Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1910, Page 3

Sameiningin - 01.06.1910, Page 3
99 Islendinga var það vandi virðing konungs þess að rœkja. Þangbrandr koxn þar, hans prestr, það var nýstárlegr gestr. 2. Þar var konungs kristniboði kominn heim úr ferðalagi. Hljóp í konungs kinnar roði, kristninnar hann spurði’ um hagi: „Hvað er nú af Fróni’ að frétta? fýsir mig að heyra þetta.‘ ‘ 3. Þaðan gott er fátt að frétta, fáir vildu kristni taka. Ef eg segja’ á allt af létta, eg hef þjóð um margt að saka. Harðsnúinn og lieiðinn lýðr hrakti mig á allar síður.“ 4. „Sumir að mér galdra gjörðu, grundin harða sprakk í sundr; fókr niðr féll í jörðu, fálieyrt kalla’ eg þetta undr. Ekki var það þeim að þakka, þótt eg stœði heill á bakka.“ 4. Ymsir níð og um mig kváðu, óþvegin mér brigzlorð völdu, illra heilla allra báðu, argan varg mig drottins töldu. Svaraði’ eg með sverði stundum, svona lauk oft vorum fundum.“ 6. „Ef eg ma.tar einhvern beiddi, enginn mér hann selja vildi; fullt þótt verð eg fyrir greiddi, fannst þeim það í engu gildi.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.