Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 6

Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 3. júlí 1997. Aðalfundargerð Sorpstöðvar Suðurlands dags. 23. maí 1997. Aðalfundi lauk ekki, vegna ágreinings um sorpurðunarmál og fundi frestað til 15. sept. og skal sáttatillaga þá liggja fyrir. Kynnt að öðru leyti. Bréf Hrunamannahrepps dags. 13. júní. Þar er samþykkt að taka þátt í sameiginlegri úttekt á sex grunnskólum í uppsveitum svo fremi að öll sveitarfélögin séu með. Samningur um uppgræðslu Hóla og Tunguheiðar undirritaður af Landgræðslu nkisins, Biskupstungna- hreppi, sem eiganda Hóla, Landgræðslufélagi Biskupstungnahrepps og fulltrúa Bræðratungukirkju, kynntur. Bréf Skipulags ríkisins dags. 19. júní 1997. Þar er hafnað þátttöku í aðalskipulagi (endurskoðun) Laugaráss og Skálholts. I bréfinu kemur fram að þörf er á heildstæðri landnotkunaráætlun og aðalskipulagi fyrir alla sveitina. Með fylgir staðlaður tvíhliða samningur vegna skipulagsgerðar. Hreppsráð tekur undir þörfina og leggur til að Pétri Jónssyni verði falið að leggja fram tíma og kostnaðaráætlun í allt verkið. Aætlanir skólastjóra Reykholtsskóla dags. 26/6 1997. Hann leggur fram kennsluáætlun, áætlun um nemendafjölda, áætlun um starfsmannafjölda og fjárhagsáætlun að gefnum ákveðnum forsendum. Guðmundi falið að yfirfara áætlanimar í samráði við Skólaskrifstofu Suðurlands. Bréf Umferðaröryggisfulltrúa Suðurlands dags. 27. og 30. júní 1997. Hann óskar eftir upplýsingum um reglugerðir v/lausagöngu búfjár. Engar samþykktir eða reglugerðir em til fyrir sveitina og er oddvita falið að koma þeim upplýsingum til skila. Einnig skorar hann á sveitarstjómina að hafa öryggisbelti í skólabílum. Erindinu vísað til skólanefndar. Bréf sýslumanns dags. 30. júní 1997. Endumýjun áfengisleyfis fyrir Hótel Geysi og einnig sótt um leyfi til áfengisveitinga utan dyra. Gísla falið að leita álits félagsmálanefndar. Hreppsráð samþykkir að fengnu því leyfi. Bréf Samb. ísl. Sveitarfélaga dags. 24. júní 1997. Kynnt ný lög um vinnumiðlun og atvinnuleysis- skráningu, þar sem þau mál færast frá sveitarfélögunum til ríkisins. Bréf Sorpstöðvar Suðurlands dags. 20. júní 1997. Tillögur að gámavelli og jarðgerðarstað við Laugarás. Hreppsráð telur að leita þurfi ódýrari og einfaldari leiða til að leysa vandamál garðyrkjubænda ofl. sem hafa lífrænan úrgang frá fyrirtækjum sínum. Skoða þarf vandlega þá hugmynd að hafa opna gáma í nágrenni garðyrkjubýla, þar sem allir ættu þess kost að losa sig við lífrænan úrgang og ef til vill aðra smærri til móttöku á jámarusli. Hreppsráð leggur til að gryfjum í Laugarási verði lokað sem fyrst og áðurnefndar leiðir skoðaðar vandlega. Afsal vegna Asholts í Laugarási dags. 16. júní 1997. Kaupverð kr. 1.600.000.-. Hreppsráð leggur til að ekki verði neytt forkaupsréttar. Seljandi er Jakob G. Havsteen Háteigavegi 32 Reykjavrk. Kaupandi er Jóhann Bjöm Oskarsson Strandaseli 2 Reykjavík. Gísli kynnti frágang lóðasölu í Laugarási samkv. bókun nr. 4 frá hreppsráðsfundi 23. apríl 1997. Kaupandi er Gunnar Guðbjömsson. Greiðslufyrirkomulag: Kr. 300.000 í peningum kr. 400.000 í málverkum. Málverkin heita: Þjóðarskútan, Rjúpur, A leið í Selsund og Álfakirkjan í Dritvík á Snæfellsnesi. Umsókn Gyfla Haraldssonar og Péturs Skarphéðinssonar um lóðir í Laugarási. Þar sem sýnt er að skipulag í Laugarási frestast um stund samkv. lið nr. 11 í þessari fundargerð, þá leggur hreppsráð til að Pétri Jónssyni verði falið að leita lausna á umsókn þeirra og gera tillögur þar um. Aðstaða Landsbanka íslands. Á fundinn mættu þrír fulltrúar bankans til viðræðu um framtíðarstaðsetningu bankans í ljósi þess að honum hefur verið sagt upp húsnæðinu í Reykholtslaug. Bankamenn lýstu eindregnum áhuga sínum á að vera áfram í Reykholti og lokun til skemmri eða lengri tíma væri ekki uppi á borðinu. Þeir lýstu áhuga á að byggja með öðrum og leigja síðan aðstöðuna. Þeirri hugmynd var velt upp hvort hægt væri að byggja í samvinnu við Bjamabúð og ef til vill fleiri niður við þjóðveg. Aðilar vom sammála að hraða þyrfti málum. Hreppsráðsfundur 7. ágúst 1997. Fundargerðir byggingarnefndar íþróttahúss frá ll.júní, 15. júlíog 31. júlf 1997. Kynntar teikningar sem Hjördís Sigurgísladóttir hefur skilað sem fyrstu hugmyndum. Byggingamefndinni falið að vinna áfram að málinu enda hreppsráð sátt við útfærslu á tengingu salar við sundlaugarhús. Bréf Tölvumiðlunar dags. 28. júlí 1997. Þar er kynnt breyting á tölvumálum sveitarfélaga þar sem Samb. ísl. sveitarfél. hefur samið við Tölvumiðlun ehf. um þjónustu við sveitarfélög. Ganga þarf frá samningi fyrir 1. desember 1997. Bréf Selmúla ehf. dags. 22. júlí 1997. Sótt er um kalt vatn í a.m.k. 9 sumarhús í Holta- og Ásahverfi í landi Fells, helst fyrir veturinn. Hreppsráð leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun í heildarverkið og að stofngjöld verði greidd í upphafi fyrir 30 lóðir, kr. 30.000,- á lóð. Miðað er við að hreppurinn leggi að lóðarmörkum og er stofngjald miðað við það. Bréf Sigurðar Jóns’sonar dags. 30. júlí 1997. Sótt er urn kalt vatn að fimm sumarhúsum í landi Heiðar í framtíðinni. Verið er að byggja eina lóðina og samþykkir hreppsráð að leggja að henni nú í haust. Bréf Sýslumannsins á Selfossi dags. 24. júlí 1997. Oskað er eftir umsögn um leyfi til vínveitinga í veitingastofu við Iðubrú í Laugarási. Oddviti hefur veitt bráðabirgðaleyfi með fyrirvara um samþykkt félagsmálanefndar. Hreppsráð samþykkir fyrir sitt leyti að fengnu samþykki félagsmálanefndar. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.