Sameiningin - 01.07.1912, Blaðsíða 4
132
þjóðflokks vors hér. En í raun réttri, eða undir niðri,
er lífsskoðan sú eða trúartegund, er síðast var nefnd,
ekki neitt sérstakt eða sjálfstœtt. Hún telr sig sjálfa
kristindóm —• kristindóminn í spán-nýrri og stórum
endrbœttri útgáfu. Yér aftr á móti teljum stefnu þá í
aðal-atriði vantrú — ekki hreina og beina vantrú, heldr
vantrúna í nýrri útgáfu, að því leyti viðsjárverðari og
háskalegri en þá, er Únítarar framfylgja, að liún gjörir
sér far um að birtast í dularbúningi trúar. Meir eða
minna hefir mein það, sem nú var á bent, gjört vart við
sig hjá kristnum þjóðum víðsvegar um lönd í seinni tíð
—* vantrú þessi hin dulklædda. Hver einasti flokkr
kirkjunnar hefir að meira leyti eða minna orðið sýktr
af því meini. Engu að síðr er það þó víst, að ekki hefð-
um vér enn verulega af því að segja meðal Vestr-íslend-
inga, ef það hefði ekki komið hingað til vor heiman frá
Íslandi — frá leiðtogunum lielztu í kirkjunni þar.
Er eg hugsa um það, að merkisberar ríkiskirkjunnar
á Fróni skyld* eftir lengra eða skemmra flögranda eða
andlegt fálm berast fyrir á þeim óheppilegu trúarstöðv-
um, minnist eg þess, sem frá segir í Landnáma-bók önd-
verðri útaf því, er Ingólfr Arnarson tók sér bólstað í
Beykjavík. Hann kom upphaflega að landi langt austr
frá, við Ingólfshöfða, og hafðist þar við hinn fyrsta vetr;
annan vetr aði Hjörleifshöfða, og hinn þriðja undir Ing-
ólfsfelli; hafði þá farið yfir megin-hluta Suðrlands,
þann part eyjarinnar, er einna auðugastr var að land-
gœðum. En ‘fyrir neðan heiði’ fréttir hann að þeim
tíma liðnum til öndvegissúlna sinna; þær hafði rekið á
land í Reykjavík, og þótti honum þá sjálfsagt, einsog eftir
œðri bending að flytja sig þangað með aleigu sína og
setjast þar að að fullu og öllu. En illa bitu vistaskifti
bau á einn af mönnum hans, þann. er Karli nefndist.
Honum varð þá þetta að orði: „Til ills fóru vér um
góð heruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“ Þá er
brœðr vorir eftir um hríð að hafa þreifað fyrir sér* á
landnámssvæði guðfrœðinnar létu fvrir berast á bletti
þeim, er þein síðan hafa búið á, töldu þeir sennilega
víst, að öndvegissúlur sínar hefði rekið þar. En jafn-
óheppilegt og raunalegt var landnámsráð það eins fyrir
l)ví. Vitandi eða óvitandi gjörðu þeir sitt til að koma
þjóð vorri út-á andlegan útskaga — lengra og lengra