Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 11
Til móts við miðbaug
London - Amsterdam - Quito
Við hjónin sitjum í makindum í neðanjarðarlest og
ferðinni er heitið út á Heathrow flugvöll fyrir utan
London. Síminn hringir og óþolinmóð rödd spyr hvar
við eiginlega séum og hvort við förum ekki að koma á
flugvöllinn. Jú, við vorum rétt ókomin og eftir 20
mínútur vorum við komin í góðra vina hóp, sem
óþolinmóður beið eftir því að hefja 23 daga ferðalag til
Ekvador og Galapagoseyja. Þrír tímar voru í brottför,
en samt sem áður var spenna kominn í hópinn og
ákveðinnar óþolinmæði gætti vegna rólegheita okkar.
í fimm daga höfðum við slakað á hjá dóttur okkar
og hennar fjölskyldu í enskri sveitasælu eins og hún
best gerist. Kærkomnir aukadagar sem við notuðum til
að versla í rólegheitum síðustu nauðsynjavörumar fyrir
ferðalagið og dingla okkur aðeins. Hrista úr okkur
streituna sem ósjálfrátt safnast upp þegar ekki eru
tekin regluleg frí í langan tíma og vera vel undirbúin
fyrir „ferðina miklu“.
Ferðin mikla kom fyrst af alvöru til umræðu fyrir
tveimur árum í hópi sem samanstendur af nemendum
Garðyrkjuskóla ríkisins 1971-1974. Á hverju sumri,
síðan við útskrifuðumst, höfum við ferðast saman bæði
innan- og utanlands. Þéttur og skemmtilegur hópur
sem hefur myndað órjúfandi vináttubönd á þessu
tímabili.
Þrátt fyrir nokkum aðdraganda varð fljótlega ljóst að
ekki treystu allir föstu ferðafélagarnir sér með. Því fór
svo að nokkrir „skávinir“ komu með til að fylla í þá
tölu sem óskað var eftir.
Ekvador og Galapagoseyjar höfðu lengi heillað
okkur, ekki síst vegna þess að á seinni ámm höfum við
haft ómælda ánægju af að skoða íslenska náttúru á
gönguferðum um landið. Ekvador og Galapagoseyjar
eru þekktar meðal náttúmunnenda fyrir fallegt lands-
lag, óskerta náttúm og ekki síst fyrir fjölskrúðugt
dýralíf í víðasta skilningi þess orðs. Ferðin samanstóð
af þremur ólíkum þáttum sem hver um sig tók um
viku: frumskógarferð niður í Amasonfrumskóginn,
siglingu og gönguferðum um Galapagoseyjar og síðast
en ekki síst viku ferðalagi um fjöll og firnindi
Andesfjallanna.
Ekkert af þessu átti eftir að valda okkur vonbrigðum.
Á Heathrow var sem sagt lagt upp í ferðina sem
skipulögð var af Exodus, enskri ferðaskrifstofu, sem
sérhæfir sig m.a. í ævintýra og upplifunarferðum sem
þessari.
Flugáætlunin var: London - Amsterdam - Bonaire
(eyja í Karabíska hafinu) - Ekvador.
Eftir klukkutíma seinkun á Heathrow lá ljóst fyrir að
við myndum ekki ná fluginu frá Amsterdam til
Ekvador, sem átti að vera einn áfangi með einni milli-
lendingu. Spennan sem var í upphafi þrungin eftir-
væntingu varð að martröð og upplitið á hópnum við
lendingu í Amsterdam ekki upp á marga fiska. Fyrsti
dagurinn í Ekvador sem átti að vera afslöppun eftir 14
tíma flug var sýnilega farinn í vaskinn. Á slíkum
ögurstundum er eins og fólk fái auka kraft líkt og
íslenska handboltalandsliðið upplifði í Þýskalandi. Við
lömdum okkur saman á flugvellinum, endurvöktum
baráttuviljann, ákváðum að gera það besta úr hlutunum
og láta þetta fall í upphafi ferðar verða ekki að öðru en
fararheill. Það átti svo sannarlega eftir að koma í ljós.
Eftir aukanótt í Amsterdam var farið í að bjarga öðru
flugi yfir Atlantshafið. Eftir japl, jaml og fuður tókst
að koma hópnum í flug á hádegi, sem eftir fjórar milli-
lendingar komst heilu og höldnu til Quito, höfuð-
borgar Ekvador, um miðnætti. Þá kom í ljós að farang-
ur okkar hjóna, ásamt þriggja annarra, hafði ekki
skilað sér og voru nú góð ráð dýr.
Klukkan 10 morguninn eftir, átti að fljúga niður í
frumskóginn og dvelja þar í 4 nætur, fjarri allri verslun
og þjónustu. Allur hinn sértæki undirbúningur, frum-
skógarfatnaðurinn, malaríulyfin, flugnakremin o.fl.
var einhversstaðar á flakki um heiminn. Áhyggjur af
farangurslausu framhaldinu og lítilsháttar höfuðverkur
og svimi, sem við töldum víst að stafaði af ferðaþreytu
olli því að okkur varð ekki svefnsamt um nóttina.
Gripið og greitt á indíánamarkaðnum.
Þá kom hún Gloría okkar til sögunnar. Hún átti eftir
að vera fararstjóri okkar í Quito þar sem við millilent-
um ávallt á leið okkar á milli ferðahluta. Gloría mætti
á hótelið kl. 8 um morguninn og dró okkur út á
indíánamarkað í miðborginni, þar sem við hlupum um
í 11h klst. og keyptum flest allt sem við höfðum af
kostgæfni notað marga mánuði til að versla fyrir ferð-
ina. Þetta er lang árangursríkasta innkaupaferð sem við
höfum komist í. Gripið og greitt fékk nýja merkingu í
hugum okkar og allt sem passaði keypt án umhugsun-
ar. Það var því nokkuð skrautlegt útlit á okkur fimm
11 Litli Bergþór