Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 11
FORELDRABLAÐIÐ
Íl
efnum og umhugsunarefnum á heimil-
unum.
Þetta þarf að breytast, og það hlýtur
að breytast jafnskjótt og foreldrar gera
sér grein fyrir því, hve mikið er í húfi
fyrir börn þeirra og þjóðina.
Ég á þó alls ekki við það, að tekin sé
upp bein kennsla í mæltu máli, áður en
börnin koma í skólann, Sennilega yrði
það fremur til tjóns en framfara. Held-
ur hitt, að börnunum sé meiri gaumur
gefinn, þeim sé frá frumbernsku séð
fyrir sem hæfilegustum leikföngum,
þeim séu sagðar sögur, kennd kvæði,gef-
inn kostur á að komast á græn grös sem
oftast og helzt að þau fái að dvelja á
góðu sveitaheimili að sumarlagi er þau
stálpast.
Mér er það vel ljóst, að aðstaða margra
foreldra til að sinna börnum sínum er
í torveldasta lagi. En stundum kostar
hirðuleysið meiri áreynslu en umhyggj-
an. Ég ætla t. d., að það muni oft og tíð-
um taka lengri tíma að skamma barn
í rúmið, en taka mundi að segja því
glaðlega stutta sögu eða að raula kvæði.
Hagkvæm leikföng, sem geta verið mjög
ódýr, mundu einnig spara móðurinni
marga erju stund og mörg ávítuorð.
Ýmsir gamlir og nýir íslenzkir leikir,
svo sem að geta gátu, að ríma á móti
sögn, mitt orð rímar á móti ... o. s. frv.
eru góð dægrastytting bæði fyrir börn
og fullorðna. Börn eru sólgin í þessa
leiki á vissum stigum málþroskans og
geta lært ótrúlega mikið á þeim, ef full-
orðnir leika við þau stund og stund.
Þannig mætti lengi telja.
Loks geta heimilin aðstoðað skólana
á marga lund við móðurmálskennsluna,
meðal annars með því að meta kennslu
í móðurmálinu til jafns við dönsku,
biblíusögur, landafræði og aðrar grein-
ar, með því að velja börnum sínum góð-
ar bækur til lesturs og á margan ann-
an hátt, sem hér yrði of langt upp að
telja. Sumir foreldrar gera skyldu sína
í þessum efnum nú þegar, aðrir munu á
eftir koma.
Hangikjöí
Dilkakjöí
Dilkarúllupylsur
o. m. fl.
ei* bczt að kanpa í
Nordalsíshúsi
Sími 3007
Álafoss-föt
eru bezt
Verællð við Alafoss
Þingholtsstrceti 2