Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 15
Kvenfélagsfréttir A hádegisbamum á Hólmavík. fegursta veðri og fengum góðar móttökur á Ströndum. Fyrsta kaffihlaðborðið var á Prestbakka í Hrútafirði hjá frú Guðrúnu Láru prestmaddömu þar og hennar kvenfélagskonum. Utvegaði hún okkur leiðsögukonu, sem fylgdi okkur norður í Bjamarfjörð, þar sem við gistum í tvær nætur á gistiheimilinu á Laugarhóli í góðu yfirlæti. Næsta dag var keyrt norður í Ameshrepp undir leiðsögn annarrar kvenfélagskonu, með viðkomu á öllum helstu merkisstöðum og að sjálfsögðu kaffihlaðborðum og matarboðum kvenfélaga í hverri sveit. Veðrið var svolítið napurt fyrri partinn, en létti til þegar á daginn leið og hélst síðan bjart og gott það sem eftir var ferðar. Varð ferðin öll hin ánægjulegasta og köllum við hana veisluferðina miklu. I byrjun júní fjölmenntu félagskonur í skógræktarreit Kvenfélagsins í landi Spóastaða og lögðu göngustíga um svæðið með trjákurli. Einnig var gróðursett og snyrt og klippt. I tilefni af opnun nýju Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási, gáfum við, ásamt þremur öðrum nágranna kvenfélögum, heilsugæslustöðinni peninga til tækjakaupa, sem við afhentum sameiginlega eitt góðveðurskvöld í júní. Var hlutur okkar í þeirri gjöf kr. 190 þúsund. Nú, þessar vikumar, standa yfir námskeið í perlusaumi, kransagerð og kortagerð á vegum kvenfélagsins. Afraksturinn af námskeiðunum á svo að selja ásamt kökum og ýmsu fleiru á jólabasar, sem verður á sama tíma og jólahlaðborðið í Aratungu, þann 6. des. Þar verða einnig til sölu jólakortin frá S.S.K., en allur ágóði af þeim rennur í sjúkrahússjóðinn. Ágóða af jólabasamum verður hinsvegar varið til tækjakaupa í smíðastofu barnaskólans. Eg fór á formannafund S.S.K. í byrjun nóv., og var það góður fundur. Virðast kvenfélögin víðast hvar vera á fullu. Næsta ár er afmælisár hjá S.S.K. og á að halda sameiginlega hátíð með Búnaðarsambandi Suðurlands á góðum stað næsta sumar. Gleðileg jól öll sömul og megi næsta ár vera fullt af félagsmálagleði! Skrifað um miðjan nóvember 1997, Oddný Jósefsdóttir, Brautarhóli. Oddný afhendir Pétri lœkni peningagjöffrá 4 kvenfélögum. Síðast komu fréttir af okkur kvenfélagskonum fyrir ári síðan, en þær hripaði ég niður í flýti á stjómarfundi fyrir frú Margréti formann á Króki. Þá var ég varaformaður, en nú hef ég hækkað í tign, var kosin formaður á síðasta aðalfundi í febrúar s.l. (æ, æ, aumingja ég!). Með mér í stjóm eru Kristín Sigurðardóttir ritari, Geirþrúður gjaldkeri og meðstjómendur og varakonur, þær Ingibjörg Bjama, Sigrún Reynis, Aðalheiður Helga og Guðrún Ólafs. Sumarfengu sér sundsprett í lauginni á Krossnesi í Arneshreppi. Kvenfélagskonur á leið norður á Strandir, við fossinn Glym í Norðurá í Borgarfirði. Minn fyrsta fund, vorfundinn hélt ég hér heima og auglýsti hann á forsíðu Tungnatíðinda, svo það færi ekki fram hjá neinni. Bjóst við góðri nætingu, en það var ekki aldeilis. Mættu sex. Ekki leist mér nú á, ætlaði félagið alveg að lognast útaf? Á fundinum ákváðum við samt að fara í þriggja daga ferð norður á Strandir og hætta ekki við þótt þátttaka yrði dræm. Vomm við með því að endurgjalda heimsókn kvenfélagskvenna af Ströndum fyrir 3-4 árum. Þann 23. júní fómm við því tólf saman í rútu norður á leið í Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.