Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 4
Frá Ungmennafélaginu Heil og sæl, lesendur góðir! Margt hefur verið að gerast í Ungmennafélaginu undanfama mánuði og það má segja að það hafi bara verið þó nokkuð líf í starfseminni. Unglingarnir voru virkjaðir vel í sumar og stóðu sig frábærlega. A síðasta aðalfundi félagsins var kosin unglinganefnd eins konar skemmtinefnd og í hana völdust Daníel, Ketill, Björt, Ivar og Gunnar Öm. Svipuð nefnd hefur verið kosin á hverjum aðalfundi og hefur stjóm átt að kalla hana saman og vinna með henni, en það hefur yfirleitt verið stjórnin sem hefur ekki staðið sig og því oft verið minna gert en börnin hefðu viljað. En nú var nefndin boðuð saman og upp komu óteljandi hugmyndir um hvað gaman væri að gera og niðurstaðan var að byrja á óvissuferð 14. júní. Síðan hittumst við aftur og þá var ákveðið að fara í eina Reykjavíkurferð og siglingu niður Hvítá. Allt tókst þetta mjög vel. En þessi nefnd fékk að vinna meira en til stóð, því hún var öll sett í þjóðhátíðamefnd undir stjóm Jórunnar Svavarsdóttur, og ég held að krakkamir hafi bjargað deginum. Aðalstjóm hafði annars rólegt um sig í sumar, tók sér sumarfrí til að undirbúa þurfti réttarsúpuna. Salan í réttunum var góð þó svo að súpan hafi hækkað verulega milli ára en það kvartaði enginn. Við komum vel út úr sölunni fjárhagslega enda þarf það að vera svo það réttlæti alla þessa vinnu við undirbúininginn sem er ótrúlega mikill. íþróttadeildin sér aðallega um sumarstarfið og hefur í nógu að snúast. Fyrir utan venjulegt íþróttastarf var deildin með hlutaveltu og kökubasar í sölutjaldinu í júlí og gekk það all vel. Þann 19. október var virkilega skemmtileg samkoma eða fundur í Aratungu, en þar hittust 16 fyrrverandi formenn, núverandi stjóm og einnig vora boðaðir stjórnarmenn deilda. Það má segja að til fundarins var boðað til að fá hugmyndir um hvað gera ætti á 90 ára afmælinu. Þegar upp er staðið þá finnst mér ánægjulegast að svona margir formenn skyldu gefa sér tíma til að koma til okkar. Hugmyndir komu frá mörgum, flestar, ef ekki allar framkvæmanlegar t.d að hressa upp á fánann okkar, sem er orðinn lúinn. Ég hef alltaf horft á hann sem fallegasta félagsfánann sem ég hef séð en ekki tekið eftir því að hann er farinn að eldast, því var þetta góð ábending. Leikrit þarf að setja upp á afmælisárinu og vildu margir að eitthvað gamalt yrði tekið upp og sýnt en þá var þegar búið að ráða leikstjóra og velja leikrit svo að gömlu stykkin bíða um sinn. Leikritið Lénarður fógeti var fyrsta leikritið sem sýnt var í Aratungu og spuming er hvort ekki megi taka það upp á afmælisári Aratungu. Aðrar hugmyndir: Skógarskoðun um reiti Ungmennafélagsins og gera göngustíga þannig að auðveldara verði að ganga um. Gera íþróttimar sýnilegri og hafa íþróttakvöld, efla fræðslustarf og hafa málfundi, gefa út gömlu fundargerðarbækurnar og lesa uppúr þeim. Hafa þemaverkefni um Ungmennafélagið í samstarfi við skólann og stofna karlakór sem syngi á afmælishátíðinni, sem sagt halda upp á afmælið á sem breiðustu sviði. En fyrst og fremst afmæliskaffi með rjómatertum á sumardaginn fyrsta. Okkar elsti formaður Stefán Sigurðsson mætti á staðinn, hélt ræðu og gaf félaginu lag eftir sig, en ljóðið er eftir Svein Sæmundsson. Það er búið að syngja það inn á spólu, en það gerði vinur hans Vilhjálmur Sigurjónsson. Þá var bara náð í segulbandstæki og gátum við hlustað á það á staðnum. Gaman væri að frumflytja það á afmælishátíðinnþen ljóðið hefst þannig: Ifaðmi blárra fjalla, meðfanna og jökul skalla hún liggur landsins perla, mín Ijúfa bernskusveit. Stefán! bestu þakkir! Að loknum fundi var kaffi og kökur á boðstólum og sátu menn og konur góða stund við spjall. Þá kom tillaga frá Bimi Erlendssyni að fyrrverandi formenn gæfu félaginu nýjan fána og var það samþykkt með lófaklappi. Ég vona að allir hafi haft jafnmikla ánægju af þessum fundi eins og ég- Þessa dagana er að Ijúka dansnámskeiði, þar sem 12 pör æfa fótfimi sína undir stjórn Astu og Halldórs á Efra-Seli en Garðar Olgeirsson spilar undir á harmonikku. Vel heppnað námskeið í alla staði. Félagsbúningamir okkar eru í vinnslu og verða Núverandi og fyrrverandi fonnenn Umf Bisk. Fremri röð: tilbúnir fyrir jól en um 40 manns pöntuðu galla. Margrét Sverrisdóttir, Björn Erlendsson, Sigurður Þorsteinsson, Bestu jóla og nýárskveðjur til ykkar allra og við Stefán Sigurðsson, Eiríkur Sœland, Helgi Kr. Einarsson. þökkum þeim sem hafa stutt við bakið á félaginu á Aftari röð: Sveinn A. sœland, Sveinn Skúlason, Guðni Lýðsson, liðnum árum. Brynjar Sigurðsson, Einar Geir Þorsteinsson, Arnór Karlsson, Fyrir hönd Umf. Bisk., Margrét Sverrisdóttir. Kjartan Sveinsson, Gunnar Sverrisson, Björn Bj. Jónsson, Jens Pétur Jóhannsson, Sigríður J. Sigurfmnsdóttir. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.