Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 15

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 15
FORELDRABLAÐIÐ 15 in eða börnin sjálf eða leggja til. Nú væri það mögulegt, að börnin sjálf keyptu sér þetta efni jafnóðum og þörf krefði í bókaverzlunum, t. d. vinnubókarblöð, hefti og fleira, er með þarf, en frá því ráði hefir verið horfið og í stað þess er slíkt víðast hvar keypt í einu lagi til skól- ans. Það ætti líka að liggja í augum uppi, að slíkt er að miklum inun hagkvæmara fyrir alla aðila. Skapar betri kjör, og tryggingu fyrir því, að hver kennari get- ur keypt það eitt, er honum bezt líkar, og skapað nokkurt samræmi í sínum bekk. Kennarinn innheimtir svo af börnun- um borgun fyrir efninu. Gjaldið er áætl- að tvær krónur og lætur það mjög nærri, eftir reynslu undanfarandi ára að dæma, að vera hæfilegt, séu ekki vinnubækur notaðar því meir, en þá endast tvær krónur ekki. Þykir á flestan hátt betra að innheimta þetta í eitt skipti fyrir öll, en að börnin þurfi oft að kvabba um pen- inga heima hjá sér og færa þá milli heimilis og skóla. Auðvitað getur þó hver og einn ráðið á hvaða hátt hann kýs að borga þetta og þá í samráði við hlutaðeigandi kennara. Úr því að á þetta er minnzt hér, er ástæða til að minnast á annað um leið. í barnaskólunum eru bókasöfn til afnota fyrir nemendurna. Sérstaklega eru þau mikið notuð við lestrarkennsluna og ís- lenzkunámið. Væri mjög illt og jafnvel ómögulegt að komast af án þeirra. Þau fyrirmæli eru frá skólanna hálfu, við- víkjandi söfnum þessum, eða svo er það a. m. k. í Austurbæjarskólanum, að hvert barn, er skólann sækir, skuli borga eina krónu yfir skólaárið, er renni til safnsins. Mér er kunnugt um það, að við, allmargir kennarar, höfum hliðrað okkur hjá að innheimta þetta einnar krónu gjald. Sennilega af einhverri vor- kunnsemi við heimilin eða vitneskjunni um það, að mörg, og ef til vill flest þeirra, hafa nóg við sínar krónur að gera. Ber þvi þó ekki að neita, að söfnunum er mikil þörf peninganna sér til endurnýj- unar og viðhalds. Rúm þrjátíu eintök þarf af hverri bók, svo að hún komi að notum í bekk, sem telur rúm þrjátíu börn. Það er augljóst mál, að slíkt bóka- safn þarf á miklum peningum að halda. Eins og nú standa sakir, eru það því þrjár krónur, sem okkur kennurunum ber að innheimta af hverju barni yfir námsárið, og sem beinlínis eru viðkom- andi náminu. Þetta er að vísu ekki stór upphæð, en samt sem áður getur hún orðið nokkur og óþægileg fyrir þau heimili, er mörg börn eiga í skóla, og þau heimili önnur, er lítil peningaráð hafa. Enginn ætti að hafa betri aðstöðu til skilnings á slíku, en einmitt við kenn- arar. Ber margt til þess, en verður ekki rætt hér. Ég hefði viljað, með línum þessum, gefa lítilsháttar skýringu á þessari tveggja eða þriggja krónu innheimtu okkar kennaranna af hverju barni. Veit ég þó, að mörgum foreldrum er þetta full ljóst, en hins hefi ég líka orðið var, að fólk hefir ekki áttað sig á til hvers þessir peningar færu og spurzt fyrir um það. Slíkt er líka eðlilegt og sjálfsagt. Og víst mætti okkur kennurum vera það fagnaðarefni, ef fólk yfirleitt vildi spyrj- ast fyrir og fylgjast með störfum okkar. Hef úrval af sinúbai'iiafatnaði. Mlnnist ]»ess úðnr en Jér heim- sækið sængnrkonnna. STEIXIJO MÝBDAL Baldnrsgðtu 31

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.