Sameiningin - 01.07.1912, Qupperneq 16
144
þá einnig, að hreinn og lifandi kristindómr þarf nú fyrir hvern
mun aS ná sér niöri á Islandi.
í ,,Lögréttu“ (ig. JúníJ talar hr. Guðmundr Hjaltason vel
og virðukga um ritling þenna, en „Isafold“ (^29. Júníj eins illa
og háðulega og hún hefir orku til.
Meðan stóð á kirkjuþinginu i Argyle, flutti hr. Þorsteinn
Björnsson, kandídat, sá er þjónaði Garðar-söfnuði um hríð eft-
irúrgönguna úr kirkjufélaginu, fyrirle'str um nýju guðfrœðina á
þingstaðnum. 1 erindi því fór hann aðallega eftir bók Camp-
bells prests hins enska The new theology, og var upplýsingum
þeim veitt hin bezta eftirtekt.
The Canada Lutheran, málgagn lútersku kirkjudeildarinnar
í Mið-Canada heyrandi til Gen. Council, er nú með Júh farið
að koma út. Séra Jón J. Clemens, sem fyrst átti heima i ísl.
kirkjufélaginu, er ritstjórinn, 527 Somerset St., Ottawa.
„Óðinn'ý myndablaðið, sem hr. Þorsteinn Gíslason í Reykja-
vík stýrir, kemr í Maí síðastl. með „Nokkrar endrminningar“
úr æfisögu Magnúsar Eiríkssonar, Onítarans íslenzka (á. 1881J,
sem var þjóðkunnr maðr á sinni tíð. „Endrminningar“ þessar
eru í letr fœríiar á dönsku af próf. Fr. C. B. Dahl, í bréfi til séra
Jóns Helgasonar prófessors, en hann hefir svo snúið þessu á
íslenzku. Myndin af M. E. skýrist í huga vorum við þennan
vitnisburð hins danska góðkunningja hans, sem enn er á lífi
háaldraðr. Magnús Eiríksson er fyrirrennari Únítaratrúarinnar í
nútíðarsögu þjóðar vorrar; það varð hann einkum með bók sinni
um Jóhannesar guðspjall, ekki aðal-riti hans um það efni, „stóru
bókinni'1 svo nefndu, sem hann skráði á dönsku, heldr með
minna ritinu, er hann lét út gefið á íslenzku. Við lestr þess
hurfu; ekki svo fáir Islendingar frá trúnni á guðdóm frelsarans.
En heitr, jafnvel brennheitr, var Magnús í trú sinni, þótt í hana
vantaði það mikla kristilega megin-mál; um þann hita bar bœn-
rœkni hans ótvíræðan vott og það, hve mikla áherzlu hann lagði
á bœnina; en því miðr hefir iífseinkunn sú ekki gengið að erfð
til hinna andlegu niðja hans. Ekki er þess getið í „endrminn-
ingum“ Dahls-, að Magnús Eiríksson hafi fyrir fortölur Islands-
biskups ("Helga G. Thórdersens) látið til þess leiðast að sœkja
um prestsembætti heima á ættjörð sinni — eitt bezta „brauðið“
íslenzka — og fengið veiting fyrir því, en síðan hið- bráðasta
horfið frá því með öllu að bœta jarðneskan hag sinn á þann