Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 34

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 34
34 FORELDRABLAÐIÐ Áskorun til Alþingis frá stjórn sambands ísl. barnakennara. Stjórn Sambands íslenzkra barna- kennara leyfir sér hér með að beina þeirri eindregnu áskorun til hins háa Alþingis, að það felli 14. grein frumv. til laga um nokkrar ráðstafanir vegna núverandi styrjaldarástands o. fl., flutt í efri deild á þingskjali 398. Áskorun þessa styðjum vér eftirfar- anda rökum: 1. Það er sannfæring vor, að kennslu- tími í barnaskólum landsins verði eigi styttur frá því sem nú er, án verulegs tjóns fyrir fræðsluna. Álit þetta bygg- ist að nokkru leyti á persónulegri reynslu kennaranna, en það styðst einnig við skýrslur fræðslumála- stjóra. Til dæmis um áhrif á nið- urfærslu skólaskyldunnar í kaupstöð- um landsins, má nefna framfarir í lestri á tímabilinu 1930—1936, en 1930 er fyrsta árið, en 1936 hið síðasta, sem fræðslumálastjórnin hefur látið vinna úr raddlestrarprófum. En árið 1930 er niðurfærsla skólaskyldunnar ekki byrjuð að hafa áhrif á lestrarkunn- áttu 10 árá barna og eldri, þar sem skólaskyldan var ýmist færð niður það ár eða næsta ár á undan. Saman- burðurinn er þá þannig: Kaupstaðaskólar: 1930: beztu einkunn fá 15% barna. 1936: beztu — — 31% — 1930: lökustu — — 8% — 1936: lökustu — — 3% — Fastir skólar utan kaupstaða: 1930: beztu einkunn fá 11% barna 1936: beztu — — 25% — 1930: lökustu — — 9% — 1936: lökustu — — 4% — Farkennsla: 1930: beztu einkunn fá 15% barna 1936: beztu — — 26% — 1930: lökustu — — 9% — 1936: lökustu — — 5% — Einnig má bera saman meðaltals- eða vísitölu allra barnanna í lestri. Sá sam- anburður er þannig: Kaupstaðaskólar: 1930: vísitala 57 1936: 73 Fastir skólar utan kaupstaða: 1930: vísitala 54 1936: 69 Farkennsla: 1930: vísitala 56 1936: 68 Þannig hafa framfarir í lestri á þessu tímabili orðið áberandi mikið meiri í kaupstöðum og kauptúnum — eða þar sem skólaskyldan hafði verið færð nið- ur — en í sveitum. Vitanlegt er, t. d. af Drengurinn yðar er vel klœdd- Flóra ur, ef fötin eru sniðin hjá Anstnrstræti 7 Símf 2039 (kuöiii. B. Vikar * Liaugavegi 17 Höfum til jólanna Sími 3245 mikid af blómum Einnig seld allskonar fatasnið og tœkifærisgjöfum

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.