Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 12
io8 eða: ‘það og það hefir hann gjört’. Þar finnast auð- vitað skráðar hugsanir manna um guð — bœnir þeirra, vonir þeirra, ígrundanir þeirra, þrár þeirra; en slíkar hugsanir eiga ætíð rót sína að rekja til þess, sem guð hefir kunngjört um sjálfan sig í orði eða verki. Biblían er ekki einungis opinberan hinna ósýnilegu eiginleika guðdómsins, eða „eilífu sannindanna14, eins og Lessing myndi komast að orði, heldr er aðal-hlutverk hennar að sýna, hvernig guð hefir birt mönnum kær- leiksríkan vilja sinn í orði og verki. „Hann gjörði Mós- es vegu sína kunna, og Israelsmönnum stórvirki sín“ (Sálm. 103, 7). Einmitt fyrir þessa sök er liin sögulega hlið ritningarinnar svo dýrmæt og ómissandi, og var- hugavert að meta hana lítils, eins og sönn saga væri engu hentugri eða samboðnari guðlegri opinberan en goðsagnir og munnmælasögur. Hverjum manni er ljóst, að ekki gæti þannig staðið á sama með sögu Krists í guðspjöllunum. En gamla testamentinu er einnig að miklu leyti eins farið. Þekking sú og traust á guði, sem þar kemr í Ijós hjá spámönnum, sálmaskáldum og guð- hræddum alþýðumönnum, er ekki sprottin af liugboði eða grufli þeirra sjálfra, heldr stafar hún að mestu leyti af opinberun guðs sjálfs í undanfarinni sögu þjóðarinnar. Undirrót þekkingarinnar, grundvöllrinn, sem hún byggð- ist á, voru verk guðs. Væri þau vefengd, hlaut þekk- ingin að hrynja með þeim. Þannig sjáum vér, að þegar guðsmenn gamla, testamentisins hafa komizt eins langt og þeim er unnt í skilningi á opinberun þessarri, þá finna þeir samt sem áðr til þess, að hún er œðri öllum skilningi þeirra, svo óendanlega miklu œðri, að ómögu- legt er, að hún sé til orðin í hugskoti þeirra sjálfra. „Mörg hefir þú, drottinn, guð minn! gjört dásemdarverk þín og áform oss til handa. Ef eg ætti að boða þau og kunngjöra, eru þau fleiri en tölu verði á komið“ (Sálm. 40, 5). „Því að mínar liugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir, segir drottinn, heldr svo miklu sem himininn er hærri en jörðin, svo miklu hærri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.