Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 19
IIS
lauga megi sálu sína í þeim daglega, eins og nýunga-
maðr einn sagði fyrir skömmu um sögu eina íslenzka ný-
útkomna, þá vill þó hiti laugarinnar verða skannnær.
Iiann er rokinn úr löngu fyrr en varir, og eftir er —
volgt vatn. Fjöldi bóka er eins og sum lög, er bráð-
hrífa, en verða svo fljótt dauf á bragðið—endast ekkert,
eins og sum áferðarfalleg föt, sem undir eins að kalla
eru gatslitin.
Bókin, sem ekki liefir eJzt og ekki slitnað og hitinn
ekki rokið úr og ekkert deyfubragð er að, þótt elzt sé
allra bóka, er biblían. Þótt andmælt hafi henni verið
meir en nokl<urri annarri bók, og mörgum sé verst við
hana af öllum bókmn, þá er lnín þó bókin, sem mest er
lesin.
Af liverju kemr það? Ætli það sé ekki vegna yfir-
burða hennar, sem hún vitnar sjálf um fyrir hjörtum
þeirra og samvizkum, er þrá boðskap liennar frá guði
til eilífs lífs?
Þeir menn þekkja liana. Þeir liafa sjálfir reynt
boðskap hennar. Þeir vita, livað liún merkir. Þeir
lílcjast hunangs-flugunum, sem fljúga inn á meðal blóm-
anna og safna því, sem þær þurfa við, vaxi og liunangi.
Eins safna þeir sér milli blaða hennar fœðu fyrir eilífa
lífið. Þótt sagt sé þar frá mörgu Jjótu, er engin liætta
á því, að sál þeirra sjúgi í sig' nokkurt eitr þaðan. And-
inn, sem svífr yfir öllu í henni, sér um það. Hann leið-
ir sálina hungraða og þyrsta í grœna haglendið og að
hinum liœgt rennandi vötnum.
Biblían er þessum mönnum líka eins og marg-
reyndr vinr. Vér vitum, hvernig hann er. Iivernig sem
um hann er talað, og livað sem gjört er til þess að rýra
hann í augnm vorum, þá verðr liann sami maðrinn eftir
sem áðr, af því vér þeldíjum liann. Öðru máli er að
gegna um þá, sem þekkja hann ekki. 1 augum þeirra
verðr hann allr annar. Þeir trúa öllu misjöfnu, sem um
hann er sagt, af því það er ekkert, sem vegr á móti. Hjá
þeim, sem þekkja biblíuna, vegr revnsla þeirra á móti
öllum ummælum um hana, sem miða að því að rýra álit