Sameiningin - 01.05.1912, Qupperneq 27
9i
mikils vi'ð til að geta komiö því fram, sem nú liggr fyrir
mér. Meö því aö skorast undan að þiggja nokkuö af þér
nú á eg miklu hœgra með aö beiðast hjálpar þinnar hér-
eftir.“
Meöan sem hæst stóð á ágreiningi þessum, komu tveir
sendimenn — Mallúk var annar þeirra, en hinn var ókenndr.
Mallúk var fyrr veitt áheyrn.
Eins skapi farinn og Mallúk var, gjöröi hann sér ekk-
ert far um að dylja fögnuð sinn ut-af þvi, sem gjörzt haföi
þennan dag.
„En svo eg komi að erindi mínu“ — mælti hann—,
„þá sendi Símonídes húsbóndi minn mig hingað til að láta
ykkr vita, að þá er kappleikunum var lokið, flýttu sér
nokkrir úr flokknum, sem heldr með Rómverjum, aö koma
fram með mótmæli gegn greiöslu fjár þess, er heitiö var
aö verölaunum."
Ilderim þaut upp og œpti eins hvellum rómi og orkan
leyfði:
„Við dvrð guös sver eg, að Austrheimr skal skera úr
því, hvort sigrinn í veðhlaupinu var unninn svikalaust."
„Rétt er það, kæri herra sjeik!“ — mælti Mallúk—,
„enda hefir leikstjóri greitt fé þetta.”
„Vel er það‘.“
„T’á er þeir sögðu, að Ben Húr hefði lostið hjóliö á
vagni Messala, hló leikstjóri og minnti um leið á svipu-
höggið, sem aröbskiu gœðingarnir urðu fyrir í akbrautar-
króknum hjá leikmarkinu."
„Og hvað varð af Aþenumanninum?"
„Hann er dauðr.“
„Dauðr!“ — kallaði Ben Húr upp.
„Dauðr!“ — endrtók Ilderim. — „Sú heppni, sem þessi
rómversku ferlíki hafa með' sér! Messala sloppinn !“
,,Sloppinn — já, herra sjeik! með lífið; en lífið verðr
honum byrði. Læknar segja, að hann muni lifa, en aldrei
framar á fœtr komast."
Ben Húr leit upp-til himins þegjandi. Hann sá Mess-
ala í anda, rúmfastan í stóli einsog Símonídes og einsog
hann borinn um á herðum þjóna. Hinn margreyndi heiðrs-
maðr hafði vel staðizt í þeim hörmungum; en hvernig
myndi hinum farnast með öllu yfirlætinu og ofrkappinu?
„Símonídes bað mig enn fremr að segja“ — hélt
Mallúk áfram—, „að Sanballat sé kominn í vandræði.
Drúsus og beir, sem með honum rituðu undir, skutu því til
úrskurðar Maxentíusar ræðismanns, hvort þær fimm tal-
entur, sem þeir töpuðu. skyldi greiddar af hendi, og hann
hefir skotið þvi til keisara. Messsala skoraðist líka undan