingu í 4 ár, en þá iók skrifstofa BÍS við þessu starfi. Gerð myndanna réði ég einn fyrstu 3 árin. Árið 1961 komu út fjögur merki. Síð- an hafa komið út 4 og 5 merki á ári, nema 1966, en þá komu tvö merki. Alls hafa komið út 27 merki á þess- um 10 árum og er það orðið álitlegt safn. Það eru margir sem safna þess- um merkjum, þau eru orðin eftirsótt. Sjálfsagt safna flestir skátar þeim, sem fást við söfnun á annað borð. Öll merkin eru fáanleg ennþá, en þó er orðið mjög lítið til af sumum merkjunum. Salan á Skátamerkjunum hefur gengið mjög vel, sérstaklega undan- farin ár, og hafa þau orðið mikil tekjulind fyrir Bandalag íslenzkra skáta og skátafélögin. T. d. munu skátafélögin í Reykjavík hafa haft rúmar 85 þúsund króna tekjur af sölunni s.l. 3 ár. — Árið 1965 seldust 11.600 arkir, en 1966 fellur salan niður I 8.500 arkir. Þetta er minnk- andi sala um 3.100 arkir. Hér hefur eitthvað brugðizt, sem ráða þarf bót á. Og nú eru að koma ný Skáta- merki, og því tækifæri til að auka söluna aftur. Ég íyrir mitt leyti get verið ánægð- ur yfir að hafa átt hlut að þessari útgáfu, sem hefur létt á fjárhagsörð- ugleikum skátafélaganna og BÍS. Ég veit ekki hve mikið hefur fengizt út úr sölu merkjanna, en það hlýtur að vera nokkuð á aðra milljón króna. En betur má ef duga skal, og ekki má slaka á, heldur skipuleggja söl- una ennþá betur, og þá mun vera hægt að ná mun betri árangri. Mörg verkefni eru íramundan, sem leysa þarf og eru all fjárfrek. Ef hver og einn gerir sitt bezta, þá mun verða léttara að fást við verkefnin. Úlfljótsvatni, 30. sept. 1967 Franch Michelsen. 166 SKATABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.