Litli Bergþór - 01.12.1997, Page 22

Litli Bergþór - 01.12.1997, Page 22
Heislugæsla í hundrað ár..frh. Jón Eiríksson oddviti, Vorsabæ 2, Skeiðahr. 1959-1990. Loftur Þorsteinsson, oddviti Haukholtum,1990. Arið 1990 varð sú grundvallarbreyting í framhaldi af samningi ríkis og sveitarfélaga um breytta verkaskiptingu, að ríkið tók yfir rekstur heilsugæslustöðva. Heilsugæslustöðvarnar eru nú settar á föst fjárlög en skulu að auki afla sér tekna með komugjöldum og öðrum sértekjum. Stjóm þeirra er skipuð af ráðherra eftir tilnefningu, nema formaðurinn án tilnefningar. Ég var stjórnarformaður Heilsugæslustöðvarinnar eftir að hún var stofnuð 1974 og til 1990 og ráðherraskipaður 1990-1994. Einnig var ég framkvæmdastjóri til júnfloka 1996. Núverandi stjórnarformaður er sr. Axel Ámason og framkvæmdastjóri er Jónas Yngvi Ásgrímsson. Ég á margs að minnast frá þessum árum. Er mér minisstætt hve samstarfið við þá oddvita og sveitarhöfðingja, sem ég starfaði með var ánægjulegt. Áhugi þeirra á að halda hér uppi góðri heilbrigðisþjónustu var mikill - og ekki stóð á framlögum hreppanna þegar þess þurfti með. I stjóm Heilsugæslustövarinnar ríkti eindrægni í að koma fram málum og samstarfið við lækna og annað starfsfólk var yfirleitt gott. Elínborg á Iðu og Asta á Sólveigarstöðum afhenda Heilsugceslustöðinni bamavog og leikföng frá Kvenfélagi Biskupstungna árið 1990. Enn vil ég minnast góðra samskipta við starfsfólk heilbrigðisráðuneytis og alþingismenn og þegar á allt er litið, tel ég að vel hafi verið tekið á okkar málum, þótt fjárveitingar hafi dregist oft ansi mikið á langinn. Og ekki skal gleymt góðum hug og stuðningi, sem félög og samtök í héraðinu hafa sýnt til að bæta heilbrigðisþjónustuna með því að gefa lækningatæki og áhöld, sumt stórgjafir. Eru það kvenfélögin, Krabbameinsfélag Árnessýslu, Rauða kross deild Ámessýslu, Sontaklúbbur Ámessýslu, Lions- og Kiwanisklúbbar. Lionsklúbburinn í Laugardal hefur gefið flest tækin á heilsugæsluselið á Laugarvatni. Síðast eða 1996 gaf Eiríkur Sveinsson frá Miklaholti stjórgjöf, eina milljón króna til tækjakaupa. Heilbrigðisráðherrar hafa komið í heimsókn með fríðu fömneyti ráðuneytisfólks. Matthías Bjamason kom fyrstur árið 1976, þá kom Svavar Gestsson og loks Sighvatur Björgvinsson 1991. Við reyndum að taka vel á móti þessum ágætu gestum og þessar heimsóknir vom bæði gagnlegar og skemmtilegar. Ráðherramir slógu á létta strengi og ég man að Matthías sagði okkur söguna af því þegar Sigurður á Laugabóli skaut hrútinn yfir fjörðinn. Þannig var að nágranni hans á Móum, hinum megin Mjóafjarðar, bað Sigurð um að skjóta fyrir sig hrút og tók hann því vel og sagði honum að fara með hrútinn niður í flæðarmálið. Og þar skaut Sigurður hrútinn yfir fjörðinn í klofinu á karlinum. Sighvatur sagði okkur skemmtilega sögu af framboðsfundi á Ströndum og hvað hann var hissa á því hve Strandamenn tóku honum vel. En skýringin reyndist sú, að kratar þóttu þar furðuskepnur. Guðmundur Bjamason kom við í óformlegri heimsókn og Ingibjörg Pálmadóttir leit inn áður en hún tók skóflustunguna. Hafði hún á orði á eftir að hún hafi ekki búist við að þrengslin væru svona mikil enda sýndist mér hún einbeitt á svip þegar hún beitti skóflunni. Ég er nú kominn að lokum þessa erindis. Fastir fl)úar í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar vom 2238 hinn 1. desember sl. og svo eru skólanemendumir á Laugarvatni. Þá eru hér mestu sumarhúsabyggðir landsins og voru sumarhúsin 2484 talsins 28. mars sl. samkv. upplýsingum byggingarfulltrúa að ólgeymdum 340 föstum hjólhýsum. Enn skal bent á fjölmennar ferðamannaleiðir um þessar sveitir svo sem að Gullfossi og Geysi og má segja að hingað austur séu þjóðflutningar um helgar. Það em því margir, sem þurfa læknis við og starfsfólkið þarf ekki að kvíða atvinnuleysi. En nú em tímamót með nýrri heilsugæslustöð til að veita þjónustu og húsakostur verður að teljast orðinn góður þar sem fyrir voru íbúðir fyrir báða læknana og hjúkrunarforstjórann og afleysingaíbúð. Hús og tæki eru góð og nauðsynleg, en mest veltur þó á hinum mannlega þætti, hæfileikum og þekkingu lækna og annars starfsfólks til að lækna fólk og hjúkra og fyrirbyggja sjúkdóma. Ég hef orðið var við að íbúar í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar eru mjög ánægðir með þá heilbrigðisþjónustu, sem þeir fá, og er sannfærður um að þessi góða þjónusta og það öryggi sem hún veitir, á góðan þátt í að í þessum sveitum hefur mannlíf og búskapur blómgast, svo að þær em í dag einhverjar þær búsældarlegustu á landinu. Ég er sannfærður um að svo verður áfram. Gleðilega hátíð. Jón Eiríksson. Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.