Litli Bergþór - 01.03.2007, Page 19

Litli Bergþór - 01.03.2007, Page 19
Stjórn og nefndir Björgunarsveitar Biskupstungna Formaður Helgi Guðmundsson, Hrosshaga. Gjaldkeri Sigurjón Pétur Guðmundsson, Miðholti 1 Ritari Axel Sæland, Espiflöt. Varaformaður Kristinn Páll Pálsson, Brekkuskógi. Meðstjórnandi Guðjón R. Guðjónsson, Miðholti 3. Bílanefnd Einar Guðmundsson (formaður), Kistuholti 9. Snorri Geir Guðjónsson, Litlu-Tjöm. Ingvi Þorfinnsson, Spóastöðum. Oskar Kristinn Boundy, Kistuholti 14a. Guðjón R. Guðjónsson Miðholti 3. Húsvörður Sveinbjöm Guðlaugsson, Daltúni. Sleðanefnd Kristinn Páll Pálsson (formaður), Brekkuskógi. Sólon Morthens, Hrosshaga. Jón Agúst Gunnarsson, Hrosshaga. Brynjar S. Sigurðsson, Heiði. Oddur Pálsson, Brekkuskógi. Jón Agústsson, Lyngási. Helgi Guðmundsson, Hrosshaga. Unglinganefnd Heiða Pálrún Leifsdóttir (formaður), Espiflöt. Axel Sæland, Espiflöt. Þórey Helgadóttir, Hrosshaga. Kristnihátíð á Þingvöllum í júlí 2000 Eftir Hilmar Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugardal Er nú síðan árþúsund af eilífðinni að Þorgeir lá með þungu sinni þögull undir bolaskinni. Tuttugu og fjóra tíma þar í transi lá hann, Krist og Oðinn saman sá hann, soldill kvíði tók að þjá hann. Kjarkinn, þrek og kraft úr sálu karlinn missti, og þegar Oðinn hausinn hristi hallað' ann sér að Jesús Kristi. Fálmaði í hausinn, fletti af skalla flösu grárri. Hugmynd náði hvergi klárri hvor þeirra mundi vera skárri. Rámur síðan reis hann upp af rekkju flatri og lýst'yfir á Lögbergssetri að líklega væri Kristur betri. Heiðnir fengju heimullega hross að éta, og sér til mæðu og meinabóta mættu þeir í leyni blóta. Heimilt skyldi í harðindum að henda út bömum. Af því hrifust heiðingjarnir, sem höfðu ei aðrar getnaðarvamir. Þessu játti þingheimur með þanka glöðum en klerkdómur með kænskuráðum kosti þessa sveik þá bráðum. Síðan hafa klerkar kennt oss kristin fræði í lausri ræðu og rímuðum ljóðum, (raunar misjafnlega góðum). Kristnihátíð haldin skyldi á helgum völlum og safna líkt og fé af fjöllum Frónbúum svo til öllum. Vurðu þarna vonbrigði hin váglegustu, þrettán mættu þúsund flestir þar af starfsmenn fleiri en gestir. Höfuðklerkar hug sinn illa hamið gátu í skyndibræði skást þeir mátu að skamma þá sem heima sátu. Ýmsum þótti engri hlýju anda frá þeim því skæðar voru skammir hjá þeim og skuggalegur svipur á þeim. Siðabótarsjóferð þessa svona fórum hrekjumst við enn á heljarbárum heiðnari en fyrir þúsund árum. Haldist þessi þróun mála þúsöld næstu, að því líkur lúta í flestu að Lútherstrúin hverfi að mestu. Herrann prýði hirði sína hyggja nægri gefi þeim einnig giftu fegri og gerir þá aðeins skemmtilegri. Hætta skal nú harmagráti og hugarvíli „Skrúfara rjúfara skrokk í væla skrattinn má nú ljóði hæla“. Heimild: Vor siöur, 16. árg. 1. tbl. 2007. Utgefandi: Ásatrúarfélagið. 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.