Litli Bergþór - 22.07.1987, Síða 26
25
Nú fór aö líóa aö prófum og ég
fann aö ég var illa á vegi þar sem
ég tapaöi svona langri kennslu af
skólatxmanum og víst flökraöi það aó
mét aö taka ekki próf. En ég herti
mig upp og hugsaói mér aö best væri
aó duga eóa drepast og las allar
stundir fyrir prófið og slampaðist
sæmilega i gegnum þau. Skóla var
slitiö í byrjun mai og nú var hugur
minn aö komast suður i heimabyggö,
en þaó var nú ekki hlaupið aö komast
þaó, engar bilferóir og engar flug-
feröir og ekki var aó tala um aö
fara suóur Kjöl. Þaó varö nú úr aó
ég fór póstleióina vestur sveitir
og suöur Holtavöröuheiöi. Meó mér
fór kennari minn Vigfús Helgason sem
vann viö mælingar á Flóaáveitu. En
þaó vandaóist nú máliö fyrir mér þar
sem ég var þarna hestlaus og peninga-
laus, þá var nú ekki um annað aö gera
en aö kaupa hesta og fá allt lánað og
þaó tókst.
Ég keypti hest af Tómasi Jóhannssyni
kennara sem reyndist góöur feröahestur
þótt litill væri og fór ég á honum
einum frá Hólum. Hann var litill en
vel fóöraöur og reyndist vel.
Fyrsta daginn fórum vió aó Stóra-
Vatnsskarói og gistum þar, en daginn
eftir fórum viö yfir Vatnsskarö og nú
erum viö komnir aö Blöndu, þá óbrú-
aðri. Mér leist nú ekki meir en svo
á aó Litli-MÓsi, en svo nefndi ég hann,
stæöi i þessum straumþunga.
Vigfús var á tveimur hestum vel
öldum og stórum ferðahestum. Mósi
litli stóö sig vel og skilaöi okkur
yfir. Við komum aö Sólheimum i
Svinavatnshreppi og drukkum þar
kaffi. Barst þá þar i tal aó ég
þyrfti aö kaupa röskan og duglegan
ferðahest, og segir hann þá viö
dreng aö fara og reka heim hrossin.
Bóndinn hét Páll en man ég ekki
hvers son hann var. Ég var útiviö
þegar hrossin voru rekin heim og sá
ég aö á undan fer grár hestur, stór
og föngulegur og sjáanlega hafói
verió i eldisfóðri. Ég spyr Pál
hvört hann sé falur sá grái og segir
hann svo vera. Þetta gekk saman hjá
okkur strax og ég kaupi hann á
krónur 300 og borgi hann fvrir
októberlok. Ég fór ekkert á bak
honum áour en kaupin voru gerö, en
þegar ég kom inn meö Svinavatni aö
austan i mýrarflá fer ég á bak
honum. Mig var farió aö gruna aö
þarna væri flagð undir fögru skinni
og reyndist það svo, aö þetta var
alræmdur hrekkjahundur. Vió áttumst
þarna lengi við en hann náöi mér
ekki af baki en ég varö aó fara af
baki þvi járnmélió i beislinu fór i
sundur svo ég varð aó skipta um beisli.
Svo gekk sæmilega aó komast á bak
honum. Nú var ég farinn aö læra á
hans listir og mér óx kjarkur aö
eiga við hann. Ég hugsaði honum
þegjandi þörfina þvi ég fann strax
aö þetta var þrekhestur. Ég reió
þeim gráa alveg út daginn aó Brekku
i Þingi og þar gistum við. Daginn
eftir var lagt snemma af staö. Viö
komum að Staöarbakka og fengum góö-
geróir þar og hey handa hestunum.
Ekki man ég hvaó bærinn hét sem við
gistum á næstu nótt en það var ekki
langt þaóan aö Grænumýrartungu, sem
er næsti bær vió Holtavöröuheiðina.
Þangað fórum vió heim aö fá fréttir
og fengum hey handa hestunum og mat
handa okkur. Þetta var allt til reiðt
og vel útilátió. Nú fórum viö aö
spyrja um ferðir yfir heióina og töldt
þeir aö hún heföi verió semsagt ófær
fyrir hesta undanfarna daga þvi þaö
hefði verið svo mikil sólbráö og
snjórinn væri gífurlegur og væöi
nióur úr öllu. Svo var okkur sagt aó
matarlaust og heylaust væri í Forna-
hvammi svo ekki væri um aö ræöa aó
gista þar. Viö uróum alveg að' ganga
þegar viö komum upp á heióina, því
hestarnir lágu alltaf á kviöi og
brutust um. Þaö bjargaöi okkur aö
veóriö var þurrt og gott því við
vorum illa verkaöir og var víöa
krapaelgur. Klukkan 4 um nóttina
vöktum vió upp í Sveinatungu og
vorum vió heldur fegnir og fengum
góöar móttökur fyrir menn og hesta.
Þegar við fórum aó búa okkur til
brottferðar og leggja á hestana um
morguninn, kom í ljós að báöir hestar
Vigfúsar voru eymdir á baki svo aö
varla var leggjandi á þá hnakkur.
Annars geröu mínir hestar þaö gott og
sá grái var mikið til hættur aó
hrekkja. Þaö var hestur í fóöri frá
ráðsmanninum á Hólum á Hesti í Borgar-
firöi og ég samdi um þaö áöur en ég
fór aó ég fengi hann keyptan ef ég
vildi og mér litist á hann. NÚ fór ég
aó skoöa hestinn og var allt í lagi
meö hann. Hesturinn var vel fóðraður
og fallegur svo ég ákvaö að kaupa
hann og lánaði Vigfúsi hann til
Reykjavíkur. Næstu nótt gistum við
aö Grund i Skorradal, þar var mikið
myndarheimili og engu sparað viö
menn og hesta. Um morguninn þegar
menn og hestar voru búnir aö þiggja
góögeröir kvöddum viö þessi heiöurs-
hjón og ekki var að tala um aö þau
tækju neitt fyrir gistinguna. Þá
héldum viö áfram sem leið liggur til
Reykjavíkur og bar ekkert sérstakt til