Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 19
FORELDRABLAÐIÐ
19
sniði og verið hefur. Þó hefur sú breyt-
ing verið gerð, að nám í lestri, skrift,
stíl og reikningi hefur verið aukið að
miklum mun, en vikulegum stundum í
einstökum námsgreinum verið fækkað
að sama skapi. Verður þessi breyting
tilfinnanlegust í yngri bekkjunum og
þeim yngstu. Þessi breyting er gerð í
samræmi við það álit okkar, að þessar
umræddu greinir séu höfuðnámsefni
barnaskólans og eigi að vera það. Við
lítum svo á, að sú undirstaða í námi,
sem börnunum er mest þörf á, sé að
læra að lesa vel og áheyrilega og þann-
ig, að þau venjist við að reyna að skilja
það, sem lesið er. Þá teljum við höfuð-
nauðsyn, að þau læri að skrifa góða,
læsilega rithönd á hreinu og réttu máli
og að þau venjist við að hugsa það,
sem þau rita niður á pappírinn. Um
reikningsnámið er það að segja, að við
álítum að meiri vandvirkni þurfi að
gæta, en áður hefir títt verið, í því, að
kenna börnum vel undirstöðu allra
reikningsaðferða og temja börnunum
þær, svo að hvert einasta atriði sé
vandlega lært áður en tekið er fyrir það
næsta. Þetta allt reynir á vandvirkni og
þolinmæði kennarans, barnsins og
heimilisins. Það er mjög örðugt að nema
þessar umræddu undirstöðugreinir, og
það er íþrótt að nema þær, svo að vel
sé, hverja um sig. Þetta þurfa foreldr-
ar að hafa hugfast. Ég segi þetta ekki
af þeirri ástæðu, að foreldrar barna í
Laugarnesskóla hafi á þessu efni ó-
næmari skilning en almennt er, en al-
gengustu athugasemdir foreldra barna
hér í skólanum um námsframför barna
sinna, eru um það, hve stutt börnin
séu komin aftur eftir reikningsbókinni,
en ekki um það, hve vel eða illa þau
hafi lært reikningsaðferðirnar. Og ekki
er það heldur ótítt, að foreldrar vilji
láta barnið lesa biblíusögur, sögu, nátt-
úrufræði og landafræði, þó að barnið
geti lítið sem ekkert lesið. Þessir for-
eldrar hugsa ekki út i allar þær sálar-
kvalir, sem barnið þolir við að bíða
stöðuga ósigra í náminu, af því að það
kann ekki undirstöðuatriði þess náms,
sem fyrir það er lagt, eða ef það er
ekki við hæfi barnsins. Alveg hið sama
skeður, þegar foreldrar vilja færa
börnin í hærri bekki í skólanum en
börnunum hæfir.
: ■
ÉWÍs
Alfrert
& .1 úlíIIs
liau^avei; 84
Síini 4023
Smíðum allsk.
HÚSgÖfÍD
Sanngjarnt
verð