Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 22
22
FORELDRABLAÐIÐ
Frá skólunum
AusturbæjarskóIIim.
skólaáriS 1939—1940.
Skólinn tók til starfa 1. september, og mættu
þá til kennslu 7—10 ára börn. Kensla 11—13
ára barnanna hófst 2. okt. Alls eru nú í skól-
anum 1875 nemendur, í 65 bekkjum.
Fastir kennarar eru 43 auk skólastjóra, stunda-
kennari er 1, forfallakennarar 9.
Ennfremur er, eins og undanfarin ár, starf-
rækt í skólanum deild fyrir málhölt og stam-
andi börn úr Reykjavík.
Stundvísi.
„Sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ og er því
rétt, einu sinni ennþá, að benda á hve nauðsyn-
legt það er starfsemi skólanna að' nemendur séu
stundvísir. Það er mjög bagalegt fyrir starf
barnanna og kennarans, þegar þeir óstundvísu
eru að smátínast inn í kennslustofuna fram
undir lok fyrstu kennslustundar, auk þess sem
þessi óstundvísu börn sjálf hafa þann dag misst
kennslustundina að mestu. Sjá vonandi allir,
hve bagalegt þetta er fyrir alla aðila, þótt lang-
flestir af nemendum skólanna eilgi þann heiður
að vera stundvísir, eru nokkrir það ekki. Það
er vinsamleg ósk til foreldra og forráðamanna
barnanna, að þeir sjái um, að öll skólabörn mæti
stundvíslega. '
Hreinlæti.
Nauðsynlegt er að venja börnin á hreinlæti,
og hirðusemi. Það ætti aldrei að koma fyrir, að
börn komi í skólann óþvegin um andlit og
hendur, ögreidd og án vasaklúts. Börn, sem
ekki eru hrein um hendur, eyðileggja mikið fyrr
námsbækur sínar, skila ekki hreinum verkefn-
um, auk þeirrar sýkingarhættu og annarra af-
leiðinga, sem sóðaskapurinn hefir í för með sér.
Enda þótt hreinlæti meðal skólabarnanna sé
mun betra en áður var, vantar mikið á að vel
sé. —
Kvartanir.
Þótt allir þeir, sem að skólunum standa, hafi
fullan og einlægan vilja á því, að láta skóla-
starfið koma að sem beztum notum fyrir allá
liangaveg ÍO. Sími 3094
hlutaðeigendur, verður aldrei hjá því komizt,
að einhver mistök komi fyrir, eða yfir einhverju
sé að kvarta. Þar sem allt að 1900 nemendur,
á aldrinum 7—14 ára, eru saman í einu skóla-
húsi, þá er það ekki undarlegt, þótt stundum
hlaupi snuðra á þráðinn milli bekkjarfélaga eða
skólasystkina. Oftast eru þessar snurður þess
eðlis, að hægt er að jafna þær, ef rétt er farið
að í fyrstu.
Þegar aðstandendur skólabarnanna hafa yfir
einhverju að kvarta til skólans, vegna barna
sinna, eru þeir beðnir að snúa sér til kennara
barnsins, eða skólastjóra, og koma til viðtals
sjálfir, því þótt þægilegt sé að nota símann, þá
er bezt að ræða slík mál augliti til auglitis, í
ró og næði, einkum ef um viðkvæm atriði er
að ræða, Þá er nauðsynlegt, að aðstandendur