Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1912, Page 4

Sameiningin - 01.05.1912, Page 4
68 Tennyson tók að syngja ódauðleg ljóð um von eilífs lífs, — um útsjó sælunnar liinum-megin við brimgarðinn. Við meðvitund ódauðleikans í sjálfum sér fær maðrinn ekki losazt. Jafnvel þeir, sem efast um allt og engu vilja trúa, geta þó ekki þaggað niðr klukkna- hljóminn í sálum sínum, þegar kemr á grafar-barminn. Eobert Ingersoll mælti, þá er hann flutti líkrœðuna miklu yfir moldum bróður síns: „A nóttu dauðans sér vonin stjörnu og kærleikrinn hlustandi heyrir vængja- blak.“ Sumir hugsa sem svo: Kœmi aðeins einhver aftr úr öðrum heimi og segði oss um lífið þar, þá gætum vér verið öruggir. Þótt tíu þúsundir af hvítum vofum kœmi til vor á þessarri stund og segðist komnar úr öðrum heimi til að segja oss frá lífinu þar, hvernig gætum vér trúað vitn- isburði aðkominna anda, ef vér ekki getum trúað anda sjálfra vor, sjálfs-meðvitund vorri ? Descartes sannaði persónuleikann með orði því, er frægt er orðið í heim- spekinni: Cogito; ergo sum, þ. e.: eg hugsa; það sannar, að eg em til. — Sjalfsmeðvitundin var þar vitnið ó- hrekjanda um þetta Uf. Ódauðleika-meðvitundin með manninum er samskonar vitnisburðr um annað líf. Ekki aðeins í sjálfum sér, heldr líka umhverfis sig hvarvetna í náttfirunni fær maðrinn vísbendingar um ódauðleik og annað líf. Vísindamaðrinn Michael Fara- day fór um hinar fögru fjallabyggðir Svisslands. Hann kom að gömlum kirkjugarði og settist niðr á liruninn legstein. Alvarlegar hugsanir fylltu huga hans. Hann segir við sjálfan sig: „Er þess nokkur von, að þessi bein og þessi aska lifni aftr!“ Það virtist honum með öllu móti ómögulegt. Efasemdirnar hertóku huga og myrkr hjúpaði sálu vísindamannsins. Hann sat lengi hugsi. Loks kom hann auga á bókfells-blað, sem stóð þar út-undan steini. A það var ritað nafn þess, er þar lá grafinn, og vers úr ritningunni um upprisuna. Undir bókfellinu fann hann ormshýði, sem fiðrildi hafði eftir skilið, er það reis upp-úr hýðinu og flaug út-í geiminn. Og ormshýðið varð kennari spekingsins og hann mælti

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.