Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 7

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 7
Foreldrablaðið 6. ái'. 16. «les. 1939 Sigurðnr Tliorlacius: Móðurmálið heima og í skóla Móðurmálið er öndvegisnámsgrein í barnaskólum vorum, svo sem vera ber. Pyrstu þrjú námsár barnanna er 4/t til 4/5 hluta skólatímans varið til móður- málsins að meðtöldum lestri og skrift. En í 4 efstu aldursflokkum skólans fellur %—1/2 alls námstímans í hlut móðurmálsins og aldrei minna en 8 stundir á viku. Eigi er örgrannt um, að bánægju- raddir heyrist við og við í sambandi við þennan mikla tíma, sem varið er til móðurmálskennslunnar. Birtist hún einkum í þrennskonar formi: sem al- menn óánægja yfir árangri íslenzku- kennslunnar, undrun yfir því, hvað sé verið að gera við allan þennan tíma til sömu námsgreinarinnar ár eftir ár, og í þriðja lagi birtist hún í óskum um að meira af kennslutímanum sé varið til annarra námsgreina t. d. dönsku, landafræði, biblíufræða 0. s. frv. Sannast mála er það, að ýmislegt má finna að starfi kennara eins og ann- arra manna. Og það því fremur, sem starf þeirra er eitt hið vandasamasta, sem til er, en þeir búa við erfið kjör og erfið starfsskilyrði að ýmsu leyti. Þá eru þeir einnig misjafnir eins og aðrir, bæði að gáfum, dugnaði og verktækni. En því má heldur ekki gleyma, þegar rætt er um árangurinn af starfi þeirra, og sízt af öllu mega foreldrar gleyma því í sambandi við móðurmálskennsl- una, að kennararnir eru ekki einir í leiknum. Heimilin hafa þar einnig sína ábyrgð og sínar skyldur, sem þau hvorki munu geta né vilja skjóta sér undan. „Hvernig stendur á því, að barnið mitt er ekki látið læra neitt í skólanum, barnið í 9-ára bekk og orðið svona gam- alt?“ Eitthvað á þessa leið er stundum spurt. „Það lærir íslenzku og reikning,“ hljóðar svar skólans. „Já, íslenzku, en barnið er orðið læst og skrifandi fyrir löngu, og í tíma- kennslu fyrir tveim árum var það byrj- að að læra náttúrufræði og biblíusögur, og svo gengur það í barnaskólann vetur eftir vetur og lærir bókstaflega ekki neitt.“ „En íslenzkan ....?“ „Já, þetta sama og í fyrra og hitteð fyrra, nei, það er alls ekki neitt. Barn- inu hefir farið aftur síðan það var í tímakennslunni." Á bak við ádeilu af þessu tagi virðist vaka sú hugsun, að barn, sem kann sæmilega að lesa og draga til stafs, hafi ekki verulega þörf fyrir áframhaldandi nám í móðurmálinu og sá tími fari til

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.