Litli Bergþór - 01.12.1997, Side 12
U.M.F. Biskupstungna
Ferðasaga.
Föstudaginn 25. júlí lögðu af stað til Reykjavíkur um 16 ungir og einn eldri. Þá var kl. hálf tólf. Byrjað var að fara
í keilu í Öskjuhlíðinni. Þegar við komum inn var andrúmsloftið þakið spennu og hávaði sem fylgir öllu þar inni,
keilunum, tölvuleikjunum o.fl. Þetta virkar á mann og það var eins og allir tendruðust. Við fengum kennslu á tölvuna
við hverja keilubraut svo voru fjórir og fjórir saman. Sumum gekk vel en öðrum illa og þá var þetta ekkert gaman svo
þetta tók fljótt af, en þama inni eru líka allskonar tölvuleikir sem freistuðu marga. Ég er viss um að við höfum skilið
eftir drjúgan aur þama á staðnum. Nú vildu nokkrir fara í Kringluna en það var næsta á dagskrá. Rútuna sendi ég í
burtu þar sem við gátum alveg verið án hennar allan daginn að mér fannst en þá þurftum við að ganga alla leiðina að
Kringlunni og það tókst, sveitafólkið rataði. En þar sem
nokkrir voru eftir í keilunni varð ég að ganga aftur til
baka og ná í þá sem eftir voru, því þeir vora ekki alveg
vissir um að rata. Nú var kl. bara rétt um fjögur og það
átti ekki að fara í bíó fyrr en kl. níu. Nú var bara að eyða
tímanum þama og um kl. sex vom margir búinir að fá
nóg og við fóram að fá okkur að borða þegar allir vom
fundnir. Það var þetta með bíóið, upphaflega átti að fara
í Kringlubíó en þar var ekki hægt að velja um margar
myndir og sumir búnir að sjá þær o.s.frv. Það var
samþykkt að fara í Sambíóin í Álfabakka. Nú þurfti
sveitafólkið að taka strætó, púff. Fararstjórinn ekki
vanur en varð að standa sig, jú þóttist finna rétta
strætóinn og arkaði með liðið. Enginn með miða allir
með klink, enginn vissi hvað kostaði og var bflstjórinn
lítið ánægður með okkur. Strætó ekur af stað og eftir
smástund kemur einn og spyr mig, „erum við í réttum
strætó“? „Já, já,“ sagði ég og mikið var ég fegin þegar við nálguðumst Álfabakka, því ekkert hefði verið neyðarlegra
en að fara með allt liðið í vitlausan strætó.
Þegar kl. var 23.00 tíndust festir út úr húsi og rútan kom að ná í okkur og allt var klárt nema hvað Ketill og Gunnar
höfðu farið á mynd sem ekki var búin fyrr en 23.30. En þar sem Björt ætlaði ekki með
okkur til baka og þurfti að komast í hús á Njálsgötunni fékk ég bflstjórann til að keyra
hana eitthvað áleiðis og það varð til þess að við þurftum ekkert að bíða að ráði.
Heimleiðin gekk vel nema hvað sumir hefðu þurft að komast á salemið. En nú
var allt lokað og einnig rútusalemið, og ekki vildu þeir hlaupa út í íslenska náttúra.
Ekki veit ég hvemig þetta fór allt saman.
Takk fyrir ferðina krakkar. MaggýT
Ungmennafélagar jyrir utan Kringluna.
Aldreifce ég aðfara í
ungmennaferð!
Hvítársigling.
í lok ágúst var skipulögð Hvítársigling af skemmtinefndinni fyrir unglingana í sveitinni.
Á annan tug ungmenna héðan ásamt tveim hópum úr Reykjavík héldu í svaðilför niður Hvítá.
Var þetta hin skemmtilegasta ferð, þar sem okkar bátur var greinilega bestur með öflugasta liðið. Var
stoppað við klett, þar sem er hefð af hoppa fram af niður í ána. Reyndar hafði einn bátur haft viðkomu á
kletti ofar í ánni við mikla kátínu hinna áhafnanna. Eftir að þeir sem vildu og máttu höfðu látið sig vaða í ána af
klettinum var haldið áfram niður ána með viðeigandi vatnsslag og húllum hæ. Var þetta síðasta ferð eins liðsstjórans og
var hún kvödd með viðeigandi baði. Allir fengu sitt bað þó sumir meira en aðrir. Þegar komið var í land var haldið
heim að Drumboddsstöðum í heyvagni, blaut, svolítið köld en í miklu stuði og ánægð með frábæra ferð.
Eftir að við vorum komin í þurrt var vaðið í kakóið hjá bátafólkinu, en það var alveg frábært og kunnum við þeim
bestu þakkir.
Ferðalokin urðu svo í Hrosshaga þar sem allir smjöttuðu á gómsætum pitsum (flatbökum) sem Margrét eldaði.
Þessar tvær ferðir í sumar, óvissuferðin og siglingin em lýsandi dæmi um að unglingamir okkar geta og vilja vera
traustsins verð, að fá að reyna sig sjálf. Sýna ykkur foreldmnum að þau geta skemmt sér og notið þess að vera ung.
Ég vil bara segja takk fyrir að fá að fara þessar ferðir með ykkur krakkar. Þið vomð og erað frábær að ferðast með.
Skipaður ferðahirðir. Magnús Ásbjömsson.
Litli - Bergþór 12