Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 14
angrun sem þessi ættbálkur lifði við. Fararstjórinn
sagði okkur seinna að hann hefði orðið að staðsetja
ísland við endann á fljótinu, annað hefði húsbóndinn
ekki skilið. Að jörðin væri hnöttótt og ísland væri
hinum megin á kúlunni var allt of flókið að útskýra á
staðnum. Þegar hann komst að því að ein hjónin í
hópnum unnu ekki saman þá áminnti hann þau um að
hjónaband snérist um að búa saman, vinna saman og
vera saman. Ég ætla ekki að reyna að lýsa samræð-
unum sem spruttu af því að í hópnum voru með okkur
hjón og sonur eiginmannsins úr fyrri sambúð.
Maðurinn vinnur sem flugstjóri erlendis, hún er jarð-
fræðingur og vinnur á Akureyri en sonur hans býr hjá
fyrri konu hans í Kópavogi. Þetta urðu vægast sagt
mjög flóknar umræður og hann er örugglega enn að
segja frá þessu skrautlega fólki sem hann fékk í heim-
sókn og lífsháttum þeirra.
Engin ræktun fór fram eða söfnum á matarforða,
tilvera þeirra byggðist eingöngu á veiðinni úr fljótinu,
ávöxtum og jurtum úr skóginum og dýrum sem þau
veiddu sér til matar frá degi til dags. Afbrýðisemi er
landlæg meðal karlmanna af ættbálkinum og óþægilegt
þótti okkur að mega ekki horfa í augu kvenna, sem
virtust mjög undirokaðar og stjönuðu í kring um karla
sína. Húsfreyjan gaf okkur öllum bjór í skál, sem líkt-
ist helst íslenskri mysu og hefði sennilega verið hægt
að þræla í sig ef hún hefði ekki sífellt verið að hræra í
grugginu með höndunum.
Dagurinn hófst með því að vaknað var um kl. 3 á
nóttunni og tíminn fram að birtingu, um kl. 6, notaður
til að sötra áðurnefndan „bjór“, draumfarir næturinnar
ræddar og þýðing þeirra fyrir komandi dag. Þetta voru
þeirra helstu ánægju og samverustundir.
Eftir að hafa verslað af heimakonum leirmuni o.fl.
var haldið heim á leið til Kapawi eftir langan og eftir-
minnilegan dag.
Höfuðborgin Quito
Daginn eftir rigndi mikið og flugvöllurinn, sem hafði
verið harður og rykugur, var nú orðinn að forarvilpu.
Bíða þurfti nokkrar klukkustundir eftir að hann þorn-
aði og var þá flogið aftur áleiðis til Quito.
Þar beið Gloría eftir okkur og notaði daginn til að
sýna okkur borgina. Týndu töskurnar voru mættar á
svæðið okkur til mikils léttis, þannig að ekki þurfti að
taka rispu á markaðnum aftur.
Sviminn og höfuðverkurinn kom strax aftur við
komuna til Quito, því að það sem við héldum að væri
ferðaþreyta fyrsta daginn, var þá eftir allt saman vottur
af háfjallaveiki enda borgin í yfir 2800 m. hæð. Þetta
rjátlaðist ekki af okkur fyrr en í síðustu viku ferða-
lagsins eftir að hafa verið nokkra daga uppi í fjöll-
unum.
Quito er höfuðborg Ekvadors með um 2 millj. íbúa.
Borgin liggur í risastóru, djúpu fjallaskarði og er því
mjó og mjög löng. Ekvador þýðir miðbaugur á
spænsku, sem er aðaltungumál innfæddra, enda liggur
miðbaugurinn í gegn um landið og Galapagoseyjarnar,
sem liggja um 600 mílur vestur af meginlandinu úti í
Kyrrahafinu. Landið er um 256 þús. ferkílómetrar og
íbúar þess eru um 13-14 milljónir. Borgin er falleg en
ber merki þess að hafa byggst frekar skipulagslaust
upp. Hitastigið er mjög þægilegt, 20-25°C að deginum
og um 8-12°C á nóttunni. Mikil mengun var eftir því
sem á daginn leið en loftið hreinsaðist á nóttunni og
var þolanlegt fram á miðjan dag.
Galapagoseyjar
Nú var komið að þeim þætti sem hafði helst dregið
okkur í þennan heimshluta, það voru
Galapagoseyjarnar. Eftir tveggja klukkustunda flug
daginn eftir lentum við á einni af eyjunum, sem var
svo lítil að flugbrautin náði endanna á milli. A móti
okkur tók Juan sem var fararstjóri okkar næstu átta
daga. Hann var lítill og snaggaralegur náungi, mennt-
aður sjávarlíffræðingur og var hafsjór af fróðleik um
sögu og náttúru Galapagoseyja.
Eyjarnar liggja á virkum goshrygg, svipuðum
Atlantshafshryggnum sem liggur um Island. Tíðni
eldgosa er mikil og landslag mjög íslenskt, eyjar,
tignarleg eldfjöll og hraun í ýmsum myndum.
Land rís og hnígur enda er hryggurinn á flekaskilum
sem sífellt eru á hreyfingu.
Það sem helst skilur á milli Islands og Galapagoseyja
er ótrúlega framandi og fjölskrúðugt gróður- og dýralíf
bæði á landi og í sjó. Hrein paradís fyrir þá sem njóta
náttúrunnar í víðasta skilningi þess orðs.
Skútan sem var okkar heimili í 8 daga.
Við komuna vorum við drifin um borð í 16 manna
skútu, sem var okkar heimili eftir það. Allt rými var
skipulagt með ítrustu hagkvæmni í huga. Káeturnar
voru litlar og snyrtilegar og sama gilti um baðherberg-
in, en aðlögunarhæfni okkar var ótrúleg. Ég hefði t.d.
ekki ímyndað mér fyrirfram að ég gæti baðað mig á
hverju kvöldi í veltingi úti á hafi í sturtuklefa sem var
u.þ.b. 30 x 60 sm og náð árangri.
Eyjarnar eru allar einn þjóðgarður og er ekki byggð
nema á þremur eyjum. Ibúarnir, sem eru um 20.000,
lifa að mestu á þjónustu við ferðamenn. Kvóti er á
heimsóknum og fá aðeins um 100.000 manns að heim-
sækja eyjarnar á ári hverju. Ekki er heimilt að fara í
land nema í fylgd innfædds fararstjóra eftir að hafa
greitt skatt.
Litli Bergþór 14