Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 17
Nokkur orð um Bergholtsbúa Þegar ég kom hér í Tungurnar fyrst, þá voru engin hús fyrir framan Aratungu, en ekki liðu nema nokkur ár þegar fóru að rísa hús eftir hús. (þau blasa við út um stofugluggann hjá mér.) Tvö af þessum húsum ganga undir nafninu Bergholt eldra og nýrra. Þangað fluttust nokkrir eldri borgarar héðan úr sveitinni og langar mig að minnast þeirra, bæði þeirra sem kvatt hafa, og hinna sem eftir lifa, með nokkrum orðum. Erlendur frá Dalsmynni, sem alltaf var kallaður Lindi, göngugarpur mikill, gekk „auðnuleysishringinn“ hvern dag sem veður leyfði. Kom þá oft við í búðinni til að spjalla og bað um „6 græningja í nærbuxnapoka“. Alltaf jafn hress og brosmildur. Sveinn og Magnhildur frá Drumboddsstöðum, barnfóstrur góðar bæði tvö. Fengum við bamafólkið í hverfinu þau stundum til að sitja hjá bömunum okkar ef við þurftum að skreppa frá, hurfu þá gjarnan götin á sokkunum í sokkakörfunni hiá mér um leið. Eirfkur Sveinsson frá Miklholti, 1 Haukur, Ingvar og Ásbjörn. hagleiksmaður, alltaf tilbúinn að hjálpa til við að ditta að hinu og þessu. Marga rúðu var hann búinn að bæta í gróðurhúsin hjá okkur og fleirum. Ingvar, Þorlákur og Sveinn. Bræðurnir Haukur og Ingi frá Hvítárbakka vom með hesta og höfðu á húsi á Norðurbrún að vetmm. Röltu þeir á milli til að sinna þeim og fylgdust þá með okkar hrossum hinumeginn við holtið um leið. Þurftum við ekki að hafa áhyggjur af þeim. Einar frá Kjarnholtum kom og var í nokkur ár, en fluttist svo í burtu. Kynntist ég honum því miður ekki mikið. Asbjöm og Kristín frá Víðigerði komu svo, en Kristín var því miður stutt. En sem kvenfélagskonu minnist ég hennar sitjandi við borð í eldhúsinu í Aratungu ásamt Júlíönnu frá Litla-Fljóti, að smyrja flatkökur og hella á kaffikönnur fyrir jarðarfarir. Einnig vann hún ötullega í gróðurreitnum okkar. Svo em þeir Þorlákur og Haukur Daðason, stríðnispúkar báðir tveir, sem gaman er að spjalla við. Oft var rölt á milli og tekið í spil, svona til tvö eða þrjú að nóttu. Gekk þá neftóbaksbaukurinn iðulega í hring kringum borðið, slatti úr honum lenti stundum undir borðinu, ákafinn var svo mikill í spilamennskunni. Man ég sérstaklega eftir hvað gaman var að Magnhildi við spilaborðið. Karlamir vom að stríða henni, en hún lét þá nú ekki eiga neitt hjá sér og svaraði vel fyrir sig. Við hjónin höfum haft fyrir sið á hverju hausti að bjóða öllum úr Bergholti í mat, tínt þá upp úr kistunum hangikét, svið og svín. Gjaman orðið smá jólastemming yfir borðum og svo var spilað og hlustað á kóramúsík. Ingi karlinn hafði alltaf mjög gaman af því þegar Karlakórinn Heimir eða Skagfirska Söngsveitin voru á fóninum. Nú er boðið ný afstaðið, en þar sem ekki vom nema þrír karlar eftir í Bergholti, buðum við nokkrum úr næstu húsum við hliðina. Ég gæti skrifað margt fleira um Bergholtsbúa, en ég held ég hætti núna. Ég vona bara að það flytjist nýir (gamlir) í Bergholtið fljótlega, svo hægt verði að slá í spil. Oddný á Brautarhóli. Erlendur, Eiríkur og Haukur Ingvarss. Nefndir kosnar á haustfundi Loga 25. nóvember 1997. Árshátíðarnefnd: Bjami Kristinsson Brautarhóli Guðný Höskuldsdóttir Kjamholtum Guttormur Bjamason Skálholti Þráinn Jónsson Miklaholti Hákon Gunnlaugsson Hvítárbakka Pétur Skarphéðinsson Launrétt Gísli Einarsson Kjamholtum Útreiðarnefnd: Þórey Jónasdóttir Haukadal Njörður Jónsson Brattholti Guðmundur Óskarsson Kistuholti 9 Fræðslu og útbreiðslunefnd Valdimar Ármann Efri-Reykjum Guðný Höskuldsdóttir Kjarnholtum Kristinn Antonsson Fellskoti Æskulýðsnefnd Hólmfríður Ingólfsdóttir Brennigerði Helgi Guðmundsson Hrosshaga Benedikt Skúlason Kirkjuholti Reiðveganefnd Kristján Kristjánsson Borgarholti Kristinn Antonsson Fellskoti Gæðingakeppni og reiðskólanefnd Kristján Kristjánsson Borgarholti Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum Sigurjón Sæland Kistuholti 16 Framkvæmdanefnd íþróttadeildar Knútur Ármann Friðheimum Sonja Gylfadóttir Efri-Reykjum Bryndís Kristjánsdóttir Borgarholti Benedikt Skúlason Kirkjuholti Óttar Bragi Þráinsson Miklaholti V J Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.