Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 31
127
Sumsstaðar var hann kolsvartr, annarsstaðar sló á hann
glóanda roða. Sókn þeirra og vörn kom horium ekkert við.
Þeir voru allir óvinir hans. Til þess að ná flakinu, sem
hélt honurn uppi, myndi hver einasti einn þeirra drepa hann.
Hann flýtti sér að komast burt.
Nálega samstundis heyrði hann til ára, sem voru í
sterkri hreyfing, og sá galeiðu eina á leið þangað sem hann
var. Hinn reisulegi framstafn þess skips sýndist honum
helmingi hærri en var. Og hiS rauða ljós, sem lék um
gyllinguna og útskurðinn á skipsstafninum, gjörði útlit þess
eins og þar væri lifandi höggormr. Sjórinn hrökk undan
því fossandi og freyðandi.
Hann brá við og ýtti áfram plankanum, sem var breiðr
og mjög erviðr viðreignar. Hver sekúnda var dýrmæt.
Hálf sekúnda gat eftir ástœðum orðið honum til lífs eða
daiiða. Þá er sem hæst stóð á þessum átökum hans, sást
hjálmi skjóta upp úr sjónum svo að kalla fast hjá flakinu,
eins og blikanda gull væri. Næst komu tvær hendr með
útréttum fingrum; og stórar voru þær hendr og sterklegar.
Ef þær næði einhversstaðar í, þá myndi þær elcki fljótt
sleppa haldi sínu. Ben Húr hrökk undan hræddr. Hjálmr-
inn reis upp með höfði því, er innan í honum var, — síðan
armleggir tveir, sem lömdu sjóinn í œðisgangi. Höfuðið
snerist við og andlitið kom í ljós. Munnrinn gapti mjög.
Augun voru opin, en sáu ekki. Andlitið var náfölt eins og
á manni, sem er að drukkna. í mesta máta voðaleg sjón.
Engu að síðr œpti Ben Húr upp af fögnuði við þessa sjón.
Og er andlitið var i þann veginn að fara í kaf aftr, greip
hann í festina, sem gekk út úr hjálminum fyrir neðan hök-
una, og dró hinn deyjanda mann að plankanum.
Þetta var tríbúninn, Arríus.
Snöggvast í bili var sjórinn ólgandi og freyðandi um-
hverfis Ben Húr. Og varð hann að beita öllum kröftum
sínum til að halda sér föstum jafnframt því, er hann hélt
höfði hins rómverska manns ofan sjávar. Galeiðan var
farin framhjá og höfðu árar hennar nærri þvi snortið þá
tvo menn. Hún brunaði áfram gegnum breiðu af fljótandi
mönnum, vfir mannshöfuð. sem sum voru hjálmum búin, en
sum ber. Og í kjölfarinu sást að eins upprótað vatnið,
blikanda af maurildum. Skruðningr mikill heyrðist álengd-
ar, þar á eftir sigrihrósanda óp. Ben Húr leit af mannin-
um, sem hann var að bjarga, í áttina, sem háreysti þetta
ltom úr. Heiðinglegr fögnuðr greip hann allra snöggvast.
Nú var hefnt fyrir Astræu.
Bardaginn hélt áfram eftir þetta. Mótstaðan varð að
flótta. En hverjir voru sigrvegarar? Ben Húr skildi það