Foreldrablaðið - 16.12.1939, Blaðsíða 25
FORELDRABLAÐIÐ
25
tækifæri til að leysa af hendi afrek fyrir skól-
ann og kennara sinn.
Eitt vil ég taka fram um þessi mál. Ef barni
er boðin þátttaka í slíkum æfingum, sem for-
eldrar vilja ekki láta barnið taka þátt í, þá eru
þeir beðnir að tilkynna það hlutaðeigandi kenn-
ara eða skólastjóra tafarlaust.
Félagsstarfsemi barna í skólanum.
Félagsskapur barna í skólanum hefir starfað
með miklum áhuga og fjöri s. 1. ár.
Skátafélagið hefir unnið vel. Það er að vísu
ekki mjög fjölmennt ennþá, og er það aðallega
vegna húsnæðisþrengsla skólans, því að skáta-
starfið krefst góðs húsrúms. Hér verður ekki
meira um skátafélagið og störf þess rætt, því að
foreldrum skólabarnanna verður sérstaklega
gefin skýrsla á sínum tíma.
Dýraverndunarfélag Laugarnesskólans hefir
haldið fjölsótta fundi, oftast einn fund í mán-
uði. Magnús Sigurðsson kennari veitir félaginu
umsjá og stjórnar starfi þess. Nú eru 127 börn
í félaginu og er það um þriðjungur allra barna
í skólanum.
Ungliðadeild Rauðakross íslands
(Ú. R. K. 1).
Fyrsta deild Ú. R. K. í. var stofnuð í skólanum
laugard. 11. nóv. og starfar af miklum áhuga.
Annars hefir skólinn ekki viljað hefja starf af
fullum krafti fyrir U.R.K.Í., fyr en hægt er að
senda hlutaðeigandi foreldrum nægilegar upp-
lýsinga um störf og tilgang U.R.K.Í. áður en
þeir gefa samþykki sitt til þess að börnin gangi
í U. R. K. í. En úr þessu mun verða bætt mjög
bráðlega.
Laugarnesskólinn óskar yður gleðilegra jóla.
í desember 1939.
Jón Sigurðsson
skólastjóri.
Skildingancsskóliim.
í skólahverfinu
eru nú búsett, eftir því sem næst verður kom-
izt, 338 skólaskyld börn. Þar af stunda 300 börn
nám í Skildinganesskóla, hin 38 munu flest
stunda nám í öðrum skólum, og þá flest þeirra
í Miðbæjarskólanum.
Skólahúsnæðið.
Hið takmarkaða og að ýmsu leyti óhentuga
skólahúsnæði, veldur því fyrst og fremst, að ekki
er hægt að veita móttöku í skólann öllum skóla-
skyldum börnum í hverfinu. Annars eru hús-
næðismál skólans sífelld áhyggjuefni, svo sem
vænta má. Ef mér hefði komið til hugar fyrir
þrem árum, er hafizt var handa til nokkurra
úrbóta í þessu efni, að það gæti dregizt um
3 ár, eða eins og nú lítur út fyrir, enn um ó-
fyrirsjáanlegan tíma, að nýtt skólahús yrði
byggt, þá hefðum við, þegar í upphafi, reynt að
koma okkur nokkru betur fyrir.
Af þessum og fleiri skyldum ástæðum, er
skólahaldið ýmsum annmörkum háð, og er
ég þakklátur öllum aðilum, kennurum, aðstand-
endum og börnum, fyrir glöggan skilning í
þessum efnum, er ég svo að segja daglega verð
var við.
Starfslið skólans
er að mestu óbreytt. Við skólann starfa 7 fastir
kennarar, auk 4 stundakennara, er hafa frá 4
og upp í 30 vinnustundir á viku.
Lesstofa
er opin fyrir skólabörn í 4 mánuði, frá 15. nóv.
til 15. marz, á mánudögum og föstudögum kl.
4%—6y2 fyrir eldri börn skólans, en á þriðju-
dögum og fimmtudögum á sama tíma fyrir
yngri börnin.
Jólaskemmtanir.
Skólinn mun efna til jólaskemmtana fyrir
börn, eins og að undanförnu, en vegna húsnæð-
isins, verður að tví- eða þrískipta börnunum.
Er því áríðandi, að aðeins þau börn komi á
hverja skemmtun, er boðin eru í hvert skipti.
Því miður er ekki af sömu ástæðum hægt að
verða við beiðninni um að fá að bjóða yngri eða
eldri systkinum með sér á jólaskemmtanirnar.
Forcldrat athugið!
Varanlegustu úrin fyrir
drengi og stúlkur fáið
þér hjá okkur
Magnús Benjamínsson & Co.