Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1910, Page 6

Sameiningin - 01.06.1910, Page 6
103 Sinnaskifti • Eftir séra Jöhann Bjarnason. Um sinnaskifti er víða talað í nýja testamentinn. Hróp Jóhannesar skírara í óbj’ggðnm Júdeu var: „Tak- ið sinnaskifti, því himnaríki er nálægt“ (Matt. 3, 2). Svo segir og drottinn sjálfr (Matt. 18, 3): „Sannlega segi eg yðr: Nema þér takið sinnaskifti og verðið eins og börn, munuð þér ekki koma í himnaríki.4 ‘ Og hjá Mark- úsi guðspjallamanni (1, 15) er oss sagt, að innihald boð- skapar drottins hafi verið, að menn skyldi taka sinna- skifti. Enn fremr, að postularnir, þegar þeir voru send- ir út af meistaranum, hafi prédikað, að fólk skyldi taka sinnaskifti (Mark. 6, 12). Á þetta leggr og Pétr mikla áherzlu í rœðu sinni á hvítasunnudag. „Takið sinna- skifti“—segir liann í byrjuninni á svari því, er hann gaf upp á spurninguna, hvað fólk ætti að gjöra (Pg. 2, 38). Alveg sama kemr og fram í rœðu Pétrs, þegar hann gjörir grein fyrir, hvernig liann og Jóhannes hafi lækn- að halta manninn við dyr musterisins. Eftir að hafa sagt með berum orðum, að það hafi verið trúin á Jesúm, sem læknað hafi halta manninn, en ekki máttr postul- anna sjálfra, hrópar hann til fólksins að taka sinna- skifti. „Takið því sinnaskifti og snúið yðr, svo að svndir yðar verði fyrirgefnar“ (Pg. 3, 19). Sama segir og Páll postuli að inntakið hafi verið í boðskap þeim, er hann bar fram, þar sem liann í rœðunni frammi fyrir Agrippa konungi gjörir grein fyrir fjandskap þeim, er Gyðingar á hann lögðu (Pg. 26, 20). Og vitanlega var þetta — að taka sinnaskifti — aðal-inntakið í gjörvöllum boðskap þeim, sem þjónar drottins fluttu á postulatíð- inni, og hefir oft verið síðan. í nýju þýðingunni íslenzku, af nýja testamentinu, er öðruvísi að orði komizt á þeim stöðum, sem eg hefi til- fœrt, en meiningin er í raun og veru hin sama. Sjálfsagt ber mjög misjafnlega mikið á þessu vakn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.